Skátinn - 01.01.1914, Blaðsíða 6
6
SKÁTINN
þegar skátanum er kent að
senda skeyti, semaphore eða
Morse, er þeim fyrst kent staf-
rofið og hvernig eigi að senda
það, áður en þeir fara að senda
skeyti. Eins er það, í öllu sem
viðkemur hjálp í viðlögum. Fyrst
verður að kynnast eitthvað bygg-
ingu líkamans og starfi helstu
hluta hans. Frh.
Hlutir, sem allir
skátar eiga að vita.
I. Smávegis viðvíkjandi róðri.
1. þegar þú ert að læra að
róa, skaltu ekki altaf horfa á
hvernig þú berð árina, með því
móti verður þú aidrei duglegur
ræðarí. Horfðu heldur niður
í bátinn.
2. Gættu vel að, að hvolfa
ekki bát, þegar þú annaðhvort
ert að stíga út í hann eða fara
upp úr honum.
3. Ef þú færð bát að láni
gættu þá veí aö, að alt sé heilt í
honum, ekki síst að neglunni.
4. Farðu ekki, eins og svo
margir gera, út á bát án þess
að vita allar reglur sjóamanna.
5. Róðrabátur, sem fer á
móti straumi eða flóði á að halda
sér land-megin við bátasem hann
mætir.
6. Róðrabátur, sem fer undan
straumi eða flóði, á að fara utan-
megin við þá báta sem hann mætir.
7. Róðrabátur, þar sem sér-
stakur stýrim. er, á að víkja fyrir
öðrumsem engan stýrimann hefir-
8. Róðrabátur á ávalt að víkja
fyrir bát sem er „rikkað.“
9. Úti á sjó eða vötnum, á
bátur, sem fer fram úr öðrum
. að fara hægra megin.
10. Og síðast en ekki sízt:
Gaktu aldrei um í opnum bát,
þegar liann er úti á sjó, nema
þú nauðsynlegá þurfir.
II. Að þekkja áttirnar.
Hér eru 2 eða eiginlega 3 at-
riði sem kynnu að geta hjálpað
þeim, seni kemur á ókunnan stað
og er áttaviitur.
1. Allar kirkjur á íslandi snúa
þannig að kórinn snýr í austur.
2. þar sem tré eru halla þau
altaf heldur frá sjó.
3. Haltu úrinu þínu þannig, að
litli vísirinn bendi á sólina, þá
bendir b'po sem dregin er yfir
miðdepii úrsins og mitt á milli
litla vísisins og tölunnar tólf, beint
í suður og norður.