Ungi hermaðurinn - 15.02.1910, Side 2

Ungi hermaðurinn - 15.02.1910, Side 2
10 Ungi hermaðurlnn Fyrsta verksvið mitt. Fáein orð til ungra stúlkna. Hvað! Ertu þegar búin, Mína? Ertu búin í eldhúsinu og hefirðu ein skúrað gólfið? Já, frú. Og hefirðu tekið til í daglegu stof- unni og munað eftir að fœgja hnífana? Já, alt búið! Get eg svo ekki fengið leyfi til að hlaupa heim, svo sem einn eða tvo tíma; eg skal vera komin aftur fyrir tedrykkjutíð ? Frú Haigren leit nokkuð efablandin til þessarar nýju vinnukonu sinnar og sagði: Þú ert sú fljótasta stúlka í verk- um þínum, sem eg hefi nokkurn tíma haft, ef þú ert búin að öllu. Já, eg lauk öllu af; eg hefi þurkað af í svefnherberginu og vatnað blómun- um og sett ný blómstur í pottana í dag- stofunni. Frú Halgren stóð upp, lagði handa- vinnu sína til hliðar og sagði við sjálfa sig : Þetta er fyrsti dagur Mínu hór og eg verð að láta eftir henni. Jú, hún sá, að eldhúsgólfið var skúr- að og diskar á sínum stað, og líka sá hún, að ný blóm höfðu verið látin í urtapottana í dagstofunni. Þvílík ánægja, að sjá, að svona ung stúlka. nýskroppin úr skólanum, skyldi vera svona reglusöm og dugandi. Hvernig hefir þú getað vanist á þetta alt á þessum aldri, spurði frúin undr- andi? Eg hefi aldrei vanið mig á leti eða ómensku, svaraði Mína hróðug; eg hefi vanið mig á að vera fljót að því, sem eg hefi átt að gera. Ætli eg mætti svo hlaupa heim litla stund, spurði hún. Já, þegar þú ert tilbúin, svaraði frú Halgren, en eg get ekki leyft þór það á hverjum degi. Þetta er hennar fyrsti dagur og það er ekki laugt heim til hennar og hana langar til að láta mömmu sína vita, hvernig það hefir gengið fyrsta daginn, sagði frú Halgren við sjálfa sig. Þakka yður fyrir, sagði Mína, og hljóp á stað. Frúin virtist vera undrandi yfir því, að eg var búin að öllu ; eg er enginn draugur, sagði Mína við sjálfa sig, hróð- ug í huga. Á meðan Mína var burtu þurfti frúin að fara fram í eldhúsið og varð henni þá fyrir að ýta við mottunni, sem lá við dyrnar. Frúin beygði sig niður og var sem hún varla gæti trúað síuum eigin augum. Mína hafði skúrað gólfið án þess að hreyfa mottuna, svo undir henni var fult af ryki og óhroða, sem sáldraðist um alt góifið, þegar mottan var hreyfð. Svei, svei, þetta er ljóti óþverrinn, hugsaði frúin; hún gekk frain í andyrið og lyfti mottunni; þar var sama að sjá; það hafði að eins verið strokið um hana að ofan, en ekki hreyfð og því síður dustað af henni rykið. Frúin lyfti upp stóru myndaspjaldi, sem stóð á borði í dagstofunni og sá, að einungis randirnar á borðinu höfðu verið stroknar yfir. Diskarnir í eldhús inu voru óþvegnir svo að þeir voru kámugir af matarleifum. Sængunum í rúmunum hafði heldur ekki verið snúið í dag, heldur að eins breytt yfir rúmin. Ja Mína, þú hafðir lag á að gjöra verkin fögur útlits, en þú hefir ekki sýnt trúmenskn í þínum verkahring. Þú sýndir frúnni þinni brjóstnál og sagðir að þú værir mikið glöð yfir því að bera fullkominn einkennisbúning og hún var

x

Ungi hermaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.