Ungi hermaðurinn - 01.02.1920, Blaðsíða 2

Ungi hermaðurinn - 01.02.1920, Blaðsíða 2
10 Dngi hermaðuriiin. Hvernig Karen fyrirgaf. (akólasoga) Ef að þið hefðuð þekt hana Karen, þá hefði ekki undraðykkur, að hún var uppáhald allra i skól- anutn. Hún reiddist aldrei, og sagði aldrei óvingjarnlegt orð urn neinn, þeBS vegna þótti öllura vænt um hana og vildu vera með henni. En hún Klara var öðruvísi; hún var uppBtökk, og sagði oft ýmis- legt ljótt um skólasystkini sín. Einu sinni neitaði hún að lána henni Huldu litlu bók, og það sem var verra, hún sagði svo margt ljótt um hana Karen, að Hulda sagðist aldrei framar vilja tala við hana Karen. Þetta heyrði Karen, og spurði hvernig á því stæði. Þegar hún fekk að vita að Klara hafði talað illa um hana, gekk hún þögul burt; Því hún gat ekki tára bund- ist. Klara hafði sagt, að Karen væri svo fátæk, að hún yrði bráð- um að yfirgefa skólann, af því að pabbi hennar gæti ekki borgað fyrir hana. Karen skildi ekkert í því hvernig hún hafði komist að þessu, því hún hafði ekkert sagt um foreldra sina, En hún mundi nú að hún hafði fengið bréf að heiman, og í því stóð að pabbi hennar væri hræddur um að missa peningaupphæð í bankanum, og ef það kæmi fyrír, þá gæti hann ekki lengur haldið hana í skólan- um. Karen stakk hendinni í vasann, en bréfið var þar ekki; hún vildi þó ekki trúa því, að Klara værí svo ómerkileg, að lesa bréfið þó hún hefði fundið það. Karen leit- aði að bréfinu en fann það ekki; nú kom pósturinn og færði henni annað bréf, sem sagði henni að peningarnir hefðu bjargast, svo hún mætti vera í skólauum eins lengi og hún vildi. Hún var svo glöð yfir þessari frétt, að hún fór að fá sér göngu- túr. Á leiðinni hitti hún Klöru, sem sat grátandi undir tré einu. Karen fór til hennar og ávarp- aði hana, en hún stökk upp með tindrandi augu og blóðrjóðar kinn- ar. »Farðu«, hrópaði hún; »eg iðrast eftir það sem eg heíl gert! »farðu bara!« »Klara«, sagði Karen vingjarn- lega, »eg er ekki reið við þig, eg verð að tala við þig, því þér líður ekki vel«. Klara reyndi að hrinda henni frá sér, en Karen var sterkari og hún kysti Klöru á kinnina og lagði kalda hendina á hið brenn- andi enni hennar. Veslings Klara gat aðeins grát- ið, því hún hafði ekki búist við þessu af Karen. »Það sem þú hefir sagt um mig gerir ekkert til; en eg vil gjarnan fá bréfið mitt aftur».

x

Ungi hermaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.