Ungi hermaðurinn - 01.02.1920, Blaðsíða 4

Ungi hermaðurinn - 01.02.1920, Blaðsíða 4
12 Ongl htírm&Ö'urlnn. mömmu hans Tómasar til þess að lofa honum að fara í dagc. — Hann varð glaður þegar hann sá Tómas koma á móti sér í sunnu- dagafötunum, — »mamma þín sagði þá ekki nei, Tómásc? kall- aði hann. »Nei«, sagði Tómas, »mamma sagði að sér likaði altaf svo vel að heyra Herinn syngja á útisam- komunni, og ef eg vil, þá má eg fara á hverjum sunnudegic. Og Tómas vildi koma. Bekkjarfor- ingjanum leizt vel á nýja dreng- inn, og nokkrum vikum seinna fann hann frelsarann. Og það allra bezta er það, að foreidrar hans eru farin að koma á sam- komur, og það verður ekki langt þangað til við fáum að heyra frá afturhvarfi þeirra. Nú, börn, þið sjáið hvernig Guð notaði hann Róbert þó hanii væri feiminn. Það má sjá hlutiisa i tvenns konar Ijósi, Tólf njósuarmenn lýstu Kana- anslandi. Tíu sáu ekki annað en risa! en tveir sáu land, sem flaut í mjólk og hunangi. Tveir drengir týndu þrúgur. Annar varglaður af því, að hanu fann þrúgur! en hinn var reiður af því að það voru steinar í þeim. Tvö börn voru að horfa i gegn- umlitað gler. Annað sagði. Heim- urinn er blár. Hitt sagði, hann er glær. Tveir drengir voru að borða, annar sagði: Eg vil fá eitthvað betra en þetta, hinn sagði: Það er betra. en ekkert. Tveir menn komu til sömu borg- ar, annar fór á veitingahúsin, og fanst bærinn óguðlegur, hinn fór á prívatheimili og fanst bærinu góður. »Eg er glaður yfir að eg lifi«, sagði maður nokkur. »Eg er hrygg- ur af því að eg á að degja«, sagði annar. Einn gleður Big yfir því sem hann hefir, annar hefir áhyggjur út af því sem hann á ekki. Einn kvartar yfir öllu hinu vonda i heiminum, annar gleðst af því að það er svo mikið gott til í honum. Eg geymi það handa henni mömmu. Hann var aðeins lítill drengur, óhreinn og fátæklegpr þar sem hann stóð og horfði á knattleik stóru drengjanna. Þeir sem framhjá fóru, veittu honum * eftirtekt og einhver gaí honum stórt og fallegt epli. Augu hans ljómuðu þegar hann leit á fagra safamikla eplið, og andli* hans lýsti þakklætinu, sem hann kom ekki upp af undrun. Hann leit á eplið, strauk það með hend-

x

Ungi hermaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.