Ungi hermaðurinn - 01.07.1920, Blaðsíða 4
52
Ungl herraaSurlnn.
Indlands aftur, fekk hann at-
vinnu í dómsmálaskrifstofunni í
héraðinu Punjab. þar sem hann
starfaði í 4 ár. Á þessum tíma
hélt hann kristilegar samkomur
bæði fyrir Evrópumenn og Hind-
úa. Vegna trúboðsstarfsins á
meðal hinna síðarnefndu var
hann oft kallaður á fund yfirboð-
ara sinna, þar eð engum em-
bættismanni ríkisins var leyfilegt
að skifta sér af trúarbrögðum
hinna innfæddu.
Til þessa svaraði hann þvi, að
hann hefði ekki beitt neinni
óleyfilegri þvingun, og að hann
vegna samvizku sinnar fyndi
sig knúðan til að boða fagnaðar-
erindið, og að hann vildi heldur
biðja um lausn frá embætti sínu
en hætta við að boða kristna trú.
Alt frá þeirri stundu, er hann
endurfæddist, fanst honum sem
Drottinn mundi einhvern dag, fyr
eða síðar, kalla hann til að
starfa algerlega til eflingar guðs-
ríki. Hið eina, sem hingað til
hafði aftrað honum, var það, að
hann hafði enn eigi hitt nokkurn
söfnuð, sem hann gæti samein-
ast. Þá náði hann í kristilegt
blað eitt, sem fiutti grein um
Hjálpræðisherinn og starfsemi
hans. Hann varð mjög hriflnn
af því, er hann las þar, og sendi
Hjálpræðishernum dálitla pen-
ingagjöf til eíiingar starfinu.
Nokkrum vikum síðar barst
honum — af tilviljun — í hend-
ur eitt eintak af enska »Heróp-
inu«; var það jólablað fyrir árið
1880. Las hann það með mik-
illi athygli, og blað þetta gekk
síðan mann frá manni, þar til
það, að síðustu, eftir mörg hundr-
uð mílna ferðalag, var næstum
útslitið og rifið í smátætlur. Hin-
ar síðustu leífar þess voru gefn-
ar hásetunum á skipi þvi, er
flutti Tucker dómara litlu síðar
til Englands samkvæmt fengnu
heimfararleyfi. Fór hann nú að
athuga það, hvort Hjálpræðisher-
inn væri í raun og veru eins og
honum var lýst á pappirnum.
Hann hafði vanisthinum ströngu.
og viðhaf narf ullu siðum ensku ríkis-
kirkjunnar við guðsþjónustugerð-
ir, og varð nú svo hrifinn af
hinni fyrstu samkomu »Hersins«,
sem hann var á, að hann, að
endaðri samkomu, gekk á fund
hershöfðingja Booth’s (því hann
hafði stjórnað samkomunni), og
bað hann um leyfi til að mega
starfa í »Hernum«.
»Bíðið þar til þér hafið lært
að þekkja hann betur«, var hið
einkennilega svar, sem hann
fekk. í 4 mánuði beið hann svo,
og á þeim íima var hann stöð-
ugur gestur á samkomum »Hers-
ins«, og sannfærðist æ betur og
betur um það, að þar ætti hann
að starfa.
Hefir hann nú starfað hér um
bil í 38 ár í Hjálpræðishernum,
með sérstökum dugnaði og skyldu-