Ungi hermaðurinn - 01.05.1921, Page 7

Ungi hermaðurinn - 01.05.1921, Page 7
I tJngl hermaSurinn 39 »Eg veit að eg er glötuð«, og bætti við með skelfingar hrolli: »Ó, hvað það hlýtur að vera óttalegt, að vera útskiifuð*. Eg virti hana fyrir mér nokk- ur augnablik, eg var í vafa um hvað gera skyldi. Það leit út fyrir að vera gagnslaust, að tala við hana, því hún virtist ger- samlega meðvitundarlaus. Þá komu mér alt í einu til hugar þessi orð ritningarinnar: *Guðs orð er lifandi og kröft- ugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði, og þrengir eér gegn um merg og bein og dæmir hug- renningar hjartna vorra* (Hebr. 4. 12.) Ef það getur þrengt sér i gegnum merg og bein hugaaði eg hvað getur það þá hindrað það frá, að þrengja sér inn einn- ig hér? — Eg Bettist nú við rúmið og endurtók hvað eftir annað greinilega, og með lágri röddu, þessi orð: »Mannsins sonur er í heiminn kominn, til þess, að leita að því sem tapað var og frelaa það«. — »Blóð guðs sonar Jesú Krists, hreinsar oss af allri synd«. — Jesú sagði: »Engan þann er til mín kemur læt eg ®ynjandi frá mér fara«. (Lúk. 19 10. — 1. 7. — Jóh. 6. 37.). Kona nokkur, sem lá þarna rétt hjá sagði: »Það er þýðingarlaust að á- varpa hana, hún er búin að vera rænulaus síðan í gærkveldi og þeir búast ekki við neinum bata, annars hefir hún sífelt stag- ast á þessu sama, síðan hún kom hér«. Söncjvar. i. Ljóma veit eg land, Laust við sorg og strið, Sjálfur Guð þar sól er skær og blíð. Þar við ljósa lind Lífsins viður hár Hundraðfaldan ávöxt ber hvert ár. Kór: 0, það yndis-land Er Guðs vina land, Já, mitt eigið ástkært föðurland. 0, þá unaðs-fold, 0, þann sæluhag! Nótt er breytt í Ijúfan, ljósan dag. Alt er eilíft, Eilíft vor og 8Ó1, Englar syngja sætt við lambains stól. Er þar allra ljós Ásýnd frelsarans, Áandrúmsloftið: ilmblær kærleikans.

x

Ungi hermaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.