Ungi hermaðurinn - 01.06.1922, Side 7

Ungi hermaðurinn - 01.06.1922, Side 7
Ungi hermaðurinn. 47 °g sterkur. Og ástæðan til þess að hún fær staðist í hinum mörgu Þrautum lífsins er sú, að hún á elskuríkt hjarta og sterkan vilja. Brennanöi tár. Maður í Englandi, sem hafði verið mikill drykkjumaður, sagði einu sinni félögum sínum æfisögu aina. Meðal annars sagði hann: Eg var drykkjumaður, en mér ekki vel við að fara einn í ^eitingahúsin og svo tók eg litlu 8Wlkuna mína, sem eg elskaði ^eir en alt annað, með mér. Eg bar hana vanalega í fang- inu. Kveld eitt þegar við vorum á heimleið sagði hún: »Pabbi, farðu Þangað ekki aftur!« »Þegiðu«, sagði eg stuttlega. Eftir svolitla stund sagði hún viknandi: »Elsku góði pabbi, Serðu það ekki«. »Eg sagði þér að þú ættir að þegja*. Við héld- óna áfrarn, og litlu síðar fann eg ^rennandi tár falla niður á hend- lQa á mér. Eg skildi, að elsku lega barnið mitt grét yfir mér, °g þetta tár gekk mér til hjarta. % fór ekki í veitingahúsið kvöld- ið eftir og heldur ekki neitt ann- a& kvöld síðan. Það var litla. atúlkan mín sem bjargaði mér frá drykkjuskapnum og hjálpaði mér til að verða frelsaður maður. Engin má segja að börnin geti ekki komið neinu til leiðar. Áhrif þessa barns hjálpuðu vesl- ings drykkjumanni til að verða góður faðir. Hún mamma á mig. Kona nokkur spuroi lítinn dreng, hvort hann vildi koma með sér, en hann svaraði: »Nei«. »Af hverju viltu það ekki?« spurði konan. »Af því að hún mamma á mig<, svaraði hann. Það var skynsamlegt svar. Skyldum við geta lært nokkuð af svari þessa barns? Þegar Satan og óguðlegir tnenn freista okkar tii þess að ganga með þeim á syndarinnar vegi, þegar heimurinn freistar okkar og seg- ir: »Kom«. Þá skulum við svara ákveðin: Nei, eg geri það ekki, Jesús á mig!« »Þér eruð ekki yðar eigin, þér eruð dýru verði keyptir*, segir postulinn. Hvers erum vér þá? Vér erum Krists, sem hefir keypt oss og endurleyst með sínu dýrmæta blóði. Og fyrst vér erum hans, ber oss að þjóna honum og þóknast honum.

x

Ungi hermaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.