Ungi hermaðurinn - 01.12.1927, Side 4
92
Ungi hermaðurinn.
JÓl
fátæku stúlkunnar.
»Mamma«, sagði María
litla, »jólin byrja víst
annað kvöld. Eða er
ekki svo mamma?«
«Jú, það er víst rjett«,
sagði fátæka ekkjan og
varp öndinni mæðilega
»En jólin eru nú ekki framar neinn
merkisdagur fyrir mig. Við eig-
um engan matarbita, og þú verð-
ur víst að fara út á morgun og
betla eitthvað handa okkur að
borða«.
Um nóttina dreymdi Maríu að
hún væri á ný í þeirra fyrri bústað.
Það voru jól. Þegar hún kom inn
í stóra, skrautlega salinn, fjekk hún
ofbirtuTí ’augun af ljósadýrðinni á
jólatrjenu. Faðir hennar sat þar
með útbreiddan faðininn, til að
bjóða litlu stúlkunni sinni »gleði-
leg jól«. Móðir hennar tók hana
einnig í faðm sjer. — Eða þá jóla-
gjafirnar seinna utn kvöldið —'
dýru og fögru jólagjafirnar, fallega
stóra brúðan og alt hitt! Ó, hve
hún var hamingjusöm.
Hvað hún saknaði þess alls, þeg'
ar hún vaknaði og varð þess vör,
að þetta hafði aðeins verið draum-
ur. Hún mintist þess nú, hve
hamingjusöm hún hafði verið um
jólin, áður en faðir hennar dó. En
þegar hann var ný dáinn, kom
maður með stóra bók og reikn-
aði og taldi — einn, tveir, þrír. —•
Stóru brúðuna hennar hafði hann
líka tekið, eins og alt annað. Hún
mundi glögt, að móðir hennar
vafði hana innan í stórt sjal og
bar hana í flýti niður á skipið-
Svo komu þær til Stokkhólms og
þar beið þeirra dapurt líf.-----
Það var áköf fannkoma. Heldri
maður kom fótgangandi eftir stræt'
inu og gekk hratt. Lítil stúlka á'
varpaði hánn: »Gefið mjer fáeina
aura!« »Ekki núna, en einhvern'
tíma seinna«, svaraði hann og
gekk hratt leiðar sinnar.
»Ó, hvað mjer er kalt«, kveinaði
litla stúlkan, — »og jeg hefi enn
ekki fengið nema 2 aura!«
Hún settist í garðshlið til þess