Ungi hermaðurinn - 01.08.1929, Blaðsíða 3

Ungi hermaðurinn - 01.08.1929, Blaðsíða 3
59 Ungi hermaðurinn Stundum var hundinum hleypt út úr búrinu til þess að láta hann viðra sig og hreyfa sig, þá hopp- aði hann og ljek sjer af mestu kæti, en vinur hans æddi þá órór og öskrandi inni í búrinu, og horfði með eftirvæntingu á dyrn- ar, sem vinurinn mundi koma >nn um á ný. Hundurinn svaf ætið við bak- vegg búrsins með hrygginn upp við rakan múrvegginn. Af þessu ijekk hann húðsjúkdóm, sem varð °f seint vart til þess að hann yrði læknaður. Húðsjúkdómur þessi á- gerðist um síðir svo, að það varð að drepa hundinn. En þegar augu Ijónsins opnuðust fyrir því, að það hafði verið algjörlega svift þess- áni einkavini, rak það upp lát- laust kveinandi org og fjekst ekki hl að bragða vott nje þurt, og Þvi hnignaði með hverjum degi er leið. Þegar mönnum varð það ljóst, þetta fagra og verðmæta dýr ^nundi yfirbugast af sinni sáru sorg, 'nælti forstjóri dýragarðsins svo fy*'ir, að reynt skyldi að fá annan hund, er líktist þeim dauða svo sem frekast mætti verða. Það tókst 'nnan skamms og var nú farið n*eð hann að búrinu. Jafnskjótt sem ljónið sá hundinn sP*’att það á fætur, horfði á hann •neð leiftrandi augum og laust upp reiðiöskri. Menn hjeldu að það stafaði af því, að hundinum var ekki tafar- laust hleypt inn í búrið; en jafn- skjótt og hann var þangað kom- inn hneig hann örendur til jarðar fyrir heljarhöggi af ógurlegum hrammi ljónsins. Að lokinni þessari misheppnuðu tilraun urðu menn, nauðugir vilj- ugir, að fela hið syrgjandi dýr forlaganna umsjá, í von um að tíminn einn mundi megna að græða harm þess með gleymskunnar smyrslum. En máttur ljónsins dapr- aðist stöðugt með hverjum degi I er leið, það neytti engrar fæðu og einn morgun lá það dautt í búri sínu. Harmurinn þess yfir horfnum vini hafði búið því bana. HANN VILÖIEKKIBLÓTA. Þrettán ára drengur leitaði hjálpræðis Krists og fann það. Hann hafði verið mjög blótgjarn áður en hann tók sinnaskiftum, en nú lagði hann gjörsamlega niður sinn ljóta munnsöfnuð. Starfsbræður hans urðu þess- arar breytingar varir, sem orðin var á hátterni hans, þegar næsta dag. og þeir fullyrtu, að hann mundi blóta áður en sá dagur væri liðinn. í morgunverðarhljeinu

x

Ungi hermaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.