Templar - 20.09.1918, Blaðsíða 1

Templar - 20.09.1918, Blaðsíða 1
 PLAR. XXXI Reykjavík, 20. sept. 1918. 8. blað. Stefnuskrá Good-Templaru. I. Algerö afneitun allra áfengisvökva til drykkjar. 11. Ekkert leyfi i neinni mynd, hversu sem á stendur, til að selja áfengisvökva til drykkjar. III. Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innflutningi og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboð samkvæmt vilja þjóðarinnar framkomnum í réttu lagaformi, að viðlögðum þeim reísing- um, sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar. IV. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli þessu, með ötulli útbreiðslu sannleikans á alla þá vegu, sem mentun og mannást eru kunnir. V. Kosinng góðra og ráðvandra manua til að framfylgja lögunum. VI. Staðfastar tilraunir til að frelsa einstaklinga og bygðarfélög frá þessari voðalegu bölvun, þrátt fyrir allskonar snótspymur og örðug- leika, þar til vér höfum borið sigur nr být- nm nm allan heim. Templar. Sveinn Jónssn kaupmaður Kirkju- stræti 8 hefur frá þessum tíraa tekið að sér afgreiðslu og innheimtu blaðsins »Templar« og ber að snúa sér til hans með alt sem að þessu lýtur. Utgefendurnir. Stefnuskrá Templara. Andbanningar hafa oft bent á það í umræðum sínum um bannmálið, að áð- ur fyr hafi Templarar að eins unnið að persónulegu bindindi og hafa af því dregið þá ályktun, að það eitt hafi þá verið markmið þeirra. Þegar bindindis- hugsjóninni óx fiskur um hrygg, steig hún feti framar og heimtaði takmark- anir á áfengissölunni og kom með lög um bann gegn tilbúningi áfengis. Þegar andbanningar sáu það, risu þeir öndverðir gegn slíku, og þá hófu þeir skjallræður með fjálgleik miklum um hve bindindið væri gott og það væri skaði mikill, að Templarar skyldu hafa hætt að vinna að því. Auðvitað voru allir þeir, sem þetta létu í ljósi, á móti persónubindindi, því þeir vissu, að ef lengra yrði gengið, þá mundi það koma í veg fyrir greiðan aðgang að áfenginu. Rétt virðist að fara nokkrum orðum um stefnuskrá Templara, svo mönnum gefist kostur á að athuga hana betur og skapa sér ákveðna skoðun á afstöðu Good-Templarreglunnar til málsins bæði fyr og síðar. Stefnuskráin var setl og samþykt á alþjóðaþingi Good-Templara árið 1859. Vér tökum þá hverja grein hennar út af fyrir sig og athugum hana sérstak- lega: I. Alger nfneitnn nllrn áfeng-lsvlikvn tll drykkjar. Meun hafa haldið, að í þessari grein væri einungis um einstaklingsbindindi að ræða, en slíkt er misskilningur. Öll- um má vera það Ijóst, að algert þjóð- arbindindi og bann eða allsherjarbind- indi, verður óhjákvæmilega að hafa ein- staklingsbindindið sem grundvöll. Án þess væri það og er óframkvæmanlegt. Einhverjir verða að taka að sér hug- sjónina og lifa eftir henni, til þess að þjóðin á sínum tima geti aðhylst hana. Þeir verða að sýna henni i verkinu, hvað bindindi sé í raun og veru. Fyrr getur hún ekki orðið til fullnustu sann- færð um réttmæti þess. II. Ekkert loyíl í neinni mynd, hversu sem á stendnr, til að selja áfengisvökva til drykkjar. Einstaklingsbindindið er fyrsta stigið, er frumdrátturinn að því verki, sem Reglan berst fyrir. En önnur greinin bendir undir eins í þá átt að hér sé meira en það um að ræða. Þessi grein er bersýnilega rökrétt af- leiðing af þeirri fyrri, því álíti ég ein- hvern hlut skaðlegan sjálfum mér, eink- um er ég sé hin skaðvænu áhrif hans á aðra menn, þá hrýt ég einnig að við- urkenna, að hann sé jafnskaðlegur þeim. Eg get því ekki selt öðrum þá vöru, sem ég er sannfærður um að sé öðrum til skaða og óbætanlegs tjóns. \ III. Skýlaust foiboð gegn tilbúningi, inu- flutningi og sö'lu áfongisvökva til drykkjar; forboð samkvæmt vilja þjóðariunar frninkomn- nm í réttu lngafonni, að viðlögðum þeini refs- ingum,seiii svo ólieyrilegur glæpur verðsknldar. Þegar einstaklingsbindindið hefur graf- ið nægilega um sig með þjóðinni, hún hefur fengið næga fræðslu um skaðsemi áfengisins og augu hennar eru að fullu opnuð fyrir því að hún eigi og geti haft áhrif á úrlausn þessa máls, þá byrjar hún að feta sig áfram á bindindisbraut- inni og byrjar, sem eðlilegt er, á ein- földustu og veigaminstu takmörkunun- um. En hún komst brátt að raun um að smátakmarkanirnar fullnægðu ekki kröfu hennar um algert þjóðarbindindi og þess vegna herti hún á kröfunum og tilraunir hennar enduðu á róltækustu kröfunni, sem sé alþjóðarbindindi eða útrýmingu áfengis með bannlögum. Fyrsla stigið er, að innræta mönnum bindindið, annað stigið, að takmarka á- fengissölu eða veitingar, og þriðja stig- ið, að útrýma áfenginu með bannlög- um. Hér á landi er búið að fullnægja hin- um áðurnefndu greinum stefnuskrárinn- ar. Við höfum unnið að bindindi, við höfum unnið að útrýming áfengisverzl- unar og við höfum komið á algerðum áfengisbannlögum samkvœmt vilja þjóð- arinnar. En með þessu er ekki alt fengið — stefnuskránni er ekki fullnægt nema að hálfu leyti, því þrír liðir hennar eru eftir og þeir hljóða svo: IV. Skö'pun heilsnsamlegs almenningsálits á máli þessn, með ölulli úibreiðsln snnnleik- ans á alla þfi vegn, sem mentnn og mnnnást eru knnnir. Þótt hingað til hafi verið unnið að þvi að skapa heilsusamlegt almennings- álit á málinu og koma þvi svo langt að lög yrðu sett og samþykt, þá þarf að halda þessu áliti við og innræta þjóð- inni réttan skiining á því og innræta henni virðingu fyrir lögunum og þroska siðferðiskend hennar. Og til þess ber að nota öll þau meðöl sem heiðarleg- um mönnum eru samboðin og þeir einir geta beitt, er vinna að mikilli og göfugri siðbót. V. Kosning- góðrn og- ráðvandrn mnnna til að frainfylgja lö'gnnum. Hér er mikið og vandasamt verkefni fyrir höndum. Þessi grein sýnir, að ekki er nóg að skapa fylgið með bannlögunum, heldur er einnig og ekki síður nauðsynlegt að þeir einir séu embættismenn í landinu, sem hafi svo mikinn siðferðisþroska og beri svo mikla virðingu fyrir lögum, að þeir gegni skyldu sinni í fylsta máta og án tillits til þess hver sé þeirra persónu- lega skoðun á málinu. l'eir lögreglu- stjórar, sem ekki gera alt, sem í þeirra valdi stendur til að framfylgja lögunum, geta ekki talist góðir og ráðvandir menn. Þeir lögreglustjórar, sem svo djúpt eru sokknir í forað spillingarinnar, að þeir ganga á undan öðrum borgurum i því að fótumtroða lögin, geta alls eigi kom- ið til greina sem embættismenn i þjóð- félaginu. Reynsla sú, sem fengin er síð- an bannið gekk í gildi, sýnir, að alt of margir lögreglustjórar og læknar eru alls óhæfir til að gegna jafnvandasömum störfum og þeim embættum fylgja. Afleiðingin er sú, að Reglan verður að fylgja tram þessu stefnuskrár-atriði með fullri festu og einbeittni og segja: Sá, sem ekki vill styðja bannlögin, get- ur ekki vera embœttismaður i þessu landi. Hér er mikið og þarft verkefni fyrir höndum, sem er lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina að sem fyrst verði farið að vinna að eigi sjálfstæði hennar að verða nokk- urnveginn borgið í framtiðinni. VI. Stnðfastnr tilrnnnir til að frelsa ein- stakling-a og- bygðarfélög frá þessari voðalegn bölvun, þrátt fyrir nllskumir niótspyrnur og

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.