Templar - 23.11.1923, Page 1

Templar - 23.11.1923, Page 1
TEMPLAR. XXXVI. Reykjavík, 23. nóv. 1923. 15. blað. Þakkir. Fjölskylda mín og eg segjum þakkir — þúsundfaldar þakkir — fyrir vináttu þá og ástúö, sem oss var á svo marg-- an hátt sýnd meðan við dvöldum á Cslandi; það eru ógleymanlegir dagar fyrir okkur öll. Við erum aftur komin heiín til litlu Danmerkur styrkt og auðguð á sál og sinni og með nafn hins fagra bróður- lands djúpt og fast gróðursett í hjört- um vorum. Með raargfaldri ást getum við á kom- andi timum talað máli íslands fyrir þeim dómstól, sem er einkavon smá- þjóðanna: áliti veraldarinnar. Eg bið alla vini mína á íslandi og alla íslend- inga að vera fullvissa um það. Með vinsemd. Aarhus, 28/io 1923. Larsen-Ledet. Fjárhagshorfur. Alt af er það sama sagan sem heyrist manna á milli, hvað við skuldnm mikið i útlöndum, að gengi íslenzku krónunnar fari stöðugt lækkandi, og að það megi ibúast við, að það lækki enn þá meira. Og það er talað um ráðin við þessu, ráðin séu það að spara og aftur spara. Nokkrir vilja setja á innflutningshöft og\ banna t. d. að fiytja inn niðursoðna mjólk. — En það er víst, að höftin eru ekki sá bramalífselixír sem læknar þetta böl, og sparnaðurinn er heldur ekki einhlítur. ‘ Við þyrftum að auka framleiðsluna samhliða því, og þá um leið að fá góða markaði fyrir afurðir okkar. Aðal-framleiðsla okkar er fiskurinn, á honum má segja að alt byggist, og verðið á honum má heita að fari lækk- andi, þó heldur hafi ræst úr því sfðustu mánuði. En fiskmarkaðurinn er of lítill og eftirspurnin eftir honum ekki eins mikil og vera ber. Það má heita, að sú teg- undin, stórþorskurinn, sem er verðmest seljist ekki nema í tveim héruðum á _ Spáni, og við erum alveg ofurseldir markaðinum þar, engir keppinautar, því var það, að Alþingi leit svo á, að það yrði að fórua bannlögunum og sjálf- stæðinu fyrir von um betra markaðs- verð þar. það er bert, að við verðum — alveg burt séð frá Spánarvínunum — að fá nýa markaði, við verðum að fá þá til þess tvenst, að verða ekki háðir ein- stökum markaði, og til þess ef hægt væri, að fá meira fé fyrir fiskinu. Br. David Ösllund, sem hefir dvalið hér lengi, og er öllum hér að góðu einu kunnur, maður duglegur og fylginn sér, hefir verið að reyna fyrir sér um nýar markaðshorfur. Aðallega hefir hann gert það með tilstyrk Skota. Fyrir þessar tilraunir hlýtur hver góður íslendingur að kunna honum þakkir, eins og br. Pétur Halldórsson sagði í Vísi nýlega. En hvað skeður, þegar br. D. Ö. skýrir frá þessum tilraunum sinum, þá rís fyrv. spánski legátinn, hr. Gunnar Egils- son, upp og eys úr sér óbóta'skömmum fyrir að nokkur skuli vera svo feikna djarfur, að leyfa sér að reyna að selja þorskugga utan Spánar. Þessi afstaða þessa bannfjanda er ekki samboðin neinum íslending, hún gæti verið sam- boðin há-spönskum spekulant, en er til skammar fyrir aðra. Það er óneitanlega minkun fyrir þjóð- ina, að þessi hjáróma og ámátlegi skræk- ur heyrðist, ,en það er heiður fyrir oss, að fleiri falsraddir heyrast ekki. Það hljóta líka allir að sjá, að þegar ríkis- stjórnin sendir mann í fjölda landa til að greiða fyrir sölu afurða okkar og reyna að útvega þeim nýa markaði, þá hljóta allir góðir Islendingar, að kunna hverjum þeim, er að slíku vinnur, hinar bestu þakkir, og það jafnt fyrir það, þótt árangur verði litill eða engin. Br. D. Ö. hefir og, með forgöngu Veraldar-sambandsins, verið að rann- saka markaðshorfur í U. S. A. Hver árangur af því verður er óvíst, en ef þar næðist markaður, þá er þar um tryggan og góðan markað að ræða, og væri það til ómetanlegs hagsmuna fyrir þjóðina ef svo yrði. t*ví kunna allir góðir Islendingar br. D. Ö. þakkir fyrir afskifti sín af máli þessu, og óska þess, að tilraunir hans beri árangur til heilla og hamingju fyrir litlu þjóðina okkar. Pétur Zóphóniasson. Bréf frá Yolstead. (Volstead eiun af aðalmönnum bannlag- anna í U. S. A. ritaði bréf það, er hér fer á eftir til bannfundar sem haldinn var í Ham- borg og er bréfið dagsctt í Höfn 24. ágúst). Eg þakka hjartanlega fyrir hið vin- gjarnlega heimboð. Eg met mjög rnikils ástúð þá, sem þér hafið sýnt mér, með því að bjóða mér, en eg get því miður ekki komið. Pað gleður mig að heyra, að þýska þjóðin — sem eg met mjög mikils — hefir áhuga á að leysa böl það, sem nautn áfengis til drykkjar bakar mann- kyninu. Eg skil það, að hér sem ann- arsstaðar, eru örðugleikar sem þarf að yfirbuga. En eg vona samt sem áður, að sá dagur sé ekki fjærri, að árangur verði að tilraunum ykkar. Það er erfitt að berjast við ovin, sem í fleiri aldir hefir verið jafnsamgróinn við siðvenjur og alla háttu vora og áfengið hefir verið. Pér verið því að vera búinn við mik- illi mótspyrnu. En með hinum alkunna þýska dugnaði og þrautsegju getið þið ekki annað en sigrað. Óska vildi eg þess, að eg gæti hjálp- að yður á einn eða annan hátt i bar- áttunni. Ef til vill, hafið þér gaman af að heyra eitthvað um reynslu vora í Banda- rikjunum. í stað þess að rökræða málið, hafa mótstöðumenn vorir ætíð notað allskon- ar liæðnisorð. Peir hafa m. a. kallað okkur ofstækisfulla. Eg hefi heyrt þetta líka í Danmörku og geri ráð fyrir að það verði endurtekið í Þýskalandi. En þessi ásökun er öldungis ástæðu- laus. Með fám orðum skal eg skýra frá starfi voru. Pað sýnir þvilik fásinna þetta er. í mörg ár höfum við reynt að bæta úr áfengisbölinu með því að prjedika bindindi. En áfengisverslunum varð meira ágengt með að eyðileggja þjóðina, en okkur með að bæta hana með því að prédika siðferði. Pað voru sett lög, sem skylduðu skólana til að fræða nemendurna um áhrif áfengis, þetta var gert samkvæmt þeim bestu upplýsingum sem visindin veita. Af þessu leiddi, að þjóðin skildi smátt og smátt betur hin eyðileggjandi áhrif áfengisins. Jafnframt þessu, voru sett lög, sem leyfðu héruðunum að bauna vinsölu hjá sér. Með lögum þessum gátum við sannað hversu algert bindindi hefir óg- urlega mikla þýðingu, ekki eingöugu fyrir einstaklinginn heldur líka fyrir heildina. Purkuðu blettirnir fjölguðu, þeir náðu yfir stærra og stærra landflæmi, þar til þeir náðu yfir heilt fylki, og fylki eftir fylki bönnuðu áfengisverslunina, þar til bannlög fyrir öll Bandaríkin voru setl í lög. Pegar þau voru samþykt, bjuggu yfir 60°/o af allri þjóðinni í héruðum þar sem ekkert áfengi var selt löglega. í fyrstu börðust við eingöngu frá sið-

x

Templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.