Nýja Ísland - 01.10.1904, Blaðsíða 4

Nýja Ísland - 01.10.1904, Blaðsíða 4
34 frá austri og vestri að oss berst sá afli af pólitík, að öllum verður krafta-fæða nóg í Beylcjavík. Ef kláðamaur er komin nú í kindurnar hjá oss, er kláðamaur í blöðunum, og það er slæmur kross; þau ættu að baðast öll í hrúgu ekki síður en féð en oflangt frá oss nú til þess er signor Myklested. Plausor, Bréf til „N. ísl.“ írá A1 þ ý ð u m a 11 n I. [Niðurl.] Þá hafa listamennirnir ekki átt upp á háborðið. Hvernig var ekki Guðm. Guð- mundsson leikinn á skóla-árunum. Nú verða mennað viðurkenna hann. En honum hefir verið sinnt of seint, og því eru á- Stæður hans eins og þær eru. — Eða eru ekki talsverðír erfiðleikarnir fyrir Einar frá Galtafelli, Ásgrim Jónsson o. fl. Eng- inn sinnir þessum mönnum fyrri en þeir sjáljir eru búnir að sanna hverjir þeir eru. En hætt er við, að margan bili kjark áð- ur en hann getur komist svo langt. Þá má taka sjónleikana. Fyrst fram- an aí var það „fína“ fólkið sem lék. J>að gekk nú svona upp og niður. Svo þreytt- það á að fást við það. Og afsökunin var sú, að það væri ekki „fínt“ að leika. Svo tekur alþýðufólkið við og kemur sjónleikj- unum á það stig, sem þeir hafa náð hér, fyrir litla sem enga borgun ’) þar til siðasta árið. En nú eru ýmsir verðugir hróssins fyrir að vera með og bola hinum að öllum líkindum í burtu2). Þeir sjá nú, að sam- boðið er hverjum manni að leika, og er vonandi, að sjónleikarnir hafi gott af því. Þar eru að minsta kosti góðir kraftar með. En það er nú þegar búið að sýna sig, að á sama stendur, hvernig sumt af því fólki leikur, því er öllu hrósað „upp í hástert", !) Það lýsir miklum ókunnugleika lijá Ju- venis í „Þjóðólfi“, þar som hann er að tala um, að Jón Jonsson, Eínar Hjörleifsson og Bjarni Jónsson hafi unnið mikið fyrir ekkert að sjón- leikjum hér. Það er talin sœmileg borgun hér á landi, þegar mcnn hafa 1 — 2 kr. um timanu og það hafa þoir haft. Engir liafa því s í ð u r unnið fyrir ekkert að sjónleikjum en þeir Það er líka tæplega hægt að segja, að herra Jón Jónsson hafi unnið fyrir ekkert að leikjunum í vetur, þar sem liann fékk 7—800 kr. fyrir starfa sinn. Og ef satt skal segja, tók maðurinn sér starfið mjög lött. Juvenis hefði átt að nofna liér herra Indriða Einarsson, þvi hann hefir unnið mikið að leikjum, oftast fyrir alls enga borgun, nú í 20—80 ár. Útg. *) Sbr. dóminum um „Gjaldþrotið" í ísa- fold i fyrra. Það er ekki hægt að scgja annað en þar sé stigið spor til að bægja Arna, Gunnþ. og Stef. burtu, sem ásamt Erif., Helga Helgaayui og Kristjáni, ber að skoða sem frumherja varan- legrar sjónleikalistar hér á landi og hafa haldið henni uppi hér um mörg ár. Þuð er líka ein- keunilegt, að þar er Guðm. T. Hallgrímssyni hrósað, sem ekki kemur nálægt því hlutverki, sora hann hefir tokjð að sér. Útg.

x

Nýja Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.