Nýja Ísland - 01.10.1904, Blaðsíða 8

Nýja Ísland - 01.10.1904, Blaðsíða 8
88 ur. Margar sttílkur hafa vanist smala- mensku 1 sveit og hef ég heyrt sagt, að þær geti alveg týnt niður fótaburðinum ef þær fari að venjast kyrsetum, nemaþvíað að eins, að þær liðki sig í dansi og leik- flmi. Svo er enska og danska og máske eitthvað fleira til munnsins, sem ég hef hugsað niér að læra í hjáverkum. Ég hef nýlega taiað við hana Jóu á Hamri- Hún var fyrir sunnan í fyrra vet- ur að læra, og heflr sagt mór margt það- an. Hún lærði þar fjarska mikið, en var líka í tíu mánuði, því hún kom ekki heim fyrri en í miðjum ágúst, og fyrir hana var ekki sérlega dýrt að vera í Reykjavík, því hún var svo bráðheppin, að trúlofast þar rúmri viku eftir að hún kom suður, reynd- ar er sagt, að það sé slitnað upp úr því nú, en það var gott fyrir hana samt, því kærastinn lét kenna henni alt mögulegt og svo var hún þar hjá foreldrum hans. Hann lét kenna henni saumaskap náttúr- legaoghússtjórn og svo bróderingar ogHexe- sting og Kjeðesting, og svo kom hann henni inn í kómedíur og söng og ég veit ekki alt hvað. Hún iærði þar að vefa vað- mál og alskonar dans og leikfimi, og svo spilaði hún á gítar og fór í Freisisherinn og kvenfélagið, því kærastinn vildi ekki hafa hana í íwanwfélaginu eftir að þau voru trúlofuð. — Hún hefir sagt mér það, hún Jóa, að það væri álitið „fínna“ fyrir stúlk- ur að ganga á dönskum búningi meðan þær væru í Reykjavík, og hún var þar víst á dönskum búningi í fyrra, að minsta kosti um allar hátíðir. Hún segir mér að danski búningurinn sé lítið dýrari, en sá íslenzki; það iiggi aðallega verðið í höttunum, og svo verði maðúr líka að eiga marga kjóla, því það þykir ósvinna, að ganga í sama kjólnum allan daginn; regl- an sé, að skifta um búning með miðdeg- ismatnum, og svartan sorgarbúning segir hún að maður verði nauðsýnlega að eiga hvort sem maður er á dönskum eða ís- ienzkum búningi; því þar deyi svo margir höfðingjar, en þá verði þó sérstaklega danski búningurinn dýrari, því hann megi til að vera úr svörtu silki. Við íslenzka búninginn þarf þó ekki nema sjal og svuntu til að sýna mismun á sorg og gleði. Nú óska ég, eins og ég hef áður minst á, að þér vilduð segja mér hvað það mundi kosta mig, að vera einn vetur í Reykjavík og læra þar alt, sem fín stúlka þarf að læra, og ráða mér heilt um það, hvort ég eigi heldur að ganga þar á dönskum eða íslenzkum búningi. Yðar með virðingu Björnína Oddrúnusardóttir. Á R I Ð 2000-1889. Amerikumaður einn, Edwald Bellamy hefir skrifað skáldsögu nokkra, með þessari yfir- skrift. Sagan gerist árið 2000 e. kr. f. Sögu- het.jan er maður nokkur, sem fellur í dá árið 1889 og vaknar ekki úr því aftur fyrr en einn góðan veðurdag i september 2000 og „dumpar“ þá niður i alveg nýjan heim með nýjuin herrum og nýjum siðum. Þá eru hugmyndir kommúnísta komnar í framkvæmd. Lýsir höf. gcrla öllum „innróttingum11 i þessum nýja sið sérstaklega skomtilega, þannig, að skáldaögublærinn lieldur

x

Nýja Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.