Nýja Ísland - 01.10.1904, Blaðsíða 10

Nýja Ísland - 01.10.1904, Blaðsíða 10
40 sem sárir urðu. Vagnbúar könnuðust við, að það væri mjög ieiðinlegt, hve vagninn væri erfiður að draga; og þeim létti mjög í hjarta sínu við hverja yfirstigna torfæru. En það kom ekki til af einskærri hugul- semi, við þá er drógu, heldur af hinu, að við torfærurnar lá oft við að vagninn ylti um koll og að þeir því mistu sæti sín. — Eymd og harmakvein þeirra, er drógu, varð til þess, að vagnbúar fundu enn meir til þess, hve mikils virði sætin í vagninum voru og héldu því enn fastara dauðahaldi í þau. Ef vagnbúar hefðu átt það víst, að hvorki þeir sjálfir né þeirra nánustu dýttu af vagninum, er mjög sennilegt, að þeir hefðu ekkert kært sig um þá er drógu vagninn, nema ef til viil gefið lítinn skerf til að kaupa smyrsli handa þeim. Mönn- um nú á tímum (árið 2000) mun nú lík- lega þykja þetta sem hér er skráð hálf ótrúlegt og engum ætlandi slík mann- vanzka. En að þessu liggja atvik, sem afsaka það að nokkru. Vagnbúar gengu sem sé alment með þá furðulegu flugu, að þeir væru ekki eins og aðrir menn, ekki eins og bræður þeirra og systur er vegninn drógu, heldur væru þeir skapaðir af línna efni, og heyrðu til æðra flokki manna, sem með réttu ættu kall til, að iáta aka sér. Þetta er harla ótrúlegt, en eigi að síður satt. Einkennilegt var það, að jafnskjótt, sem nýir menn komust upp 1 vagninn, fengu þeir undireins sömu flug- una, og það áður en förin af aktygjunum voru afmáð af liöndum þeirra. Ef nú ein- hverri einni ætt lánaðist að halda sætum sínum í tvo liðu var ekki að því að spyrja, að þriðji ættliðurinu hafði j>á óbifaudi sannfæringu, að djúp staðfest væri milli sin og fjöldans. Má það vera hverjum manni Ijóst, að þessi fluga varð mjög til þess að draga úr tilfinningum vagnbúa fyrir þjáningum og eymd fjöldans, svo að meðaumkvun var eiginlega að eins til í orði kveðnu, en ekki í raun og veru. Ó. B. Bólusetning*. Við kvillum öllum kalla má nú kunni maður lækning fá án Brama og Kína brúkunar, með bólusetning alls konar. Nú börn og fé er bólusett, en bezt er eitt, sem hef ég frétt: Menn bólusetja beian sand svo bezt verði’ hann gróðrarland Það bóluefni brátt mun fást, sem breyti hatri’ ,í trygð og ást; ef blöð vor yrði bólusett, sá bróðurandi þektist rétt. En bezt mundi samt að byrja þar, að bólusetja’ alt stjórnarfar og kyrkjumál og kennidóm svo kristnin yrði’ ei hræsnin tóm. En annars vér sjáum alstaðar að ait eru bólusetningar og maturinn sem í magann fer oss megin gefur svo tórum vér. Af bólu’efni sprettur hver iítil lind og lifnar hver vera í sinni mynd, af bólu’efni íær ait búning sinn, því bólu’efni er allur heimurinn. Plausor. Nýja ísland ' kostar 10 aura tölublaðið. Utgefandi og ábyrgðarraaður: ÞORV. ÞORVARÐSSON, prentari. Prontsmiðja Þorv, Þouvaubssonar,

x

Nýja Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.