Nýja Ísland - 01.10.1904, Blaðsíða 7

Nýja Ísland - 01.10.1904, Blaðsíða 7
37 ugri stúlku ofan úr sveit, verð ég því að biðja yður að fyrirgefa dirfskuna og vona ég þér gerið það, þegar þér hafið kynt yður efni bréfsins. . Ég er vinnukona hérna á Hóli, hálf þrítug að aldri, er uppalin hér í sveitinni og hef aldrei stígið fæti mín- um út fyrir hreppinn; er ég því alókunn- ug öllum háttum annarsstaðar, en einkum þó kaupstaðarlífinu, sem mest nauðsýn er þó fyrir sveitastúlkur að kynna sér. Nú er svo komið hag mínum, að ég er trú- lofuð ungum og efnuðum pilti, sem vill láta mig fara suður og læra þar nauðsýn- leg búverk í vetur. Hér í sveitinni er það skoðun manna og ég held jafnvel, að einhver samþykt eða iög séu fyrir þvi, að engin stúlka megi giftast eða taka að sér heimilisstjórn, sem ekki hefir lært klæða- saum ; og á hún trú’ ég að geta sýnt vottorð frá útlærðum skraddara í Reykjavík, að hún hafi verið á vinnustofu hjá honum að minsta kosti þrjá mánuði og síðan jafn- iangan tíma á hússtjórnarskóla þar. Við hefðum að líkindum fengið okkur jörð og farið að búa síðastliðið vor, ef fáfræði min í þessum námsgreinum hefði ekki verið þar þrándur í götu. Að vísu stunda kon- ur hór ekki klæðasaum, því nálega allir eru farnir að fá föt sín tilbúin hjá skrödd- urum í kaupstöðum, eða þá hjá kaupmönn- um sjálfum, sem eins og alkunnugt er flytja hingað miklu ódýrari föt og vandaðri að efni og verki, en tilbúin verða hér í land- inu sjálfu, þá þykir þó vera nauðsýn á, að konan, sem er auga heimilisins, geti dæmt um hvort fötin fari vel eða iila á heimilisfúlkinu. Sama er að segja um matartilbúning. Hér þykir það skortur á gestrisni, að hafa ekki kryddaðan mat á reiðum höndum, ef prestinn sjálfan, eða aðra heidri menn ber að garði; og að hafa matinn kryddaðan í sveit er meiri nauðsýn en í kaupstöðum. í sveitinni fáum vér t. d. mjög sjaldan nýjan fisk og aldrei glæ- nýjan, heldur sajtfisk, sem oft er úrgang- uv og svo grásleppu annaðhvort herta eða saltaða og oft misjafnt verkaða svo ekki veitir af að krydda hana til þess hún yrði góður, boðlegur matur handa hverjum sem kemur. Úr henni mætti náttúrlega búa til góða fiskasnúða og súpur ef rétt væri farið að, en þar þarf meiri kunnáttu til, en alment gerist hjá óbreyltum og ólærðum aimúga-stúlkum í sveit. Með því nú að ég er öllum ókunnug í Reykjavík, en veit að þér eruð þar út- smoginn um allar trízur og áreiðanlegur og ráðhollur maður, og eftir ritum yðar að dæma, hafið vist fádæma og frábæra þekkingu á öilum hlutum, þá er það bón mín til yðar, að þér vilduð útvega mér verustað hjá einhverjum góðum skraddara í Reykjavik og vera mór til leiðbeiningar þar næsta vetur og senda mér nokkurn- vegin áætlun um, hvað kosta muni vera mín þar svo sem 8 eða 9 mánuði. Ég hef hugsað mór að vera þar hinn lögboðna tíma við skraddaranám, þrjá mánuði, og aðra þrjá á hússtjórnarskóla, en auk þess er vist nauðsýnlegt fyrir mig að læra dans og komast niðui í söng ofurlítið, og þyrfti ég því líklega að komast strax í eitthvert gott dansfélag, en þau eru sögð mörg í Reykjavík. Þá er leikfimi, hún er sögð al- veg ómissandi fyrir sveitastúlkur meðan þær dvelja í Reykjavík og hafa þar kyrset-

x

Nýja Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.