Nýja Ísland - 01.10.1904, Blaðsíða 6

Nýja Ísland - 01.10.1904, Blaðsíða 6
36 Þarfir menn. ii. Salnt Siinon. Henry de Saint Simon var kominn af einhverri elztu og auðugustu aðalsætt Frakklands; fæddur 1760. Uppeldi fékk hann svo gott sem föng voru á í þá daga. Það fannst snemma á, að hann var frá- bærlega vel gáfaður, einbeittur í lund, stórhuga og þar eftir sjálíráður. Þá er hann var 13 vetra, átti hann að ganga til altaris. Piltur vildi ekki. Þá vai- honum varpað í dýflissu til að þröngva honum til þess þann veg. Hann hélt út fangavistana svo sem lög stóðu til, en til altaris fór hann hvergi. Þá er hann var 15 vetra lét hann herbergisþjón sinn vekja sig á hverjum morgni með þessum orðum: „Rísið úr rekkju, herra greifi, stórræði bíða yðar“. Þegar frelsisstríð Norður-Ameríkumanna hófst, fór Símon þangað sem sjálfboðaliði. Hann barðist með í mörgum orustum og umsátum og gat sér ágætan orðstír fyrir hreysti sína og hetjuskap í hvívetna. Símon fannst mikið til um hina ungu amerísku þjóð, er búin var að brjóta af sér alla evrópska fordómahlekki og safna miklum efnum fyrir eigin atorku og dugn- að. Þar í landi varð að „duga eða drep- ast“. Þar í landi var ekki „búinn bás„ iðjuleysingjum, eins og á Frakklandi. Þar vestra fylltist hugur Símons brenn- andi þrá til að vinna einhver verkleg stór- virki í þarfir mannkynsins. Hann stakk upp áþví við varakonunginn í Mexíkó, að láta grafa skurð gegnum Panamaeiðið. Konungur vildi ekki og því fórst það fyrir í það sinni. Seinna var það Lesseps, er vann að þvi, svo sem kunnugt, er. — Þá er Símon kom til Spánar árið 1788, vann hann að því með miklum áhuga, að skurður væri graf- inn frá höfuðborginni Madrid niður i sjó. Sýnir þetta Ijóst, hve stórhuga Símon var og langt á undan samtíðarmönnum sínum. Stjórnarbyltingunni miklu á Frakklandi fagnaði Símon af hug og hjarta, er hún hófst árið 1789. Hann afsalaði sér opin- berlega greifatitlinum. Hann sendi löggjaf- arþinginu ávarp og skoraði á það, að af- nema með öllu „hin rangsleitnu fæðingar- forréttindi". — Símon misti allar eignir sínar í byltingunni. En hann lét það ekki á sig fá, heldur hugðist mundu græða efni á ný af eigin atorku. Hann taldi gróðavon vísa, með því kaupa Þjóðjarðirn- ar, þ. e. þærjarðir, sem teknar höfðu verið á aðlinum í stjórnarbyltingunni, því að jafnskjótt, sem menn fengju traust á hinu nýja stjórnskipulagi, myndu þær hækka í verði. Þetta fyrirtæki heppnaðist mæta vel og Simon græddi auðfjár. [Framh.] r Ur skjalasafni Plausors. v. Iiréfið honnar Bjarnínu. Hóli ‘1. scpt 1ÍI04. Háttvirti herra! Ég efast ekki um, að yður muni þykja kynlegt að fá þessar línur frá mér, ókunn-

x

Nýja Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.