Nýja Ísland - 01.01.1905, Blaðsíða 5

Nýja Ísland - 01.01.1905, Blaðsíða 5
3 <3Zýja <úslanó. II. árg. Reykjavík, Janúar Febrúar 1905. 1.-2. blað. TIL KAUPENDANNA. Með þessu blaði hefsí annar árg. »Nýja Islandse. Blaðið verður með líku fyrirkomulagi og áður, nema það mun koma oftar út (áreiðanlega 12 tbl.J og svo verða myndir í því við og við og œtti það að auka því vinsœldir. Eg þakka mönnum fyrir þær góðu viðtökur, sem blaðið hefir hlotið, og munu þær hvetja mig til að gera það sem bezt úr garði framvegis. Virðingarfylst. Útg. Heikfclag IgegkjaYÍkur 1897-1904. 1. Stofnun félagsins og stntt yfirlit yfir starf pess. Þegar lokið var smiði Iðnaðarmannahúss- ins veturinn 1896—97, þurfti iðnaðar- mannafélagið að tryggja sér leigjendur, til þess að ná í tekjur, svo húseignin gæti borið sig sem bezt. Það hafði verið inn- réttaður í húsinu rúmgóður samkomusalur með sjónleikjasvæði fyrir öðrum endanum, miklu stærra en menn höfðu áður átt að venjast hér. Þetta hafði verið gert með það fyrir augum, að gefa þeim, er við leiki vildu fást, betra húsnæði en annarsstaðar var völ á og draga þannig sjónleikina að sér, i von um, að það gæti orðið tekju- grein fyrir húsið fyrst um sinn. Iðnaðar- mannafélagið vildi og þá gjarnan fá leik- tjaldasjóð bæjarins með ieiktjöldum þeim og búningum, er honum fylgja. Til þess nú að þessu yrði framgengt varð að stofna leikfélag, eins og reglngjörð leiktjaldasjóðs- ins ki'afðist. Stjórn Iðnaðarmnnnafélags- ins fór þess því á leit við mig, sem skrifa pessar linur, þar eð ég hafði talsvert verið við leiki riðinn áður, að fara til helztu leikenda og vita, hvort þeir vildu ekki vera með í að stofna leikfélag. Af ástæðum þeim, er nú eru greindar, var það, að Leikfélag Reykjavíkur var stofnað, Mánudaginn 11. dag Janúar- mánaðar 1897. Stofnendur félagsins voru þessir: Andrés Bjarnason söðlasmiður Arni Eiriksson verzlunarmaður Borgþór Jósefsson vorzlunarmaður Brynjólfur Þorláksson landshöfðingjaskrifari Einar J. Pálsson trésmiður Friflfinnur Guðjónsson prentari Gunnþórunn Halldórsdóttir ungfrú Hjálmar Sigurðsson amtsskrifari Jónas Jónsson alþingishúss-vörður Kristján Porgrímsson kaupmaður

x

Nýja Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.