Nýja Ísland - 01.01.1906, Blaðsíða 5

Nýja Ísland - 01.01.1906, Blaðsíða 5
NÝJA ÍSLAND. 17 (Frúargoðið: Framhald.) »Síðar inunum við ræða nánar um fyrirætlanír okkar, herra aðstoðarmaður«, mælti hún, »en það verður með laun- ungu, leyndarmál okkar mega ekki ber- ast út. Því að við ætlum að brugga ýmislegt, sem koma mun yður á óvart, háttvirtu frúr, en við höfum eigi enn gert út um, hvernig það verður«. Þessi orð hennar vöktu fögnuð hjá gestunum. Nú var ég Iaus. Mér varð nú hughægra, en þó fanst mér ég samtimis vera hlektur smánar- lega. Þetta var þá það, sem hún vildi mér! Ég átli að levsa af hendi þann starfa, að liðsinna skólastúlkum að læra utan að hlutverk sín og yfir höfuð sjá um alt, sem Ieikana snerti; það var geðs- legt starf, eða hitt heldur! Það var eitthvað annað en æfintýrið, sem ég hafði vonast eftir að fá að taka þátt í. Kvöldið leið svo, að ekkert bar til tíð- inda, er talist gæti markvert. Ráðmenn- irnir svöruðu því, cr þeir voru spurðir um, á þann hátt, að ætla mátti, að þeir væru hermenn, svo nákvæm og stutt voru svör þeirra. Konur þeirra héldu um handarhöldin á bollunum með fing- urgómunum, cn dætur þeirra höfðu lagt hendurnar í kross yfir þindina, svo scm þeim liafði verið kent á dansskólanum. Deildarsljórafrúin lék á alls-oddi, en þó tókst henni ekki að fjörga geslina. Ég sá, að hún var farin að þreytast, og einu sinni tók ég eftir því, að hún breiddi vasaklútinn lyrir munn sér og geispaði. Síðan leit hún til manns síns og bar svipur hennar vott um hræðslu, en hann hafði eigi orðið þess var. Við mig talaði hún eigi meira. Hún þorir ekki að sýna þér hylli sína svo að á beri, hvískraði hégómagirnd mín að mér. í þessum svifum báðu tveir ráðmenn mig að koma í I’hombre við sig, og þá fyrst yrti hún á mig með þessum orðum: »Ég vona, að þér heimsækið mig á morgun, herra aðstoðarmaður, við þurf- um að ræða um fyrirætlanir okkar«. Ég hneigði mig, en svaraði ekki. Fé- »agar rninir og yfirmenn pískruðu saman lágt, og duldist mér ekki, að það mundi snerta mig. Þegar ég kom á skrifstofuna næsta morgun, var mér tekið með þessum kveðjuorðum: »Þarna er frúargoðið«. Og þessu nafni fékk ég að halda fram- vegis; varð ég þess skjótt var, að það varð mér til allmikillar fremdar. Skrif- stofustjórinn gerðist héðan af miklu al- úðlegri við mig, skrifararnir hneigðu sig enn dýpra fyrir mér og dyraverðírnir opnuðu dyrnar upp á gátt, er ég kom. Lilt grunaöi mig þá, að þessi frcmd mundi verða mér dýrkeypt síöar, eða hve mikla hugarkvöl hún mundi haka mér. Siðar um daginn settist ég niður til þess að skrifa festarmeyju minni bréf, en þá kom Raff lil mín. »Geri ég yður ónæði?« sagði hann. »Nei, nei«, svaraði ég og læsti niður bréfið. Hann gekk fram og aftur um góllið, en sagði ekkert. Ég sá, að lionum var mikið í hug.

x

Nýja Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.