Nýja Ísland - 01.01.1906, Blaðsíða 6
18
NÝJA ÍSLAND.
Loks nain hann staðar frammi fyrir
mér og mælti: wÞér voruð hjá henni?«.
Ég kinkaði kolli til samþykkís.
»Ég heyrði kunningja yðar segja, að
hún hafi verið mjög alúðleg við yður,
svo að jafnvel eftirtektavert haíi verið«.
»Og hvert er erindi yðar?«
Hann þagnaði. Rétt á eftir tók hann
um báðar hendurnar á mér og mælti:
»Ég hefi ekki verið svo hreinskilinn
við yður sem skyldi. En hér eftir skal
ég vera það. Ég þori naumast að tala
eins og mér býr í brjósti, en þó hefi ég
sterka hvöt til þess. Ég verð að spyrja
yður. Því að þér eruð eini sambands-
liðurinn milli mín og hennar. Ég verð
að vita, hvernig hún lalar, hvernig hún
andar. Svaiið þér mér nú blátt áfram,
hefir hún nokkuru sinni nefnt mig á
nafn við yður, eða þjer við hana?«
Ég hristi höfuðið.
»Þó að hún hefði gert það«, svaraði
ég, »inundi ég hafa forðast að nefna
yður, og jafnvel þó að Iiún hefði spurt
mig um yður, mundi ég liafa hliðrað
mér hjá að svara«.
»Hvers vegna?« sagði hann undrandi.
»Af því að mér er ekki um að ganga
blindandi yfir fjalabrú«.
»Pér haíið rétt að mæla«, svaraði hann.
»Þér slculuð fá þetta alt að vita. Það
er bæði mér og lienni fyrir beztu. Komið
þér heim til mín í kvöld, ef þér megið
vera að, þá skal ég opna yður lijarta
mitt. Nú sem stendur veitist mér örðugt
að tala um þau efni svo ljósLaðjskilja
megi«.
Ég fylgdist með lionum. Á götunni
mættum við deildarstjóranum; leit hann
fast á Raff, en brosti síðan háðslega til
mín, er hann tók undir kveðju mína.
»Jájá«, sagði Raff og skelti saman
höndunum. »Bráðum kernst nú nafnið
yðar líklega á svörtu tölluna«.
VIII.
Doktor Raff átti heima uppi á efsta
lofti i húsi einu gömlu í grend við jurta-
garðinn. Mátti sjá, að það var gamalt,
af því, að það var með því sniði, sem
tíðkaðist á húsum frá þeirn tíma, sem
kallaður er »renaissance«-tíminn.
Stigarnir voru brattir og liandriðin
skreytt á margar lundir með útskurði.
Þegar ég var á leiðinni upp, datt mér i
hug, að ég liefði aldrei heimsótt hann
fyr, jafnvel þó að góður kunningsskapur
væri með okkur. Hann í'ór með mig
inn á vinnustofu sína, sem var stór og
rúmgóð. Upp ineð þilunum stóðu gamlir
skápar, grálitaðir, liver við annan. í
miðri stofunni stóð borð, mjög einkenni-
legt, liktist það helzt fornu knaltborði;
á borðinu voru ýmis tól, er grasafræð-
ingar brúka til rannsókna sinna. Lampi
var á borðinu og j'fir græn skýla; hann
bar nóga birtu um borðið sjálft, en
hvarvetna annarstaðar í herberginu var
rökkur.
»Velkominn í riki mitt«, mælti hann
og var þá koininn út í horn, sá ég, að
þar brá upp bláleilum loga.
»Hvað eruð þér að gera þarna, þér
eruð þó ekki að særa fram drauga?«
mælti ég.
»Anda framliðinna«, svaraði hann. »Við