Nýja Ísland - 01.01.1906, Blaðsíða 7

Nýja Ísland - 01.01.1906, Blaðsíða 7
NÝJA ÍSLAND. 19 fáum að heyra raddir þeirra þegar sýður á katlinum. Litið þér á, hérna á milli þessara beggja skápa er eldhiisið mitt, milli hinna tveggja er borðstofan, en þarna er leyniherbergi mitt. Ég sef i hliðarherberginu, og þar er einnig bóka- safn mitt. Nú þekkið þér húsakynni min. Gerið þér svo vel að setjast, nú er teið til«. Mér fanst alt svo kynlegt og undarlegt þar, að mér þótti sem jeg væri staddur hjá gullgerðarmanni eða galdramanni. »Hvað er í þessutn skápum?« mælti ég. »Það er mesta hnossin, sem ég á, rétt- ara sagt aleiga mín. Það er bezta jurta- safnið, sem til er í Norðurálfu og hefir farið hálf öld í, að safna því. Eg hlaut það að erfðum eftir kennara minn, Erckmann prófessor. Þjer kannist ef til vill við nafnið?« »Mér finst eins og ég haíi heyrt það nafn nýlega«. »Það er mjög sennilegt«, svaraði hann og brosti. »Þér skuluð líka fá að vita, hvar þér hafið heyrt það. Lítið þér á, i þessum skápuin eru jurtir frá Kanada, Madagaskar og Pendjab. f sambandi við þá eru merkir viðburðir. Milli þess- ara skápa hefi ég margar rökkurstundir setið hjá Agnes, sem nú er kona Neue- nahrs deildarstjóra. í króknum rnilli þessara skápa hétum við hvort öðru eiginorði; við skárum nöfn okkar í skáp- ana og bárum blóð okkar í stafina að fornurn hætti, en það hefir þó eigi reynzt einhlítt, eins og þér hafið séð«. Nú varð þögn. Við störðum nokkra stund á bláleita logann, sem teygðist upp með spegilfáguðum katlinum. »Nú man ég líka hvar ég hefi heyrt nafnið. Það var föðurnafn frú deildar- stjórans. Var hún dóttir kennara yðar?« »Nei, bróðurdóttir hans. Og þessi bróðir lians er gáta, sem ég mun aldrei fá leyst. Ég hefi litið upp til þess manns, tignað hann eins og dýrling, en nú liata ég hann og fyrirlít. En hlustið nú á sögu mína: »Ég hafði barist áfram á lærdómsbraut- inni og var orðinn stúdent. Svo bar við, að prófessor sá, er ég liafði mestar mætur á, liét verðlaunum fyrir bezta ritgerð um þroska slcýluhlómanna, en því var haldið leyndu, liver verðlaunin }rrðu. Ég tók til að skrifa um þetta efni, vann að þvi jafnt nótt sem nýtan dag, enda fór svo, að ég féklc verðlaunin. Ég var í mikilli geðshræringu, er ég A hinum ákveðna tíma kom í vinnustofu hans, þar sá ég fyrst þessa skápa og fékk nrí að vita.í hverju verðlaunin væru fólgin. »Mér var það mikil gleði, að þér skylduð sigra«, mælti prófessorinn og rétti mér höndina, »því að ég hefi nú all-lengi veitt yður athygli og met yður mjög mikils, þó að ég viti eklci einu sinni, hvað þér heitið. Sjáið þér skáp- ana þarna. í þeim felst æfistarf rnitt. Ég hefi farið um fjöll og ófærur, norður i kaldabelti og suður i heitu löndin og hefi hvarvetna safnað, en ég hefi eigi komið skipulagi á neitt af safni minu. Ef ég nú dey, er safnið ekki meira vert en heysáta. En ég hefi eigi framar það þrek, sem þarf til svo mikillar vinnu. Viljið þér verða aðstoðarmaður minn?«

x

Nýja Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.