Sumarblaðið - 17.06.1916, Blaðsíða 3

Sumarblaðið - 17.06.1916, Blaðsíða 3
Sumarblaðið Útgeíanöi: íþróttafélag Reykjavíkur i. ár. 17. júní 1 916 2 tbl. Fjallgöngur. „Sá kann eltki aö ferðast sér til skemtunar, sem ekki gengur á fjöll“. Helgi Péturss. »Fjöllin eru uppliaf og endir á allri náttúrufegurð«, sagði enski heimspeking- urinn og fagurfræðingurinn Ruskin. — Eitthvað líkt hefir Bjarna Thorarensen fundist, þegar hann var að lýsa Dan- mörku: »sem neflaus ásýnd er, augna- laus með«. Itann hefir saknað íslenzku náttúrunnar. Og lítið mundi verða úr náttúrufegurðinni liér í Reykjavík, væri fjallahringnum kipt í burtu, sem er svo fagur, að varla mun fegurri finnast í víðri veröld. Enda hafa margir útlend- ingar, sem hér liafa ferðast, lokið upp einum munni um fegurð hans. Þar til má nefna Ameríkumanninn Russell og Svíann Engström. En það er eins og mönnum þeim, sem hér eru bornir 0g barnfæddir, finnist litið til um alla hina miklu fegurð, sem umkringir höfuðstað- inn, því þeir láta sér fiestir nægja, að horfa á liana tilsýndar, þótt þangað megi komast á einum degi og til baka aftur. Með því að fara á hjólhesti frá Reykjavik að Kollafirði og hefja þaðan göngu á Esjuna upp á Hávatind, upp af Grafardal, tekur það að eins fjóra tíma frá Reykjavík. Þar að auki er þessi ferð svo auðveld, að hún er engum manni ofætlun, sem hefir báða fætur heila. Frá Reykjavik til Keilis er 4l/a tíma gangur. Þegar menn ætla sér í fjallgöngu, þá þarf fyrst og fremst að hafa góð stíg- vél og traustan staf. Stígvélin þurfa að vera vel járnuð. Aríðandi er að vera í hlýjum fötum, helzt ullarfötum, því að oft getur kalt verið á fjöllum uppi, þótt heitt sé áláglendinu. Nauð- synlegt er að hafa með sér kort af fjallinu, ef maður er því ekki nokkurn veginn kunnugur, og einnig áttavita. Flest íslenzk fjöll eru þannig löguð, að liægt er að komast upp á þau án þess að klifra, enda getur slíkt verið hættulegt, og þeir menn, sem lofthrædd- ir eru, ættu alls ekki að leggja út í slíkt. Það er ekki nema fyrir menn, sem snarráðir eru og hugrakkir, og verða ekki uppnæmir, þótt eitthvað blási á móti. Menn ættu aldrei að klifra án þess að hafa taug á milli sin, eins og tíðkast á háfjöllum erlendis. Taugin er fest um mittið með svo sem 10 metra bili milli hvers manns, og þannig hnýtt, að ekki herðist á, þótt snögglega komi kippur. Til Þingvalla fer árlega fjöldi bæjar- manna. Alt í kring um Þingvelli eru fjöll, sem eru hvert öðru betri upp að ganga. Skjaldbj’eiður er 3300 feta hátt. Það liggur nokkuð langt í burtu. Ilraðasta ferð, sem þangað mun hafa verið farin frá Þingvöllum var 51/* klukkustund. Var farið um Goðaskarð og þaðan beint á fjallið. Leiðin fram með Sandkletta-

x

Sumarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumarblaðið
https://timarit.is/publication/535

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.