Sumarblaðið - 17.06.1916, Blaðsíða 12

Sumarblaðið - 17.06.1916, Blaðsíða 12
14 SUMARBLAÐIÐ Framtíö þjóöarinnar. Lítið á börnin, í þeirn sjáið þið fram- tíð þjóðarinnar. Þau eiga að taka við arfinum, sem við látum eftir okkur — málinu og landinu. Þau eiga að halda uppi is- lenzkri menning og íslenzku þjóðeini. Þau eiga að lralda uppi og auka orðs- týr íslenzkra manna. Við leggjum þeim á herðar nýbyrjað starf, að lyfta þjóð- inni í áttina til menningarinnar. Yngri kynslóðin tekur til sín og byggir á þvi, sem hin eldri hafði til hrunns að bera. En kynslóðirnar hugsa aldrei fyrir »morgundeginum«. Þær hugsa að- eins um daginn sem yfir þeim er. Þess vegna hafa þær, sem eftir komu, oft fengið rifna flík í arf. Hvað er gjört fyrir hina ungu Islend- inga, sem nú leika sér með leggi og skeljar? Hvað er gert fyrir þá, sem eiga að i'ara með pund þjóðarínnat’ eftir hálfan mannsaídur? Er nokkuð gert til þess að þeir ávaxti pund þetta og skili því með tvöföldum arði? Er nokk- uð gert til þess að þeir geti orðið að mönnum andlega og líkamlega? Góðir menn, verið ekki eins og l'ugl- arnir í loftinu. Ilugsið fyrir morgun- deginum. Börnin eiga heimtingu á fullkomnum andlegum og líkamlegum þroska til þess að geta uppfylt skyldur sínar i þjóðfé- laginu. Það er glæpur gagnvart barn- inu og þjóðinni að láta það verða að andlegu og líkamlegu hálfmenni í upp- vextinum. Velferð harnsins og hæfi- ieikar þess er að mestu komið undir uppeldinu. Þjóðfélagið hefir of mikla þörf fyrir vit og vinnukraft til þess að nokkru af þvi 8é á glæ kastað af hirðuleysi. Vit og hreysti hinna komandi kyn- slóða byggist á viti og hreysti þeirra, gem á undan eru gengnar. »Hvert barn er að minsta kosti þús- und ára gamalt« segir enska skáldið Emerson. Með því að herða hina lingerðu stofna, sem nú eru að vaxa, leggjum við drögin fyrir hreysti óbornra íslendinga. Heill hinna komandi kynslóða byggist á börn- unum, sem nú er verið að gera að mönnum. Hvað er gert til þess, að íslenzka þjóðin verði liraust og harðger? Ekkert. Þjóðin stendur á gömlum merg, sem vesalbornir niðjar kasta á glæ smátt og smátt. Það, sem þjóðin þarfnast, er hraust börn. Vitið fiýr ekki lireystina. Grikkir hafa komist lengst í listum og vísindum enda hafa þeir líka komist lengst í líkamsrækt. Munið, að það er undir börnunum komið, sem nú eru að vaxa, hvort þjóðin tekur næstu skrefin afturábak eða áfram. Þeir sem hugsa um börnin vinna að heill þjóðarinnar. B — n — Ó. Langlífi. Læknir nokkur í Bandarikjunum hef- ir nýlega átt tal við yíir hundrað menn, sem náð hafa sérstaklega háum aldri. Flestir þessara manna höfðu stundað úti-vinuu. Mjög fáir neyttu átengra drykkja, tóbaks eða kaffi. Þeir höfðu notað mjög lítið af meðulum um æfina. Flestir voru mjög léttlyndir, kvört- uðu lítið og hlógu oft. Allir liöfðu þeir unnið frá blautu barnsbeini. Enginn þeirra var feitur. Feitt fólk verður sjaldan mjög aldrað. Allir voru þeir mestu svefnpurkur. Þeir fóru snennna að hátta og risu árla úr rekkju. Allir voru þeir hófsamir á mat. — Að eta eins og menn vilja og það sem menn vilja getur verið skemtilegt, en það lof-

x

Sumarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumarblaðið
https://timarit.is/publication/535

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.