Sumarblaðið - 17.06.1916, Blaðsíða 11

Sumarblaðið - 17.06.1916, Blaðsíða 11
SUMARBLAÐID 13 Hreysti. Það var sagt um Gunnar á Hlíðar- enda að hann brygði sér hvorki við sár né bana. Eg hefi heyrt mörg vesalmenni minn- ast á, að slíkt mundi orðum aukið, þótt Gunnar hafi hraustur verið. Þeir sem blauðir eru geta ekki sett sig í spor þeirra manna, sem hugrakkir eru og harðgeðja. Þegar Skarphéðinn fannst eftir brenn- una sást að hann hafði bitið á kampinn og brugðið sér ekki meðan undan hon- um brunnu fæturnir. í Stiklastaðaorustu var Þormóðr Kol- brúnarskáld skotinn ör til ólifis. Einn af læknunum sem hjúkra átti særðum mönnum, gat ekki tekið örina úr sár- inu. Þá sagði Þormóður að skera skyldi í kring um hana. Svo var gert. Hann kipti sjálfur út örinni og komu út tág- ar af hjartanu. Hann leit á það og sagði: Vel hefir konungurinn alið oss; feitt er mér um hjartaræturnar. Síðan hné hann aftur og var þá dauður. Þetta var hraustlega mælt. Nú á timum mundu menn hafa borið sig báglega og grátið hátt. Einu sinni bar svo við að eldurinn kulnaði hjá Gretti i Drangey. Hann hafði enga fleytu og varð því að synda til lands. Það var vika sjávar. Eftir sögunni að dæma virtist hann lítið das- aður morguninn eftir. Nú má minna muna. Falli maður i sjóinn og vökni milli hæls og hnakka þá fara að glamra í honum tennurnar og daginn eftir legst hann í lungnabólgu. Slikt er háskaleg vesalmenska. En það er ekki nema eðlilegt, að þeim mönn- um finnist Ægir kaldhentur, sem aldrei hafa í kalt vatn komið alla æfiiia. Ekki er að furða þótt limirnir skjálfi sem aldrei hafa úr fötunum farið. Þftð er ilt til þess að vita að menn hugsa ekki meira fyrir heilsu sinni en einhverjum hlut, sem þeim er ekkert viðkomandi. Það eru ekki aðeins stoð- irnar undir þeirra eigin heilsu, sem þeir eru að brenna, það er einnig hreysti þjóðarinnar sem þeir troða undir fótum. Af vesalmennum fæðast vesalmenni. Þeir gefa sýkt korn í þjóðarmælirinn. Þeir láta eftir sig veikburða niðja, sem halda áfram að riðja vesalmeDskunni til rúms. Menn vanrækja líkama sinn og láta alt annað sitja í fyrirrúmi. Fólkið klifur þrítugan hamarinn til þess að opna vegi vizkunnar fyrir börn- um sínum, en hoifir með blindum aug- um á að þau líkamlega visna upp og missa allan starfsþrótt. Menn þykjast öllum fótum i jötu standa ef þeir fá hlúð að hinum andlega þroska. En þeir gleyma því, að í veikburða og þróttvana líkama fær ekkert andlegt líf þrifist. Nú eru af þeir tímar, er sá þótti ágæt- astur, sem hraustastur var. Þá var tal- inn heiður að geta goldið högg með höggi. Nú bjóða menn fram vinstri kinnina þegar sú hægri er slegin. Áður riðu hetjur um héruð og báru hátt gullrekin spjót. Nú lúta menn lágt og blessa óvini sína. Er þetta ekki framför? Svo munu fiestir ætla. Áður skipaði drengskapur og hug- rekki öndvegið. Nú er lítilmenska og kveifarskapur korninn í staðinn. Áður voru menn hraustir og harðir. Nú eru menn lingerðir og liggur ofarlega kveif- arskapurinn i þeim fiestum. Heigulsháttur og kveifarskapur verð- ur að hverfa á braut. Það á að útrýma því sýkta og lingerða en opna dyrnar á gátt fyrir öllu, sem liraust er og lieil- brigt. Þeir, sem bestum kostum eru búnir, sigra og lifa. Hálcon.

x

Sumarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumarblaðið
https://timarit.is/publication/535

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.