Sumarliljan - 01.06.1919, Side 5
SUMARLILJAN.
3
kringja breska herdeild í Mefeking,
sem er lítið þorp og stendur á einni
af hinum stóru hásléttum Suður-Af-
ríku. Það voru alls 700 enskir her-
menn, sem þarna voru króaðir inni
ásamt 8000 íbúum, sem flest var kon-
ur og börn, svo nærri getur að eigi
var miklu til að dreifa á móti Búum,
er um þorpið settust með ofurefli
liðs, því það hafði töluvert mikla
hernaðarlega þýðingu fyrir Búaher-
inn að ná því á sitt vald. Og
700 hermenn á mílulöngu svæði
var ekki þéttskipuð varnarlína. Rað
leið heldur eigi á löngu þar til að
skörð fóru að koma í hana. Dag
frá degi fjölgaði þeim, er féllu og
særðust. Englendingarnir biðu og
vonuðu að þeim kæmi hjálp, en
hún kom eigi. Engir voru til Iengur
er gætu komið í stað þeirra er féllu
og útlitið var hið versta. Af og til
komu sendiboðar frá Búum, með á-
skorun til höfuðsmannsins að gefast
upp og eftir hverja neitun hertu Bú-
ar á umsókninni. F*á kom höfuðs-
manninum (Sir Baden Powell, þá ó-
berst) gott ráð til hugar. Hann
safnaði saman í eina sveit öllum
drengjum úr bænum, lét þá fá
einkennisbúning (Skátabúninginn, sem
nú er), hélt með þeim æfingar,
kendi þeim að njósna, hjúkra særð-
um og margt fleira. Eftir dálítinn
tíma gátu drengirnir farið að koma
í stað hinna föllnu. Peir voru al-
staðar: Efst uppi í háum trjám á
verði. Smádeildir smugu í grasinu
alveg að virkjum Búanna, þeir þeystu
á reiðhjólum í skothríðinni, með
skilaboð milli virkjanna. Pessi hug-
rakka og karlinannlega framkoma
þeirra vakti aðdáun allra, og þeir áttu
ekki minstan þátt í því, að Mefeking
varðist svo frækilega þar til eftir marga
mánuði að liðstyrkur Ioksins kom frá
Bretum.
Höfuðsmaðurinn stöðvaði einn dag
12 ára gamlan dreng, sem kom á
reiðhjóli í þéttri hríð af sprengikúl-
um, er rifu og tættu upp veginn
kringum hann, kallaði til hans og
mælti: »Drengur, þú verður skotinn
til bana, þá og þegar, ef þú ekki
heldur kyrru fyrir meðan slík skot-
demba líður hjá. Drengurinn stökk
rösklega af hjólinu og svaraði: Nei,
herra höfuðsmaður, eg fer svo hart
að enginn getur hæft mig.«
Drengir þessir hirtu yfirleitt ekki
um hættur, en voru æ reiðubúnir að
gjöra það gagn, sem þeir gátu fyrir
land sitt, jafnvel þó um lífið væri
að tefla. Peir voru ekki einungis
röskir drengir, þeir voru menn i orðs-
ins fylsta skilningi.
Drengirnir lærðu að rata ókunna
vegi, bæði á nóttu og degi, að átta
sig eftir sól og stjörnum, þekkja á
áttavita og nota uppdrætti. Péir
urðu að vera syntir sem selir, kunna
að nota vel augu og eyru svo ekk-
ert færi óathugað fram hjá þeim.
Peir elduðu og tilreiddu mat sinn
sjálfir og hirtu um sig að öllu leyti.
Powell kallaði þessa drengjasveit sína
Scouts (njósnara.) Að stríðinu loknu
fengu þeir allir heiðursmerki fyrir