Sumarliljan - 01.06.1919, Blaðsíða 18

Sumarliljan - 01.06.1919, Blaðsíða 18
16 SUMARLÍLJAN. Skátasöngur. Lag: Af stað burt l fjarlœgð . . . Fram Skátaflokkur! Fram á hciðardal. Sko! fylkingin okkar er broshýrt drengjaval. Vor œskustund er indæl, björt og hlý, þá óspilt leikur gleðin sér hjörtum l. Hve indælt er veðrið! Nú bíikat sólin blið á bláhnjúkum háum og gyllir fjallahlið. Húrra, hæ! Nú höldum við á braut, og hopa skuíum eigi þótt mæti oss þraut. * • * Vor fáni er hafinn nú förum við á stað i ferðalag lífsins, þá takmark vort sé það: að glæða alt, sem gott er hjá oss sáð, og gefast eigi upp fyr en höfn er náð. Skáti. Hitt og þetta, Skrítlur. Frúin: »Eruð þér viss um að engar bakteríur séu í mjólkinni?« Mjólkurdrengurinn: »Já það er áreiðanlegt þvi við sjóðum altaf vatnið áðurenvið látum það saman við hana.« Undirforinginn (við nýliða): »Þeg- ar eg segi: „stans" þá Jyftið þið þeim fæti sem þið standið á, upp til þess sem á lofti er og standið þannig grafkyrrir. Skiljið þið?« Herlæknirinn: »Stamið þér altaf svona, herra liðsforingi?* Liðsforinginn: »N—n—nei, h — herra doktor, a—a—aðeins þegar eg t— ta—Ia.* Spakmæli. Byrjirðu á engu geturðu aldrei neitt. 1 mínúta á dag eru 6 stundir á ári. Vinur ætti að bera hönd fyrir höfuð vinar síns. Það mótdræga verður léttbært við hluttekningu. Treystu mest á guð og sjálfan þig. Það eru margir, sem hrópa hátt á drottinn. Þeir gæta þess eigi, að hann er altaf við hlið þeirra. Dagurinn í dag er vor, en hver getur sagt, að dagurinn á morgun tiiheyri oss.

x

Sumarliljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumarliljan
https://timarit.is/publication/537

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.