Sumarliljan - 01.06.1919, Blaðsíða 6

Sumarliljan - 01.06.1919, Blaðsíða 6
4 SumarlílJáR hina ágætu og hreystilegu frammi- stöðu sína. Poweli kallaði drengjafélag það, sem hann stofnaði á Englandi 7 árum síðar, eftir þessum ágætu drengjum, sem hann hafði kynst í stríðinu, svo af þeim dregur Skátareglan nafn sitt. í stríðinu mikla hafa þeir í ófrið- arlöndunum verið látnir gegna varð- skyldu heima fyrir, svo tugum þús- undaskiftir, og í stórborgunum til að- stoðar lögreglunni. Pjóðverjar höfðu frá 10—20 Skáta með hverri her- deild, sem boðbera, til ýmislegra smá- vika og athugasemda. Drengirnir hafa staðið sig vel og énginn banda- maður kvað hafa haft hendur í hári þeirra. Aftur á móti náðu Þjóðver- jar einum frönskum Skáta, en sem með engu móti vildi gefa nokkrar upplýsingar um landa sina, og skutu þá Þjóðverjar hann. í útlendum blöð- um er mynd af þessum atburði. Skát- inn stendur teinréttur með bundið fyrir augun. 6 hermenn miða á hann byssum sínum. Enn einu sinni er honum gefinn kostur á að sleppa, ef hann aðeins segi fáein orð, en Skátinn er trúr og þekkir skyldu sína. Skotin ríða af, hann fellur og Þjóð- verjar eru engu nær. Vertu bltður og þolinmóður og lœrðu að stjórna sjálfum þér. Minstu þess, að hversu dýrmcet sem talsgáfan er, er þögnin þó oft ennþá dýrmætari. Hljóðpípan dvergsins. (Æfintýri.) »Húrra! Loksins hefi eg lokið við þessar leiðinlegu »lexíur«,« hrópaði Tunii litli um leið og hann ýtti frá sér bókunum og fleygði stílabókinni ofan í skrifborðið. 1 dag hafði honum gengið ver að læra en nokkru sinni áður og stílabókin hans var full með blek- klessur. Jafnvel þolinmæði mömmu hans hafði verið nóg boðið. Henni hafði fundist óþolandi að sitja með ’honum í kenslutímanum, og eins oft og Tuma hafði henni verið litið á klukkuna til að gæta að, hvort tíman- um væri eigi lokið. En hve lengi sem tíminn er að líða, endar hann þó að lokum, og nú var Tumi laus. — »Vertu sæl mamma,« og í einu vetfangi var hann kominn út úr stofunni og út í garðinn. í einu garðshorninu átti hann sjálf- ur ofurlítinn afgirtan blett, og hann ætlaði nú að vita hvort hann fyndi þar eigi fallegt blóm handa mömmu sinni, til að bæta fyrir leiðinlegu tím- ara, er hann hafði ollað henni. í því að hann hljóp yfir dálítinn grasblelt, sá hann eitthvað glampa í grasinu. Hann beygði sig niður og tók upp ofurlitla silfur-hljóðpípu, er hann hafði fundið. »Þetta skal eg geta niömmu svo hún geti skreytt úrfestina sína með því,« hugsaði hann, »en ætli þetta

x

Sumarliljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumarliljan
https://timarit.is/publication/537

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.