Sumarliljan

Árgangur
Útgáva

Sumarliljan - 01.06.1919, Síða 18

Sumarliljan - 01.06.1919, Síða 18
16 SUMARLÍLJAN. Skátasöngur. Lag: Af stað burt l fjarlœgð . . . Fram Skátaflokkur! Fram á hciðardal. Sko! fylkingin okkar er broshýrt drengjaval. Vor œskustund er indæl, björt og hlý, þá óspilt leikur gleðin sér hjörtum l. Hve indælt er veðrið! Nú bíikat sólin blið á bláhnjúkum háum og gyllir fjallahlið. Húrra, hæ! Nú höldum við á braut, og hopa skuíum eigi þótt mæti oss þraut. * • * Vor fáni er hafinn nú förum við á stað i ferðalag lífsins, þá takmark vort sé það: að glæða alt, sem gott er hjá oss sáð, og gefast eigi upp fyr en höfn er náð. Skáti. Hitt og þetta, Skrítlur. Frúin: »Eruð þér viss um að engar bakteríur séu í mjólkinni?« Mjólkurdrengurinn: »Já það er áreiðanlegt þvi við sjóðum altaf vatnið áðurenvið látum það saman við hana.« Undirforinginn (við nýliða): »Þeg- ar eg segi: „stans" þá Jyftið þið þeim fæti sem þið standið á, upp til þess sem á lofti er og standið þannig grafkyrrir. Skiljið þið?« Herlæknirinn: »Stamið þér altaf svona, herra liðsforingi?* Liðsforinginn: »N—n—nei, h — herra doktor, a—a—aðeins þegar eg t— ta—Ia.* Spakmæli. Byrjirðu á engu geturðu aldrei neitt. 1 mínúta á dag eru 6 stundir á ári. Vinur ætti að bera hönd fyrir höfuð vinar síns. Það mótdræga verður léttbært við hluttekningu. Treystu mest á guð og sjálfan þig. Það eru margir, sem hrópa hátt á drottinn. Þeir gæta þess eigi, að hann er altaf við hlið þeirra. Dagurinn í dag er vor, en hver getur sagt, að dagurinn á morgun tiiheyri oss.

x

Sumarliljan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumarliljan
https://timarit.is/publication/537

Link til dette eksemplar: 1. Tölublað (01.06.1919)
https://timarit.is/issue/311876

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. Tölublað (01.06.1919)

Gongd: