Sumarliljan - 01.06.1919, Blaðsíða 9
SUMARLILJAN. 7
vorra, er sundið ætíð talið sem ein
hin mesta, næst vígfimi. Við hirðir
fornkonunganna var sund mjög þreytt
og var sá í hávegum hafður, er fram
úr skaraði. Óiafur Tryggvason Nor-
vegskonungur var sundmaður með
afbrigðum. Við hann þreytti Kjart-
an Ólafsson þá er hann fór utan og
var mjög jafnt um þá. Ekkert smá-
ræðis sund var það heldur er Grettir
svam til að sækja eld, frá Drangey
til lands, sem er rúm vika sjávar.
Myndi sá maður, er eigi var sundfær
varla talinn hafa verið maður með
mönnum í þá daga. Einnigmá sjá að
konur eigi síður lögðu stund á sund,
og mun það lengi í minnum haft,
er Helga kona Harðar Hólmverja-
kappa, synti frá Geirshólmi í land
með tvo sonu sína. —Myndu marg-
ar konur nú á dögum leika það eftir?
Sundlistinni hefir afarmikið hnign-
að síðan á þeim dögum, þó nú
undir það síðasta sé að lifna yfir
henni.
Við Skátarnir þurfum að iðka
þessa fögru og heilnæmu íþrótt af
kappi. — Eigum við ekki að byrja
með áhuga í sumar?
Heill sundlistinni!
-*#*•*§*-
Veríu hugrakkur, trúr og segðu
aldrei ósatt.
Bíð þú eigi eftir þvi að þú sért
beðinn að gjöra gotl.
Skáti gengur glaður mót hverri
Geislar.
Sólar-geisli, sveitir kærar
signdu helgum töfrastaf.
Fjallalindir fagurtærar
faðma, — breyt í geislahaf.
Vonar-geisli, vermdu hjarta,
vorsál, æsku sérhvers manns.
Ljós og gleði láttu bjarta
lífs á vegum mynda krans.
Kœrleiks-geisli, klakann þíddu,
kystu á vorin blómin smá.
Barnsins hjarta birtu skrýddu,
bljúga trú því vektu hjá.
Sigur-geisli, sálir veikar
sveipa í þitt Ijósaskraut,
svo í stríði standi keikar.
Styð þær lífs á hállri braut.
Gleði-geisli, ætíð ertu,
æskulýðsins dýrsta hnoss.
Skjöldur okkar vona vertu,
vara þinna gef oss koss.
Ljóssins-geisli, lýstu veginn:
langa, hulda, tímansbraut.
Sýnd’ oss ætíð sólarmegin,
sorgir lífs og hverja þraut.
St. Sig.
Ein klukkustand í vondum félags-
skap er stórt skref til glötunar.