Sumarliljan - 01.06.1919, Qupperneq 14
12
SUMARLILJ AN.
iiiiiiiiitiiiiiimiiiiniiiiini
innnnnnnni............nnnnnnnn....................................
óákveðna lyndiseinkunn. Andlitsfaliið
er oftast það, sem mest er farandi
eftir, en hér er ekki rúm til að út-
skýra það. Reynið sjálf við þann
næsta, sem þið sjáið.
(Að mestu Ieyti þýtt.)
SKÁTAR.
Hverjir eru þeir eiginlega þessir Skát-
ar? spyrja menn. Jú, það eru drengir,
sem ganga í fylkingum um göturnar og
eru í einkennisbúningum. Meira vita
fæstir. En þetta er ekki nóg. Því að í
raun og veru eru Skátarnir drengir, sem
alstaðar eiga að koma fram til gagns og
góðs. Þeir ganga f einkennisbúningum
til að fólk geti þekt þá, og snúið sér til
þeirra, ef þarf. En til að geta gert
verulegt gagn, þurfa skátarnir að kunna
dálítið. í flestum Skátafélögum eru tekin
tvö próf, minna og ’meira próf. Undir
minna próf þarf að læra dálítið: fyrst í
hjálp, ef slys verða, sporrekstri og eftir-
tekt, að kveikja eld með aðeins tveimur
eldspítum, kunna að élda hafragraut, te
eða cacaó kunna Skátalögin og merkin,
geta hlaupið 2000 m. á 12 mín., eiga 50
au. í sparibauknum og hafa verið mán-
uð í félaginu.
Eftir þetta próf fær Skátinn borða á
vinstri handlegginn með áletran: Vertu
viðbúinn. Þá er hann annarsflokks-Skáti
Aðeins annarsflokks-Skátar fá að taka
meira próf. Þar þarf að geta: synt 100
m. eða hlaupið 2000 á 8 mín; sent og
tekið á móti með einu flaggi, eftir Morse-
stafrofi og tveimur flöggum orðsend-
ingu með 16 stafa hraða á' mínútu,
fara tvær mílur gangandi eða ríðandi og
gefa nákvæmar skýrslur um leiðina, sagt
hvernig skuli haga sér við allskonar slys
búið til tvo rétti matar. Auk þess þarf
hann að að eiga 1 kr. í sparibauknum,
Hafa koinið með einn nýliða í félagið
og kent honum lögin og fl. Þá verður
hann fyrstaflokks-Skáti og fær alt skjald-
armerkið. Flokksforingjar bera þetta
skjaldarmerki á hattinum.
Enn meiri kunnáttu og merkja geta
Skátarnir aflað sér innan félagsins, og
er það full kunnátta i ýmsum greinum
svo sem:
Hjálp i viðlögum:
Fyrsta hjálp, stöðva blóðrás,
binda um sár og beinbrot,
bera særðan, búa um hann
þar til næst í lækni.
Byggingarmerki:
Fyrir handlagni í hverju
setn að hagleik og smíði
lýtur, svo sem eftirlíkingar á
húsum, skipum, brúm o. fl.
Skotmerki:
Hæfa skotspón á 20—100
metra færi og dæma um
fjarlægð á 50—60 m. með
minna en 15°/o skekkju.
Vopnamerki:
Kunna að berjast með
stöfunum, hnefaleik, glímur
og skylmingar.
Flaggamerki:
Senda og taka á móti með
Morseflaggi eða rauðu og
hvítu ineð 24 -stafa hraða á
mín. Sendaoglesaljósmerki.
Vegvísaramerki:
Þekkja helstu staði og
byggingar, þar sem hann á
heima á */■> mílu hringsvæði
og kunna draga uppdrátt af
landiuuogvegum með ‘/ioooo.
Sjómannsmerki:
Hnýta alla venjulegahnúta
í myrkri. Róa, seglbúa,
stýra bát, nota sjóupp-
drátt, þekkja á áttavita. Stýra
eftir sól og stjörnitm. Segja
um