Væringinn - 07.03.1938, Blaðsíða 3
VÆ RINGINN
Mánudaginn 7. marz 1938.
Viðtalo
(Einn af blaðamönnum þessa blaðs fór á
fund prófessors Hugsan, hins inikla fræði-
manns, til þess að bafa tal af lionum, og fer
hér á eftir frásögn iians).
Vér hringjum lieim til prófessorsins með
það fyrir augum, að fá viðtalstima bjá honum.
Þjónustustúlka, — þvi prófessorinn er ókvænt-
ur, — kemur í simann.
„Er prófessorinn beima?“ spyrjum vér.
„Augnablik, ég skal gá.“
Litlu seinna kemur karlmaður i símann.
Röddin er mjúk og viðfeldin, en nokkuð ó-
styrk og ber það með sér, að hlutaðeigandi
er annars bugar, — utan við sig.
„Halló, er það prófessorinn?“ spyrjum vér,
þó vér séum nokkuð vissir um að svo sé.
„Prófessor, — nei, hér er enginn prófessor.“
Það er undrunarhreimur í röddinni.
Vér verðum meira en lítið bissa, en segjum
þó i afsökunarrómi: „Á? — fyrirgefið þér, —
en á ekki prófessor Hugsan lieima þarna?“
„Ha, — hver, — æ-jú. Það er lika alveg
satt; ég var nú rétt búinn að gleyma því!“
„Já, þelta er blaðið „Væringinn“. Haldið þér,
að þér vilduð leyfa oss að tala við prófess-
orinn?“
,Jú, gjörið þér svo vel, þetta er hann.“
Oss rekur aftur i rogastanz, en látum þó
á engu bera. „Komið þér sælir, j)rófessor. Vér
ætluðum að spyrja, livort þér gætuð ekki veitt
oss viðtal, sem fyrst?“ — — Ekkert svar. —
„Halló, prófessor!!“
„Ha, — já, viðtalstíma, jú, ætli það ekki.
Gætuð þér ekki komið klukkan 4 í gær, þá
hafði ég ekkert að gera. — Já, — nei, — það
er lika satt — i gær var í gær —, fyrirgefið
þér. Getið þér þá komið í kvöld klukkan 0.
Ég get því miður ekki veitt vður langan tíma,
— ckki nema svo sem 5 daga, því að ég er
að vinna að ritgerð, sem á að vera búin eft-
ir 5 mínútur,-------en þá skuluð þér bara
koma,“ segir prófessorinn og er liinn alúð-
legasti.
„Þakka yður fyrir, prófessor, og verið þér
nú sælir “
„Sjálfsagt, góði minn, ég skal hafa yður
í hyggju.“
Vér leggjum heyrnartólið á og hugsum með
oss: „Prófessorinn virðist vera dálítið utan við
sig.“ (Vér höfðum sem sé ekki liaft tal af
prófessornum áður, svo að vér urðum hissa
á hinum og þessum tilsvörum lians).
Kl. 6 á slaginu hringjum vér dyrabjöllunni
bjá prófessor Hugsan. Þjónustustúlka lýkur
upp og vísar oss inn í lestrarstofu prófessors-
ins. Þar situr maður önnum kafinn við skrift-
ir, og verður vor ekki var. Vér ræskjum oss
— ofurkurteislega — og maðurinn lítur upp.
Hann er frekar grannur og óásjálegur, grá-
hærður og skegglaus, með gullspangargler-
augu, sem sitja fremst á nefinu.
„Prófessor Hugsan?“ segjum vér spyrjandi
og hneigjum oss. —
„Já, einmitt! — Gleður mig mikið. Gjörið
þér svo vel, að fá yður sæti, prófessor. Hvað
get ég gert fyrir yður?“
Prófessorinn er hinn alúðlegasti, en Iiefir
auðsjáanlega misskilið orð vor, svo vér lend-
um í verstu klípu, en stömum þó hikandi:
„Vér áttum við, hvort þér væruð ekki pró-
fessor Hugsan.“
„IJa! — jú, — hvernig læt ég, — auðvitað!
Fyrirgefið þér; ég misskildi yður víst.“
Vér brosum góðlátlega og segjum: „Þér
lofuðuð blaðinu „Væringinn“ viðtali nú kl. 6.“
„Jú, — jú, — alveg rélt, — gjörið svo vel
að visa því inn.“
Vér höfum vist orðið dálítið sauðarlegir á
svip, því að prófessorinn segir liikandi: „Sögð-