Þjóðmál - 01.07.1972, Qupperneq 3

Þjóðmál - 01.07.1972, Qupperneq 3
JÚLl 172 ÞJÓÐMÁL 3 HléÍMnöl Blað Frjálslyndra og vinstrimanna Vestmannaeyjum. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Bragi Jósepsson. Afgreiðsla: Kirkjuvegi 15, Vestmannaeyjum. Bréf og annað efni má einnig senda að Skipasundi 72, Reykjavik. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Efnahagsmálin f alþingiskosningunum í fyrra féll ríkisstjórn, sem þjóðin var orðin hundleið á. Þessi ríkisstjórn var orðin svo þekkt fyrir aðgerðarleysi að fólk var farið að óska eftir breytingum, þó ekki væri nema til þess að losna undan þeirri yfirþyrmandi stöðnun og andlegu flatneskju, sem einkenndi tilveru þessarar stjórnar, sem kenndi sig við viðreisn, hvernig sem það má vera. íhaldspressan hefur stöðugt hamrað á því, að vinstri stjórn- in hafi tekið við góðu búi, en nú sé þessi stjórn búin að koma efnahagsmálunum í kaldakol. Hver sanngjarn og hugsandi maður veit að ástandið í íslenzkum efnahagsmálum er djúp- stætt og langrænt. Þjóðin hefur barizt við sömu sjúkdómsein- kenni í efnahagsmálum allt frá því eftir lok síðari heimsstyrj- aldar, og hefur ekkert við ráðið. Þetta veit þjóðin öll, og mun því ekki taka mark á léttúðarhjali íhaldspressunnar, enda hefur hún af litlu að státa í þessum efnum. Hitt er svo annað mál, að fyrir löngu er orðið tímabært að gera róttækar aðgerðir til þess að koma á jafnvægi í efna- hagsmálum. í þvi máli er nauðsynlegt, að þjóðin sé samstillt og að stjórnmálaflokkarnir, bæði stjórn og stjórnarandstaða, taki á þessu máli af festu og alvöru. Utanríkismálin Stjórnarandstaðan hefur af mikilli léttúð rætt um þann ágreining, sem vitað var að ríkti meðal stuðningsflokka ríkis- stjórnarinnar um tvö mikilvæg utanríkismál, þ.e.a.s. hervernd- arsamninginn við Bandarikin og aðild íslands að NATO. Slík afstaða gagnvart jafn alvarlegum ágreiningsmálum, í lýðræð- isþjóðfélagi, er sízt til þess fallin að stuðla að viðunandi lausn þessara mála. Utanríkisráðherra, Einar Ágústsson, hefur af mikilli festu og einurð haft forystu um að Island tæki upp nýja, sjálfstæða og heilbrigða utanríkisstefnu. Þetta hefur verið erfitt verk þvi ofbeldisöflin bæði til hægri og vinstri (og reyni nú hver að þekkja sína í íslenzkri pólitík) hafa rótað upp slíku moldviðri blekkinga, lyga og hártogana að hinn almenni borgari á mjög erfitt með að átta sig á hinu raunverulega ástandi. Óhætt er að fullyrða að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar óskar eftir vinsamlegum samskiptum við Bandaríkin. Þá er það einnig staðreynd, að seta bandarísks hers á íslandi hefur staðið mjög í vegi fyrir þeim vinsamlegu samskiptum, sem þjóðin kysi gagnvart Bandarikjunum. Morgunblaðið hefur um langt skeið haft forystu fyrir þeim mönnum, sem telja nauðsynlegt að hafa erlendan her á íslandi og að ísland sé aðili að NATO. Við sem teljum þessa stefnu alranga gerum okkur, eigi að síður, Ijóst að í lýðræðisþjóð • félagi mega stjórnarvöld ekki falla í þá freistni, að knýja fram aðgerðir, sem kunna að vera í andstöðu við vilja mikils meiri- hluta þjóðarinnar. Það er mikið óhapp fyrir íslenzka friðarsinna og andstæð- inga hernaðarbandalaga hve mjög óábyrgur kommúnistalýður hefur sett svip sinn á alla baráttu gegn her á íslandi og fyrir úrsögn úr NATO. Hugmyndafræðingar, sem ekki aðhyllast grundvallarsjónarmið lýðræðisins verða því ekki teknir alvar- lega þegajr um frelsi og sálfstæði þjóðarinnar er að ræða. Með tilliti til þess, sem að framan hefur verið sagt ættu allir lýðræðissinnar á íslandi að vera sammála um að láta annað- livort fara fram könnun á afstöðu þjóðarinnar til þessara tveggja mikilvægu ágreiningsmála eða samþykkja framkvæmd Þjóðaratkvæðagreiðslu. í stjórnarsáttmálanum var ákveðið að ísland skyldi vera afram í NATO en herverndarsamningurinn skyldi endurskoð- aður. Hver svo sem afstaða okkar til þessara mála kann að vera ber okkur skylda til að virða skuldbindingar okkar við aðrar þjóðir og leitast við að framfylgja þeirri stefnu, sem bezt samrýmist vilja þóðarinnar, réttlætiskennd og dómgreind. Sameiningarmálið Framkvæmdastóri SFV, Halldór S. Magnússon, ræðir um sameiningarmálið á öðrum stað í blaðinu. Hér er um stórmál að ræða fyrir alla þá, sem fylgja vilja róttækri umbótastefnu í anda sósíalisma og lýðræðis. Páll Líndal, borgarlögmaður: GILDI SKIPULAGS í NÚTÍMAÞJÓÐFÉLAGI Fá mál skipta framtíðina meira en skynsamleg meðferð skipu- lagsmáia. Mistök á flestum svið- nm hverfa sem betur fer í gleymskunnar djúp. Það á þó ekki við um skipulagsmistök. Þau geta skapað leiðindi, vand- rasði og ofdega stórfellt efna- hagslegt og menningarlegt tjón, sem seint eða aldrei verður bætt. Ef stjórnendur borga og bæja ætm þess kost að leiðrétta mis- tök liðinna áratuga eða alda, er ég ekki í vafa um, að margir þeirra, jafnvel flestir, vildu fram- ar öllu eiga þess kost að leið- rétta það, sem miður hefur farið í skipulagsmálum. Fátt er þró- uninni jafn mikill fjötur um fót, fátt er erfiðara að leiðrétta og bæta úr en það, sem mistekizt hefur í skipulagsmálum. Á hinn bóginn er fátt jafn mikils virði og fyrirhyggja, sem höfð hefur verið við gerð skipulags. Gott skipulag er ekki aðeins fjárhags- Iegt og stjórnunarlegt hnoss, heldur menningarlegt og mann- eskjulegt verðmæti ,sem aldrei verður ofmetið. Þáttur almeimings Þetta hlýtur að Ieggja miklat skyldur á þá, sem að skipulags- málum vinna. Það hlýtur að skapa hinu opinbera miklat skyldur til að búa sem bezt að skipulagsmálum. Það hlýtur að valda því, að gera verði þær kröfur til almennings, að hann sinni skipulagsmálum, gagnrýni það sem miður fer — það soend- ur vissulega ekki á því, þó að sjaldan sé það gagnrýnt, sem meginmáli skiptir, — og veiti því stuðning, sem þess er virði. Við höfum verið ærið tóm- lát um þessi mál. Umræður um skipulagsmál virðast helzt snú- ast um mistök liðins tíma, en miklu síður um markmið og leiðir. Tengslin við almenning hafa verið mjög lítið rækt, fræðsla um þau og kynning skipulagshugmynda og skipulags- tillagna er öll í molum. Hér þarf úr að bæta. Það er sjálfsagt að gera sér grein fyrir mistökunum, en almennt tal um þau bætir lítið, nema það verði til þess að menn Iæri af þeim og láti einsk- is ófreistað til að gera betur, þannig að síður verði hætt við, að sagan endurtaki sig. Hér þurfa allir að leggjast á eina sveif, bæði opinberir aðilar og einka- aðilar. S^inulacjsskylda Eins og kunnugt er, tekur skipulagsskylda nú nær eingöngu til bæja og þorpa, alls 92 staða Að flatarmáli eru þessir staðir aðeins brot af flatarmáli lands- ins alls. Þegar staður verður skipuLagsskyldur, er það yfLrleitt vegna þess, að þar er risin ein- hver byggð, og ofdega hafa Höfundur þessarar grernar hefur, á undanförnum árum, lagt sig mjög fram um að vekja áhuga og athygli aJmennings á sldpulags- málum og gildi þeirra fyrir framtíö þjóðarinnar. Nú stendur yfir endurskoöun Grunnskólafrumvarpsins svonefnda, en Páli t4ndal á sæti í nefnd þeirri, sem hefu það verk mcð höndum. Því hefur oft verið haldið fram að íslenzka skólakerfið sé slitið úr tengslum við atvinnulífið og að félagslegar og efnahagslegar aðstæður hinna ýmsu byggðarlaga séu ekki teknar fyllilega til greina þegar til framkvæmdanna kemur. Það er því fyllsta ástæða til að vænta skynsamlegra lagfæringa á Grunnskólafrumvarpinu, sérstaklega að því er varðar almennt skipulag í fræðsluumdæmum og bygg- ingu fræðslustjómarkerfisins. — Ritstjári fremur tilviljanir en skipulags- sjónarmið ráðið staðarvali og staðsetningu mannvirkja. Reynsl- an sýnir, að oft hefur óhöndug- Iega til tekizt, en hins vegar erfitt úr að bæta. Notkun lands Þetta er þó ekki þungt á met- um samanborið við það handa- hóf og tilviljanir sem oft ráða því, hvernig landsnotkun verð- ur. Vakin hefur verið athygji á því, m. a. á ráðstefnu, sem Sam- band ísl. sveitarfélaga gekkst fyr- ir, að gróðurlendi landsins er á stórum svæðum mikill háski bú- inn vegna ofbeitar á sama tíma og aðrir hlutar Iandsins eru eng- an veginn fullnýttir. Staðsetning mikils háttar mannvirkja virðist ætla að verða stöðugt deiluefni. Skipulagslaus bygging siunarbú- staða er þegar farin að skapa mikil vandamál, sem fara vafa- laust hraðvaxandi á næstu árum, ef ekki verður tekið í taumana. Tillögur koma fram um stofnun fólkvanga, sem taka yfir mikið svæði. AIIs konar mannvirkjum meira og minna varanlegum er dengt niður, þar sem sízt skyldL Svona mætti lengi telja. Það er Framhald á 6. síðu. Steinunn Finnbogadóttir: LÝÐRÆÐI í ÓGÖNGUM Stcinunn Finnbogadóttir á sæti í borgarstjórn Reykjavíkur, sem fulltrúi Samtaka frjálslyndra í Reykjavík. A þeim tveim árum síðan hún var kosin borgarfulltrúi, hefur hún látið mikið að sér kveða í málefnum borgarinnar og fyrst og fremst í félags- og hedl- brigðismáium. Áhugi hennar nær yfir breitt svið eins og þcssi grein ber með sér. — Ritstjóri íslenzka þjóðin ann lýðræði, hún vill og telur sig búa við lýð- ræðislegt skipulag. Þó er það staðreynd, að sá liluti hennar sem höfuðborgina byggir, á lýð- ræði að fagna, sem nefna mætti ranghverft lýðratði. í Reykjavík búa rúmlega 80 þúsund manns eða um 40% þjóðarinnar og er borginni stjórnað af 8 borgarfulltrúum, sem aðeins styðjast við mirrni- hluta kjósenda. Það er með öðr- um orðurn minnihluti íbúanna, sem skipar hinn allsráðandi meirihluta í borgarstjórn. Þannig er lýðræðinu komið í höfuðborg landsins. Skýringuna á þessu er m. a. að finna í stjórnkerfi borgarinn- ar. Þar hefur orðið s,órfelld stöðnun og heilbrigt lýðræðis- fyrirkomulag hefur gengið úr skorðum. Árið 1907 var ákveðið að tala bæjarfulltrúa í Reykjavík skyldi vera 15. Þessi tala hefur síðan staðið óbreytt í 65 ár þrátt fyrir það að íbúatalan hefur um það bil áttfaldazt. Þessi stöðnun leiðir til þess, sem nú er komið á daginn, að stærsti stjórnmálaflokkurinn hefur meirihluta borgarfulltrúa út á minnihluta kjósenda. Þetta er öfugþróun, sem orðið hefur til vegna þess að borgarfulltrúum hefur ekki verið fjölgað síðustu 60—70 árin. En eðlileg þróun hefði að sjálfsögðu kallað á veru- lega fjölgun fulltrúanna. Það er ekki undarlegt að stærsti stjórnmálaflokkurinn hrósi happi og fagni slíkri öfugþróun, enda er Sjálfstasðisflokkurinn til þessa mjög andvígur hvers kon- ar Ieiðréttingu á þessu misræmi. En hvað segja stjórnvöld lands- ins og þá fyrst og fremst Alþingi um Iýðræði af þessi tagi? Að- hyllast þau slíka stjórnskipan í rúmlega 80 þús. manna sveitar- félagi? f Iögum um sveitarstjórnar- Steinunn Finnbogadóttir kosningar, er svo kveðið á, að borgarfulltrúar í Reykjavík skuli eigi færri en 15 og eigi fleiri en 21. Þetta ákvæði mun hafa staðið óbreytt í nokkra tugi ára. Ennþá halda menn sér við Iág- markið og eru ástæðarnar aug- ljósar, sem sé — sérh.-.gsmunir stærsta .'jórnmálaflokksins. Hve lengi á hann einn að ráða í þess- um rr.álum? Þetta, sem hér hefur verið minnzt á, er ekki eini gallinn á hinu staðnaða stjórnkerfi R víkurborgar; ágallarnir eru marg- ir, þó þeir verði ekki raktir hér. Eitt er þó vert að minnast á til viðbótar og það er fram- kvaamdastjórnin, hún er öll í molum og raunar engin furða á, þar eð þar ríkir sama stöðnun- in og á mörgum öðrum sviðum, enda er kerfið látið standa ó- breytt áratug eftir áratug, þrátt fyrir stórfelldar breytingar á sam- félagsháttum og mikla fjölgun íbúanna. Árið 1907 var í fyrsta sinn kosinn borgarstjóri fyrir Reykja- vík. Vafalaust nægði einn borg- ai-stjóri þá, en er hugsanlegt, að það sem lientaði Reykjavík þess tíma í þessu tilliti, geri það enn í dag? Svarið hlýtur að vera neitandi. Fyrir mörgum ámm var það viðurkennt að starf borgarstjóra væri orðið einum manni ofauk- ið, því var kosið 5 manna borg- arráð. Það átti að vera bót á gamalt fat, sem sagt hið úrelta stjórnkerfi Sú ráðstöfun er einn- ig komin með olnbogana út úr — svo enn þarf að bæta. Endurskipan þessa þáttar kerf- isins, framkvæmdastjórnarinnnr, er brýn nauðsyn. en bví er ekki að leyna, að það er ástæða til að Framhald á 6. síðu

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.