Þjóðmál - 01.07.1972, Qupperneq 6

Þjóðmál - 01.07.1972, Qupperneq 6
6 ÞJÓÐMÁL 1ÚLÍ 1972 Gildi skipulags Framhald af 3. síðtu áreiðanlega skoðun margra, að hér verði breyting að koma til, og nauðsynlegt sé að hefja kerf- isbundið starf að skipulagningu landsins alls. Hér er um mjög mikið verk að ræða og ekki síð- ur vandasamt verk, sem hlýtur að snerta mjög sveitarstjórnir landsins og raunar hvern ein- stakling meira eða minna. Hét yrði í fyrsta áfanga um að ræða eins konar yfirlitsskipulag Iands- ins alls, þar sem ákveðið yrði um notkun landsins í stórum drátt- um. Síðan kæmi til gerð aðal- skipulags, er kvæði á um notk- unina nánar. Eignarrétiurinn Eitt af því fyrsta, sem gera þarf, er að gera sér þess grein, hvemig hártað er eignarrétti að hálendinu, og má segja, að sú könnun, sem Samband íslenzkra sveitarfélaga hefur genigizt fyrir á eignarrétti að almenningnum sé fyrsta skrefið í þá átt. Um málið í heild held ég, að segja megi, að það sé svo aðkallandi og mikilsvert, að alls ekki megi dragast að hafizt verði handa. og hlýtur ríkisvaldið að hafa þar fomsm. Undanfarin ár hefur verið bent á það með vaxandi þunga að nauðsynlegt sé að hefja Iands- hlutaskipulagningu, og munu allir, sem hugsa um þessi mál styðja slíkar hugmyndir, en ég held þó, að nauðsynlegt sé að stíga skrefið að fullu og stefna að undirbúningi að skipulagn- ingu landsins alls. Við tölum stundum um framtíðina sem ein- hverja höfuðskepnu, sem enginn fær ráðið við. Það er rétt að sumu leyti, en alls ekki öðra, t. d. er framtíð skipulagsmála að langmestu leyti háð vilja okkar. Framtíðarskipulagið, gott eða vont, fer eftir því, hvernig við vinnum áð því. Fyrsti þátturinn er að setja sér eitthvert mark- mið, gera sér Ijóst hvað við vilj- um og stefna að því. í þessu máli er nauðsynlegt, að sem bezt samvinna takist milli ríkis og sveitarfélaga, og að almenning- ur geri sér fulla grein fyrir gildi góðs skipulags í hinu breytilega þjóðfélagi nútímans. Lýðræði í ógöngum Framhald af 3. síðu. óttast að hún dragis úr hömlu enn um sinn fyrir einskæra í- haldssemi, en að sjálfsögðu til mikils tjóns fyrir borgarbúa. Að Iokum skal bent á eina hættulega afleiðingu þessarar úr- eltu stjórnskipunar borgarinnar — hún er sú að valdið dragist meira og meira úr höndum hinna kjörnu fulltrúa fólksins og fær- ist yfir á herðar embættismann- anna, sem enga ábyrgð bera gagnvart kjósendum. Þetta fyrirbrigði þekkist alls staðar og þykir mikill ágalli. enda skýlaust brot á anda alls lýðræðis. Af ástæðum. sem hér hafa verið taldar. svo og mörgum öðrum. sem ekki er unnt að lýsa í stuttri crein. er mikil þörf á að knýja ráðandi meirihluta ; borgarstiórn til endurskoðunar og endurskipulagningar alls stjórnkerfis borgarinnar. KAUPUM FISK SEUUM ÍS REYNIÐ VIÐSKIPIN Hraðfrystistöðin í Reykjavík h.f. SÍmi 21400. Hraðfrystistöðin Vestmannaeyjum h.f. Sími 98-2300. þér fáið yðar ferð hjá okkur hringiö í síma 25544 FERÐASKRIFSTOFA HAFNARSTRÆTI 5 I HUSGÖGN RAFTÆKI Vanti yður húsgögn eða raftæki fyrir heimilið þá er svarið samið hjá okkur. Við bjóðum yður húsgögn í svefnherbergið, barna- herbergið, stofuna, borðstofuna, eldhúsið og gang- inn í mjög glæsilegu úrvali. Kæliskápar, frystikistur, þvottavélar, sjónvörp, radio. — Þetta er það helsta. Það er ekki nauðsynlegt að vera mjög peninga- sterkur til að eignast fallega og nauðsynlega hluti í heimilið, því að við bjóðum yður hagstæðustu af- borgunarskilmála sem völ er á. SENDUM HVERT Á LAND SEM ER . Hringið — Komið — Skoðið. Húsgögn og raftæki á tveim hæðum HUSGAGNAVERZLUN PÁLS HELGASONAR Heiðarvegi 1. Sími 1901. — Heimasími 1515. Vestmannaeyjum. IJR OG KLUKKUR í miklu úrvali, ennfremur úra- og klukku- viðgerðir. — Sendum 1 póstkröfu. Úrsmiður HERMANN JÓNSSON, Lækjargötu 2— Síimi 19056. HÚSB YGGJENDUR A THUGIÐ! — Milliveggjaplötur, 3, 5, 7 og 10 cm. — Útveggjasteinar í hús, bílskúra, verksmiðjur o.fl. 20x20x40 cm. — gangstéttahellur 50x50 cm. jafnan fyrirliggjandi. — Sendum heiim. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. HRAUNSTEYPAN, Hafnarfirði. Sími 50994, heima (Jón Björnsson) 50803. Aðvörun tíl skipstjóra ! Svo sem skipstjórnarmönnum er kunnugt, eru hverskonar veiðar algerlega bannaðar 1 grennd við rafstrenginn og vatnsleiðslurnar milli lands og Eyja. Veiðar á þessu svæði geta valdið tjóni upp á tug eða jafnvel tugi milljóna króna. Því miður hefir þetta bann ekki verið virt sem skildi og í því sambandi skal tekið fram, að einskis verður látið ófreistað til að koma lögum yfir þá, sem brotlegir kunna að gerast í þessum efnum. Vestmannaeyjum, 26. júní 1972. Bæjarstjóri.

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.