Þjóðmál - 01.07.1972, Side 9
JÚLf 172
ÞJÓÐMÁL
9
Markmið og leiðir íslenzkrar vinstrihreyfingar
Sameining jafnaðar- og
samvinnumanna í einum flokki —
og markmið hans
Hér fcr á eftir meginhluti yfirlýsingar Sambands ungra fram-
sóknarmanna og Samtaka. frjálslyndra og vinstri manna, sem gef-
in var út í marz 1971.
Þessi yfirlýsing er tvímælalaust eitt merkasta framlagið í sam-
einingarmálunum. Þar eru grundvallarsjónarmið skýrt mörkuð og
forscndur samciningarhugsjónarinnar raktar. Astæða er til þcss að
benda Iesendum á að kyima sér vandlcga efni yfirlýsingarinnar.
I.
Sameining jafnaðar- og samvinnumanna í einum
flokki og markmið hans
Framkvæmdastjórnir SUF og SFV álíta, að nú þegar verði að hefj-
ast handa um að stofna öflugan stjórnmálaflokk með sameiginlegu
átaki Framsóknarflokksins, Alþýðuflokksins og Samtaka frjálslyndra
og vinstri manna og annarra þeirra, sem aðhyllast lýðræðissinnaða
jafnaðarstefnu og samvinnustefnu.
Markmið þessa flokks verði að skapa:
1. Þjóðfélag, þar sem jöfnuður og mannleg samhjálp sitja í
öndvegi.
2. Þjóðfélag, sem tryggir sókn þjóðarinnar til æ fullkomnara og
virkara lýðræðis, aukinnar menningar og andlegs sem líkam-
legs heilbrigðis allra þegna þjóðfélagsins.
3. Þjóðfélag, þar sem hver einstaklingur getur valið sér eigið
lífsform og þroskað hæfileika sína við skilyrði stjórnmálalegs,
efnalegs og andlegs frelsis.
4. Þjóðfélag, sem tryggir öllum frelsi frá ótta, skorti og hvers
konar efnalegum þvingunum, mismun og þjóðfélagslegu órétt-
læti og hefur réttaröryggi og afkomuöryggi að leiðarl jósi .
5. Þjóðfélag, þar sem allir hafa jafnan rétt til menntunar og jafna
möguleika á að njóta allra menningarlegra gæða, sem þjóð-
félagið skapar.
6. Þjóðfélag, sem styður að heilbrigðu lífsgæðamati og setur
manngildið í öndvegi, en hafnar því gildismati fjármagns og
peningavalds, sem þjóðfélag þeirra afla skapar.
7. Þjóðfélag, sem stöðugt sækir fram til aukinnar velmegunar
með skynsamlegri stjórnun og áætlunum um hversu íslenzkar
auðlindir verði nýttar af mestri fyrirhyggju og atvinnulíf, sem
á þeim byggir, verði þróað, án þess að vera að neinu marki
byggt upp á fjárfestingu útlendinga.
8. Þjóðfélag, sem missir aldrei sjónar á verndun fegurðar og sér-
kenna íslenzkrar náttúru og rétti allra landsmanna til að njóta
þeirra, en hafnar skyndigróða, sem síðar gæti spillt verðmæt-
um, sem ekki verða til fjár metin.
9. Þjóðfélag jafnaðar, sem stefnir að útrýmingu hvers konar mis-
réttis milli stétta og milli þegnanna eftir búsetu, en viður-
kennir í reynd þjóðfélagslegt mikilvægi allra starcsgreina og
jafnar því efnaleg met á milli þeirra.
10. Þjóðfélag frelsis og lýðræðis, þar sem ákvörðunairrétturinn
byggir á virku lýðræði, ekki aðeins í kosningum til Iöggjafar-
þings og sveirarstjórna, heldur og t fyrirtækjum, í hagsmuna-
samtökum og í skólum
11. Þjóðfélag, þar sem samfélagið í heild mótar meginstefnuna.
en einstaklingarnir njóta ákvörðunarfrelsis að þeim mörkum.
að þjóðarheildin bíði ekki tjón af.
12. Þjóðfélag, þar sem réttur skoðanalegs minnililuta er virtur og
réttarstaða hans tryggð.
13. Þjóðfélag ábyrgra þegna, sem byggja störf sín í félagslegri
samhjálp og samvinnu og stýra í raun þjóðfélagsþróuninni að
þeim leiðum, en hafna annars vegar forsjá og stjórn peninga-
valdsins með eigingirnina að leiðarljósi, og hins vegar alráðu
ríkisvaldi.
14. Þjóðfélag, sem setur metnað sinn í að verja, skapa og vernda
sjálfstæða íslenzka menningu og menningararfleifð, en rækir
jafnframt hið mikilvæga hlutverk smáþjóðarinnar á alþjóða-
vettvangi og tekur heils hugar þátt í hverju því alþjóðlegu
samstarfi, sem stefnir að lausn þeirra miklu vandamála allra
þjóða að tryggja frið í heiminum og brúa gjána, sem nú skil-
ur ríkar þjóðir og snauðar.
II.
Nýr flokkur — stcrkasta stjórnmálaafl þjóðarinnar
Það er skoðun framkvæmdastjórna SUF og SFV, að þjóðfélags-
þróunin hafi á seinni áram fjarlægzt þau markmið, sem að framan
greinir. Samfélagsskipunin markast nú af auknu misrétti þegnanna
efnalegu, menningarlegu og félagslegu, Iítt heftu peningavaldi, skorti
á virku lýðræði á nær öllum þjóðlífssviðum, skoðanamyndun, sem
fjármálavaldið ræður að miklu, vaxandi áhrifum erlends auðmagns
og klíku- og smákóngavaldi á stjórnmálasviðinu.
Þessa uggvænlegu þjóðfélagsþróun má að hluta rekja til sundrung-
ar íslenzkra vinstri afla, sem fært hefur Sjálffstæ-ðisflokknum víð-
tækustu völdin í íslenzkum stjórnmálum. Úrelt aðgreining lýðræð-
issinnaðra jafnaðamanna og samvinnumanna hefur lamað umbóta-
þrótt þjóðarinnar og dregið úr krafti þeirra fjöldahreyfinga, verka-
lýðslireyfingar og samvinnuhreyfingar, sem bezt eiga að duga al-
menningi í hinni víðtæku lífskjarabaráttu. Núverandi flokkakerft
hefur þannig í reynd verkað sem hindrun á framkvæmd þeirra þjóð
félagsumbóta, sem helgaðar eru af hugsjónum jafnaðar og samvinnu,
frelsis og Iýðræðis.
Það er brýnasta stjórnmálaverkefni samtímans að tengja saman i
eina heild alla flokka og samtök lýðræðissinnaðra jafnaðarmanna og
samvinnumanna. Hinn nýi flokkur, sem samsmndis yrði stærsta og
sterkasta stjórnmálaafl þjóðarinnar, myndi í nánu samstarfi við verka-
Iýðshreyfingu og samvinnuhreyfingu hrinda í framkvæmd þeim þjóð-
félagsmarkmiðum, sem fyrr eru greind. Hann myndi hefja stjórn-
málastarf á hærra svið, varðveita sjálfstæði þjóðarinnar og skapa
henni það samfélag, sem meirihluti hennar vill í reynd og þráir.
III.
Samstarf verkalýðshreyfingar og samvinnuhreyfingar
Jafnhliða slíkri stjórnmálalegri nýskipan verður að efla og endur-
skipuleggja mikilvægustu hagsmunasamtök fólksins í landinu, sam-
vinnuhreyfingu og verkalýðshreyfingu. Samræma verður markmið og
verkefni hins nýja flokks og þessara tveggja fjöldahreyfinga og þann-
ig ryðja úr vegi hindrunum fyrir því, að náið samstarf þeirra gæti
orðið að veruleika. Samvinnuhreyfingin verður að slíta tengsl stn
við samtök fjármálavaldsins og taka upp sjálfstæða og jákvæða stefnu
í kjara- og hagsmunamálum verkafólks og annarra launþega. Á sama
tíma auðveldi verkalýðshreyfingin samvinnuhreyfingunni slíka stefnu-
breytingu með því að hafa aðra afstöðu og beita öðrum aðgerðum
í hinni almennu kjarabaráttu gagnvart samvinnuhreyfingunni. Enn-
fremur beiti forystumenn verklýðshreyfingarinnar sér fyrir því, að
félagsmenn hennar taki öflugri þátt í samvinnusta*‘finu.
Sruna-
boðar
ÓMISSANDI í:
kyndiklefum
eldhúsum
verkstæðum
sumarbústöðum
— bátum —
KR. 295,00
með rafhlöðu.
□-----
ASBEST-TEPPI
S'færðir 3x3 — 4x4
og 6x6 fet.
□-----
G I N G E
SLÖKKVITÆKI
6 kg. og 12 kg.
Þurrdufts-. froðu-
og vatnstæki.
□-----
20 1. vatns HAND-
SLÖKKVIDÆLA
auðveld í notkun.
□-----
1 kg. og 2 kg.
þurrduftstæki
má nota á alla elda.
Hentug fyrir heim-
ilið — sumarbústað-
inn — bílinn —■
bátinn.
Elzta og stærsta veiðarfæraverzlun
landsins.
Fiskvinnsluskólinn
Verkleg kennsla í undirbúningsdeild skól-
ans hefst um miðjan ágúst n.k.
Umsóknir um skólavist ásamt afriti af
prófskírteini sendist fyrir 10 júlí n.k til
Fiskvinnsluskólans, Skúlagötu 4, Reykja-
vík, sími 20240.
Inntökuskilyrði eru að nemandi hafi stað-
izt gagnfræðapróf eða landspróf miðskóla.
SKÓLASTJÓRI.