Þjóðmál - 01.07.1972, Side 11
JÚLl 1972
ÞJÓÐMÁL
11
Vestmannaeyjar tengist fasta-
landinu daglegum ferðum
RÉTTUR EYJABÚA -
SKYLDA ÞJÓÐFÉLAGSINS
Fyrir nokkru var haldinn borg-
arafundur í Vestmannaeyjum um
samgöngumálin, og var sam-
gönguráðherra, Hannibal Valdi-
marssyni, boðið á fundinn. Vegna
óöruggra samgangna treysti ráð-
herrann sér þó ekki til að mæta
á þessum fundi, þar sem hann
hafði öðrum skuldbindingum að
gegna nokkrum dögum síðar.
Þessi saga talar sínu máli.
Ingólfur Jónsson, sem nú er
orðinn landsþekktur fyrir djúp-
vizkupistla sína í Morgunblaðinu,
var samgönguráðherra í Við-
reisnarstjórninni, sællar minn-
ingar. Það hefði því mátt halda
að Hellubóndinn hefði haft
sæmilega aðstöðu til þess að
koma samgöngumálum milli Þor-
lákshafnar og Vestmannaeyja í
viðunandi horf. Svo reyndist þó
ekki. Nú hefur þessi fyrrverandi
samgönguráðherra allt í einu tek-
ið kipp, og skrifar nú langa og
hugnæma grein' um samgöngu-
mál Vestmannaeyja í Fylki, blað
íhaldsins í Eyjum. Sagt er að
Ingólfur Jónsson hafi nú loksins
fengið þennan áhuga á sam-
göngumálum Vestmannaeyja
vegna þess að þingmaður, alla
Ieið af Vestfjörðum, sjálfur nú-
verandi samgönguráðherra, hafi
Iátið í ljós áhuga á að leysa
þetta stórmál Vestmannaeyinga,
sem Ingólfur sat á allan sinn
rdðherradóm. Við Ingólf má því
segja, betra seint en aldrei, en
þó hefðu Eyjamenn betur kunn-
að að meta framkvæmdir en inn-
antómt skrum.
Þjóðmál hafa gert samgöngu-
málin (þ. e. daglegar ferðir milli
Þorlákshafnar og Vesmannaeyja)
að höfuðbaráttumáli, sem gera
verður að veruleika hið bráðasta.
Hinn 29. marz í fyrra birtust
eftirfarandi ummæli í forsíðu-
grein Þjóðmála, undir fyrirsögn-
inni, Menningarleg og efnahags-
leg. staða Vestmannaeyja: „Ein-
hvernveginn læðist að manni sú
hugsun, að fulltrúar Eyjanna á
Alþingi hafi ekki staðið í stykk-
inu á síðustu árum. Það er eng-
inn vafi á því, að öngþveitið i
samgöngumálum Eyjanna hefur
haft Iamandi áhrif á þróun
byggðarlagsins. í þessu máli eiga
þingmenn kjördæmisins enga af-
sökun. Það er vitað mál, að
innilokunarkenndin hefur hrakið
marga fjölskylduna upp á fasta-
landið, sem að öðrum kosti
mundi hafa kosið sér lífstíðar-
heimili í Vestmannaeyjum. Þá er
einnig angljóst, að hinar óöruggu
samgöngur hafa dregið mjög úr
ferðamannastraumi, bæði inn-
lendra sem erlendra ferðamanna,
sem aukizt hefur mjög á síðustu
árum. Hér er um að ræða at-
vinnurekstur, sem getur haft víð-
tæk áhrif á allt atvinnu- og
menningarlíf Eyjanna, en til þess
að svo megi verða, þurfum við
að vakna til framkvæmda, en
hætta að hjakka í sama farinu.
Ekki þurfa þingmenn kjördæm-
isins að óttast, að Eyjamenn nýti
ekki til fullnustu þá möguleika,
sem skapast mundu við bættar
samgöngur. Þau áhrif, sem bætt-
ar samgöngur hefðu á þetta
byggðarlag, eru ótakmörkuð, og
má það teljast furðulegt, að ekki
hefur enn tekizt að koma þessu
máli í viðunandi horf. Þá er aug-
ljóst að hinar slæmu og óöruggu
samgöngur hafa haft lamandi á-
hrif á iðnað og verzlun í Vest-
mannaeyjum. Daglegar samgöng-
ur milli Þorlákshafnar og Vest-
mannaeyja með hraðskreiðu og
velbúnu skipi í sambandi við
áætlunarferðir á landi milli Þor-
lákshafnar og R-víkur mundu
valda þáttaskilum í atvinnu- og
menningarlífi Eyjanna,"
Þá skrifar FAXI um sam-
göngumálin í Þjóðmál hinn 22
marz 1971, á þessa leið: „Það
er sérstaða Vestmannaeyja, hve
vel þær liggja við fengsælustu
fiskimiðum landsins. Þessi sér-
staða Eyjanna hefur dregið að
sér þróttmikið, duglegt og at-
hafnasamt fólk, sem leggur sig
í framkróka um að nýta vel þau
margvíslegu tækifæri sem hér
bjóðast þeim, sem æðrulaust
bjóða náttúruöflunum byrginn.
Þannig hafa Vestmannaeyingar
átt tiltölulega meiri lilutdeild í
þjóðararðinum en íbúar nokkurs
annars byggðarlags á íslandi, eða
um 16% gjaldeyristekna, að því
er tölur herma." Síðan segir á-
fram: „Rekstur ríkisbáknsins
byggist á starfi og framleiðslu
þegnanna. Því meiri tekna sem
við öflum, þeim mun gildari
verða sjóðir ríkisins, sem standa
undir hinum margvíslega kostn-
aði sem af því hlýzt að vera lít-
il þjóð í stóru og strjálbýlu
landi. Hlutverk ríkisins er að
deila þessu fé sem skynsamleg-
ast og réttlátlegast milli þegn-
anna.
Sú fjármálapólitík, sem rekin
hefur verið af stjórnmálamönn-
um á undanförnum árum, hefur
miðað að því að dylja þessar
staðreyndir og rugla fólk í rím-
inu. Opinber framlög liafa ekki
lotið neinum skynsamlegum lög-
málum, heldur farið eftir sið-
lausri bitlingapólitík og hrossa-
kaupum, sem mun jafnast á við
það sem verst þekkist í heim-
inum. Fólki er ædað að trúa því,
að hlutdeild þeirra í sameigin-
legum sjóði þegnanna fari og
eigi að fara eftir geðþótta lands-
feðranna, náð og miskunn. Það
alvarlegasta við þetta er að fólk
er almennt farið að trúa því, að
þannig hljóti þetta að verða,
því verði ekki breytt, að öll op-
inber fjármálastjórn sé rotin og
siðlaus. Það lætur því imdir höf-
uð leggjast, að krefjast einarð-
lega skýlauss og ótvíræðs réttar
síns. Og kjörnir fulltrúar fólks-
ins leita ekki eftir smðningi þess
við kröfur sínar, heldur miklast
af því, að þeim hafi tekizt að
kría þessar og hinar hundsbæt-
urnar úr hendi ríkisvaldsins, eins
og um óforséða sendingu af
himnum ofan sé að rasða. Eða
hvernig skyldi standa á því að
ríkisvaldið skuli þverskallast við
að veita Iágmarksþjónusm til
byggðarlaga, sem hvað drýgstan
skerf leggja af mörkum í sam-
eiginlegan sjóð landsmanna? Það
eru ekki óumbreytanleg náttúru-
lögmál, sem hindra Vestmanna-
eyinga í að njóta svipaðra sam-
gönguaðstæðna og aðrir íbúar
þessa kjördæmis. Það era ekki
óumbreytanleg náttúrulögmál, að
fjármálastjórn sé siðlaus og spillt
og út úr henni verði að kreista
sjálfsagða fyrirgreiðslu eins og
betlarar biðji um ölmusu. Við
Vestmannaeyingar förum ekki
fram á bitlinga eða ölmusuút-
hlutun. Við teljum, að við leggj-
um fyllilega okkar skerf til þjóð-
arbúsins, og því eigum við full-
an RÉTT til þess að þjóðfélagið
beri þann kostnað, sem af því
hlýmr að leiða að jafna aðstöðu
okkar við aðra landsmenn. Við
Framhald á bls. 14