Þjóðmál - 01.07.1972, Blaðsíða 15
JÚLÍ 1972
ÞJÓÐMÁL
15
LANDSBANKI ÍSLANDS
HVOLSVELL
Opnum 30. júní í nýjum húsakynnum við Austurveg 6. — Afgreiðslu-
tími mánudaga til föstudaga kl. 9,30 til 12,30 og 13,30 til 15,30.
Sími 99 -5155 og 515 .
Bankinn annast öll innlend og erlend viðskipti.
LANDSBANKI ÍSLANDS
KÁl'I K — DRAGTIK — PILS — BI.I SSI K O.FL.
Venlunin CROS hf.
Hafnarstræti 4 — Sími 13350.
8 MANNA MATAR- OG KAFFISTELL
1
•••• •
íí;-i:;;;Sí;;sS::Si;:í:Sv
' ^' v v
Skreytingin er með bláhvítu blómi
og grænum blöðum.
ATHUGIÐ
Þetta eru einu kínversku stellin
sem við höfum fengið sem skreyt-
ingin er undir glerhúð.
Sérstaklega falleg og vönduð stell.
stellunum eru
kTARSXELL:
jrunnir matardiskar
ijúpir diskar
nillidiskar
Lvaxtaskálar
jiteikarföt
iósukanna
kartöfluskál
;arína
64 stykki.
KAFFISTELL:
8 bollapör
8 undirskálar
8 desertdiskar
1 sykurkar
1 rjómakanna
1 kaffikanna
VERÐ KR. 6800,(10
Sendum í póstkröfu um allt land.
Sameiningarmálið á sigurbraut
Framhald af 1. síðu.
Þetta er fylgjendum Framsóknarflokksins æ
Ijósara — þakkað veri ungu mönnunum sérstak-
lega — og margir hinna eldri segja nú: Til þess
hlutverks var Framsóknarflokkurinn sannarlega
ekki stofnaður.
Ég tel því Framsóknarfokkinn nú gegna hinu
þýðingarmesta hlutverki í sameiningarmálinu.
Hann getur orðið brjóstfylking sameinaðs flokks
lýðræðisjafnaðarmanna og samvinnumanna — ef
hann vill. Hann hefur bezta aðstöðu til að sam-
eina hagsmuni og þjóðfélagsaðstöðu bænda og
verkamanna. Og þess er full þörf. — Og hann
hefur líka bezta aðstöðu til að sameina í einum
flokki afl allra samvinnumanna, sem nú eru
dreifðir í mörgum flokkum. Þess er einnig fyllsta
þörf. Og hverjum dylst þá þörf þess að sameina
sem bezt afl tveggja stærstu fjöldahreyfinga
fólksins í landinu, verkalýðshreyfingar og sam-
vinnuhreyfingar. Þar er mikið og gott verk r
vinna.
En hvort sem forusta Framsóknarflokksins ber
gæfu til að þekkja nú sinn vitjunartíma, eða ekki,
þá er það trú mín að á þessu ári náist merkur
áfangi í sameiningarmálinu, og sá áfangi getur —
ef fólkið vakir og vill — orðið svo stór ög afger-
andi, að þeir, sem „kyrrir og tvíráðir standa“ nú,
hrífist með áður en langt um líður.
Ég heiti á alla frjálslynda og vinstri sinnaða
menn að hrynda nú deyfð og doða og knýja fram
— a.m.k. byrjun að eðlilegri, sjálfsagðri og nauð-
synlegri flokkaskipan á íslandi — flokkaskipan,
sem fellur að núverandi þjóðfélagsháttum með
svipuðum hætti og hin nýja flokkaskipan frá
1916 - 1918 gerði á sínum tíma.
Landsfundur
SFV í haust
Sameiningarmálið
aðalmál fundanins
Landsfundur SFV, hinn fyrsti
eftir stofnfund Samtakanna,
verður haldinn 27. sept. til 1.
okt. n. k. Þessi fundur mun
marka tímamót í sögu samtak-
anna.
Aðalmál fundarins mun verða
sameiningarmálið og verður án
efa gerð grundvallarályktun um
það mál, sem hefur allt frá
stofnun Samtakanna verið aðal-
mál þeirra.
Ástasða er til þess að hvetja
félagsmenn Samtakanna til þess
að hefja nú þegar undirbúning
að þáttöku í Iandsfundinum.
Til þeirra vinstri manna, seni
Ieggja vilja sameiningunni lið,
en ekki eru félagar í SFV, vill
blaðið beina þeim tilmælum að
þeir íhugi hvort ekki sé einmitt
rétt að gerast nú félagar í Sam-
tökunum og leggja hönd á plóg-
inn í því stórmáli, sem sam-
einingarmálið er.
Sumir kynnu ef til vill að
segja, að ekki sé ástasða til þess
að efla Samtökin, þar sem þau
eigi að leggja niður við sam-
einingu.
Því er til að svara að sam-
eining vinstri manna getur verið
undir því komin hver styrkur
Samtakanna er. Þeim mun öfl-
ugra starf sem Samtökin irtna
af hendi, þeim mun líklegra
er að af sameiningu verði.
Ritstj.
ENSK ÚRVALS TEPPI
Hefi á boðstólum ensk teppi í gæðaflokki, fjölbreyttasta úrval lands-
ins — yfir 30 mismunandi gerðir, auk þess er hver gerð með y’fir
tuttugu mismunandi mynztur og lit. Kem heim til yðar með sýnis-
horn og geri yður kostnaðaráætlun án skuldbindinga.
DANÍEL J. KJARTANSSON,
teppasala, — Skaftahlíð 12,
Reykjavík, sími 2-45-76.
Nýtt Land er málgagn frjálslyndra vinstrimanna.
Ritstjórn — afgreiðsla — aug'lýsin.gar, Laugavegi
28, 3. hæð, sími 19985 og 19215.
Blaðið kemur út á hverjum fim’mtudegi.
Undirritaður óskar að gerast áskrifandi að
Nýju Landi
nafnarstrætil, sími: 12527. Bankastræti 11, simi: 19801. Klapparstíg, simi 12527.
NAFN ....
HEIMILI