Þjóðmál - 14.11.1973, Page 5

Þjóðmál - 14.11.1973, Page 5
ÞJOÐIM AL 5 Heimsfriðcarráðið Framhald af bls. 1. einstaklingum. Stærstu fram- lögin voru frá Grisk-kaþólsku kirkjunni, sem lagði fram 3 milljónir rúblna, eða um 300 milljónir íslenskra króna, næst á eftir komu framlög frá verka- lýðsfélögum víðsvegar að úr heiminum, þriðji stærsti aðil- inn var Alkirkjuráðið, síðan æskulýðs- vísindamanna- og kvennasamtök svo nokkuð sé nefnt, ennfremur ýmsir ein- staklingar. Engir stjórnmála- flokkar eru sem slíkir aðilar að þessum samtökum, en for- svarsmenn þessarar hreyfingar á hverjum stað bjóða fulltrú- um frá stjórnmálaflokkum og félagasamtökum, og mín þátt- taka var af því að ég var boð- in, sem fulltrúi frá Samtökum, frjálslyndra og vinstri manna. Þrír stjórnmálaflokkar hér sendu fulltrúa á þingið, auk þess verkalýðshreyfingin, Menningar- og friðarsamtök Is- lenskra kvenna og íslenska friðarnefndin. — Hver hefur stjórn þessar- ar hreyfingar á hendi á milli þinga? — Framkvæmdastjóri Heims- friðarráðsins er indverjinn Ro- mesh Chandra, hann tók við þvf starfi árið 1968. Maðurinn er ekki aðeins sterkur og traustvekjandi persónuleiki, heldur hafa störf hans á þess- um vettvangi sýnt og sannað stjðrnvisku hans og mannkær- leika, en svo virðist sem allar dyr hafi opnast fyrir honum, svo miklu hefur hann komið fram af áformum sínum til að sameina hugi manna og þjóða um mikilvægi þess, að draga úr vígbúnaði i heiminum og láta sig í Ijðsi þess dreyma um jörð án stríðs. Hvernig var störfum hagað á þinginu? —■ Þingsetningin var einn stór kapltuli út af fyrir sig, sem vart mun gleymast. Það voru fluttar ræður um hin merkustu mál, og nefndi ég sem dæmi rökhugsaða áhrifarfka ræðu, sem ekkja Allende, hins ný- látna forseta Cile flutti, einnig var flutt síðasta ræða Allende sjálfs af segulbandi, sem hann flutti þjóð sinni morguninn sem hann dó. Bar sú ræða með sér, að hann taldi sig án efa deyja fyrir sannleikann. En um þingstörfin sjálf er það að segja, að þinginu var skipt í 14 nefndir. Islenska sendinefndin tók þátt í starfi eftirtalinna nefnda: öryggi Evrópu, Umhverfisvernd, Cile og — Mannréttindanefnd. — í hvaða nefnd starfaðir þú? — Við María Þorsteinsdóttir, sem var frá Menningar- og frið- Fulltrúar Islands á þingi Heimsfriðarráðsins eru í þriöju röð að framan. Þeir eru taldir frá vinstri: Ólafur Einarsson, Einar Karl Haraldsson, Eyjólfur Friðgeirsson, Guðmunda Helgadóttir, Steinunn Finnbogadóttir, síðan túlkur íslensku fulltrúanna, María Þorsteins- dóttir og Hafsteinn Þorvaldsson. arsamtökum íslenskra kvenna, vorum í Mannréttindarnefnd- inni. — Og hvað um störfin? — Þetta var fjölmennasta nefnd þingsins og I henni sátu yfir 700 fulltrúar, sem héldu 150 ræður. Nafn nefndarinnar segir til, að margt hlaut að bera á góma, enda var það svo. Ég nefndi kynþáttamisrétt- ið, atvinnumálin auk allskyns réttindamála, svo sem launa- jafnrétti kvenna, rétt til mennt- unar o.fl. o.fl. Þama var einnig til umræðu réttur manna til frjálsrar skoðanamyndunar, í þeirri umræðu tók María til máls við mjög góðar undirtekt- ir. Annað mál, sem um var rætt, var réttur smáþjóða til yfirráða yfir auðlindum sínum, í þeirri umræðu tók ég til máls, og ræddi landhelgismál- ið, og ég verð að segja, að því máli fslands var afburða vel tekið, og vil ég segja að eiin röddin, er tók sterklega undir okkar mál var frá Bretlandi. Að þessum umræðum loknum vomm við beðnar um upplýs- ingabæklinga um Iandhelgis- málið, sem okkur var að sjálf- sögðu ljúft, og dreyfðum við því magni sem við gátum feng- ið. Einn sá aðili, sem bað um kynningarrit, var kona úr stjórn Sovésku kvennasamtak- anna, enn fremur Indverji og Japani, svo nokkuð sé nefnt. Þetta var sérstakt tækifæri til kynningar á hinum islenska málstað og við gátum ekki látið það fara fram hjá okkur. Um störf og niðurstöður hinna ýmsu nefnda er það að segja, að vinna þar tók mis- munandi langan tíma. Fyrsta nefndin, sem skilaði áliti mun hafa verið nefndin um Öryggi Evrópu, en sú síðasta var nefndin sem fjallaði um stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs, en hún sat við vinnu samfleytt í 36 kl.st., enda eldar heitir, og má því tejalst furða að hún skydi geta skilað sameiginlegu áliti. Það var athyglisvert, og sýnir að einhversstaðar var ein- lægni, að í engri nefnd var skilað séráliti. í lok þingsins voru niðurstöður lesnar, en þær eru hin merkustu plögg. — Þú ert sem sagt ánægð með þingið og ferðina? — Já, svo sannarlega. Ég hefði ekki viljað verða af þess- um fróðleik og þessari reynslu, sem margt er hægt um að segja, og mun ég vonandi gera það f þessu blaði eða annars- staðar. En þetta vil ég segja að lokunv. Ég tel að við Is- lendingar eigum stórlega að efla þáttöku okkar I þessari hreyfingu, og ekki aðeins það, heldur hefja þátttöku okkar yf- ir alla flokkspólitík og dægur- málaþras. Heimsfriðarráðið tel ég hina merkustu stofnun. Þingmálafréttir - Framhald af bls. 4 fram eru þingsályktunartillög- ur um öryggismál Islands og um lækkun tekjuskatts á ein- staklingum. Tillagan um örygg ismálin var flutt á síðasta þingi en varð ekki útrædd og er nú endurflutt. Með þessari tillögu markar Alþýðuflokkurinn stefnu sína í öryggismálum á nýjan leik, nú mun nær þeirri stefnu, sem SUJ hefur haft I þessum málum. Þess er að vænta að hugmynd Alþýðu- flokksmanna um að athugun fari fram á þvl hvort ísland geti verið óvopnuð eftirlitsstöð hafi nokkru fylgi að fagna inn- an flestra stjórnmálaflokkanna og því verður að ætla að þessi hugmynd verði skoðuð vand- lega. Skattatillaga þeirra Alþýðu- flokksmanna ber þess greini- lega merki að verið er að sæl- ast eftir atkvæðum. Þar er sleg- ið fram hugmyndum um lækk- un beinna skatta en jafnframt lögð til nokkur hækkun óbeinna skatta. Lauslega áætlun um tekjutap ríkissjóðs ef farið væri að þessum tillögum um lækkun beinna skatta bendir til að það yrði um 4 miljarðar króna, en tekjuauki, sem til kæmi við aukna óbeina skatta samkvæmt hugmyndum Alþýðu flokksmannanna myndi aðeins nema broti af þeirri upphæð. Þessi tillöguflutningur er þann- ig dæmi um þá sýndarmennsku, sem því miður verður oft vart I tillögum stjómarandstæðinga. ALLIR VEGIR FÆRIR Á YOKOHAMA YOKOHAMA SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ EÐAÁN NAGLA Komið inn úr kuidanum meö bílinn á meðan við skiptum um. HJÓLBARÐAR Höföatúni 8 Símar 16740 og 38900 Sameining flugfélaganna Samgöngumálaráðherra hefur flutt frv. til laga um ráðstaf- anir vegna sameiningar Flug- félags íslands og Loftleiða. Frumvarpið er um staðfestingu á bráðabirgðalögum um sama efni, sem Hannibal Valdimars- son, setti á sl. sumri. Með bráðabirgðalögunum voru sett I lög ákvæði, sem gerðu samein- ingu flugfélaganna kleifa á þeim grundvelli, sem aðilar höfðu komið sér saman um. Með sameiningu flugfélaganna er stigið stórt skref I átt til traustari og öruggari flugsam- gangna milli Islands og annarra landa. Þegar hugmyndin um sameiningu félaganna kom fyrst fram virtust fáir trúa því að svo vel tækist til sem raun hefur verið á, en fyrir ötlua framgöngu samgöngumðlaráðu- neytisins og vilja beggja félag- anna tókst það. Vinnutími skólanemenda Halldór Blöndal og Lárus Jónsson hafa flutt þingsálykt- unartillögu um að athugað verði hvernig stytta megi dag- legan vinnutíma skólanemenda, þannig, að ekki sé ofboðið náms- og lestrarþoli þeirra vegna fimm daga kennsluviku. Hér er á ferðinni mál, sem full ástæða er til að gefin sé gaum. ur. Óhóflega langur vinnutími skólanemenda er vissulega stað- reynd víða. Þess munu dæmi að nemendur þurfi að stunda nám, I 12—14 stundir á dag til þess að geta annað þeim verkefnum, sem þeim eru lögð á herðar. Til lengdar hlýtur slíkur vinnu- tími að ofbjóða heilsu viðkom- andi, ekki síst ef um óharðn- aða unglinga er að ræða. Vestmannaeyjaskip Þingmenn Suðurlands flytja tillögu um byggingu skips til Vestmannaeyjaferða. Hér er tvi- mælalaust um mál að ræða, sem hefur verulega þýðingu fyrir íbúa Vestmannaeyja, og er þess að vænta að málið verði skoðað vandlega. PAKKI A DAG I HEILT ÁR KOSTAR ERU REYKINGAR ÞESS VIRÐI? 3 ND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA • VÉLADEILD

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.