Þjóðmál - 16.05.1974, Blaðsíða 1

Þjóðmál - 16.05.1974, Blaðsíða 1
Útg. Samtök frjálslyndra og vinstri manna 4. árg. Fimmtudagurinn 16. maí 1974 7. tbl. Samráð eða ekki samrao s\a \e\barQ Q bis. a Þau ánægjulegu tíðindi hafa gerst meðal jafnaðarmanna í Reykjavík í Samtökum frjálslyndra og vinstri manna og í Alþýðuflokknum, að þessi félagasamtök bjóða fram sameiginlegan lista við borgarstjórnarkosningarnar J-USTINN - listi jafnaðarmanna Þessi ákvörðun um sameiginlegt framboð í Reykjavík þurfti ekki að koma neinum á óvart, sem til þekkir og fylgst hefur með gangi mála sið- ustu misseri. Þeir, sem standa að J-listanum eiga sameigin- legan hugsjónagrundvöll til að byggja á sem er jafnaðarstefnan og þessir aðilar eru samstiga i öll- um veigamestu málum i borgarmálum og þvi eðli- legt og sjálfsagt að sameina kraftana þar til hags- bóta málefnunum. Það er einnig ánægjulegt að minnast þess, hve vinstri flokk- arnir í borgarstjórn Reykjavík- ur hafa haft með sér náið sam- starf og samráð á þvi kjörtíma- bili, sem nú er senn að l.júka. Var samstaða þeirra með ágæt- um i sambandi við gerð fjár- hagsáætlunar fyrir þetta ár, en þar fluttu þeir sameiginlega til- lögur. Framboðslistinn A J-listanum — lista jafnaðar- manna eiga þessir sæti: 1. Björgvin Guðmundsson, 2. Steinunn Finnbogadóttir, 3. Guðmundur Magnússon, 4. Ein- ar Þorsteinn Asgeirsson, arki- tekt, 5. Sjöfn S^arbjörnsdóttir, kennari, 6. Guðmundur Bergs- son, sjómaður, 7. Sigurður Blön- dal, nemi, 8. Bragi Jósepsson, deildarstjóri, 9. Pétur Sigurðs- son, varaform. Sjómannafél. Reykjavikur, 10. Sigurður Guð- mundsson, verkamaður, 11. Framhald á bls. 7.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.