Þjóðmál - 16.05.1974, Blaðsíða 4

Þjóðmál - 16.05.1974, Blaðsíða 4
4 ÞJÓÐMÁL Hannibal Valdimarsson formaður SFV: Forsætisráðherra sjálfur braut stjórnarsáttmálann og rauf stjórnina - hann losaði sig við þingið samningsréttinn snertu, tekin útúr frumvarpinu og allra hugs- anlegra samkomulagsleiða leit- aði við þá aðila, sem að kjara- samningum stóðu, um að fallast á eða una nauðsynlegum að- gerðum, vegna aðstaðjandi vanda þjóðfélagsins. Að þessu gerðu, var allur munur á, þótt rikisstjóm yrði, þrátt fyrir allt, að taka sinar ákvarðanir og fara sinu fram. En þetta samráð fékkst ekki. — Þvi var hafnað, þótt sam- starfi við verkalýðshreyfinguna væri hátiðlega heitið i sáttmáia þeim, sem stjórnarsamstarfið er grundvaliað á. Forsætisráðherra hélt mjög einstrengingslega á þessu mali. Synjaði flestum þeim breyt- ingatillögum, sem samstarfs- flokkarnir höfðu lagt fram. Vildi bersýnilega halda sem hrein- ustum flokkssvip á frumvarp- inu, er það væri lagt fram, en boðaði þá fyrst fúsleika til hverskonar breytinga er það lá fyrir þinginu. Hann skorti aug- ljóslega skilning á, að verka- lýðshreyfingin teldi vegið að til- verugrundvellisinum, ef kjara- samningum yrði breytt með lagavaldi, án rækilegs samráðs fyrirfram. Og þvi fór sem fór. Aðeins smávægilegar breyting- ar fengust á efnahagsmála- frumvarpinu, áður en það var lagt fram á Alþingi. Og Björn Jónsson tilkynnti, að hann gæti samt sem áður en það var lagt fram á Alþingi. Og Björn Jóns- son tilkynnti, að hann gæti samt sem áður ekki orðið meðflutn- ingsmaður að þvi. Samt var það flutt sem stjórnarfrumvarp, og auk þess áskildu allir ráðherr- arnir sér fyrirvara um einstök atriði þess. Annar kostur var þó fyrir hendi, nefnilega sá, að forsætis- ráðherra bæri málið einn fram fyrir þingið, og var það miklu eðlilegri leið, eins og á stóð. En nú var skammt til örlaga- stundar. 1 framsöguræðu sinni fyrir frumvarpinu sagði forsæt- isráðherrann: Sá ráðherra, sem á elleftu stundu vill firra sig ábyrgð, á ekki nema eittúrræði gat ekkert annað verið, en að ráðherrann skyldi biðjast lausn- ar. Og það gerði Björn Jónsson. Og ég segi aftur: Lái honum hver scm vill og spyrji jafn- framt sjálfan sig, hvað hann hefði sjálfur gert i hans sporum að fengnu sliku eiturskeyti. Þessi yfirsjón forsætisráð- herra er einstök i stjórnmála- sögunni. Ekki er einu sinni talað við samráðherrann i slma, enn siður persónulega, sem flestum hefði þó þótt við hæfi. Nei, þessi ummæli forsætisráðherra ber- ast Birni Jónssyni á sjúkrasæng I fréttaþætti I útvarpi. Nötur- legra gat það tæpast verið. En áður en ég skilst við þenn- an þátt málsins, vil ég undir- strika það, að á þeirri stundu, sem ólafur Jóhannesson neitaði kröfum Björns Jónssonar um að taka launamálaatriðin út úr frumvarpinu og þrautreyna samráðsleiðina, þá þverbraut hann stjórnarsáttmálann og rauf þannig stjórnarsamstarfið. Og það skyldu menn hafa i huga, að þetta gerðist alllöngu áðuren stjórnarfrumvarpið var flutt á Alþingi. Og aftur var það Ólafur Jóhannesson sjálfur, sem lagði kórónuna á verkið um leið og hann i framsöguræðunni henti handsprengju sinni til Björns Jónssonar og sparn hon- um út úr rikisstjórn sinni. Þar með rauf hann sjálfurog enginn annar þann þriggja flokka grundvöll, sem stjórnin var byggð á. Allt, sem á eftir gerð- ist, var afleiðing þessa verknað- ar forsætisráðherra. Mikil umskipti hafa orðið i efnahagsmálum okkar fslend- inga siðan um siðustu áramót. Miklar almennar verðhækk- anir á flestum rekstrar- og neysluvörum og margföldun á oliuverði. Þar að auki risastökk I launa- kostnaði. Á hinn bóginn verðfall á þýðingarmestu útflutnings- vöru okkar, frystum fiski, og nánast verðhrun á stórum út- flutningslið okkar, fiskimjölinu. Þetta er efnahagsvandi okkar i hnotuskurn. Og alvaran, sem við blasir: Stöðvun i atvinnulif- inu, ef ekki er að gætt. Gjörólik mynd blasti við, þeg- ar verkalýðssamtökin gengu frá kjarakröfum sinum á liðnu hausti, og talsvert var útlitið bjartara um það leyti, sem kjarasamningar heildarsam- takanna voru undirritaðir. — Þá var þó nokkuð farið að skyggja i álinn og allrar aðgæslu þörf. En nú kemst enginn hjá að horfast i augu við breytt við- horf, játa, að aðgerða sé þörf, og enginn á heldur að komast hjá að taka á sig byrðar. — Það verður ekki lengi lifað lúxuslifi með þvi framferði að eyða meiru en aflað er. t rikisstjórn fslands var ekki ágreiningur um það, að mikill vandi væri á ferðum og að skjótra aðjgerða væri þörf. Ágreiningur reis um málsmeðfferð Agreiningurinn var ekki einu sinni um það, að nú þyrfti að stiga spor til baka i launamál- um og leggja þyngri byrðar á þá, sem hæstu tekjur hefðu. Nei, ágreiningurinn var fyrst og fremst um það, hvort hægt væri að rjúfa nýgerða kjarasamn- inga með löggjafarvaldi, án þess að hafa áður haft rækilegt samráð við iaunþegasamtökin i landinu.Það treysti Björn Jóns- son félagsmálaráðherra, sem jafnframt er forseti Alþýðu- sambands fslands, sér með engu móti til að gera, og lái hon- um hver sem vill. Hér var um stærra atriði að ræða, en það eitt að breyta kjarasamningunum frá i vetur með lagaboði og færa þá til rétt- látara horfs. Ef forseti Alþýðusambands tslands stóð að slikri breytingu kjarasamnings með lagaboði opnaði það fordæmi siðar, hvaða stjórn sem væri, til að traðka á frjálsum samningsrétti og breyta löglega gerðum samningum um kaup og kjör. Og hvar værum við þá stödd? Björn Jónsson hlaut þvi að halda mjög fast fram þeirri kröfu, að áður en efnahags- málafrumvarpið væri lagt fram á Alþingi, yrði þau atriði, sem Takið eftir! Ákvæðin i stjórnar- sáttmálanum, sem Ólaf- ur Jóhannesson sjálfur braut, eru þessi og er að finna i kaflanum um Kjaramál. Þar eru fyrst fyrirheit um að koma i veg fyrir þá háskalegu verðlags- þróun, sem átt hafi sér stað undanfarin ár. Þar er i annan stað fyrirheit um að leitast við að tryggja, að hækk- un verðlags hér á landi verði ekki meiri en i helstu nágranna- og við- skiptalöndum okkar. í þessu skyni lofar rikisstjórnin að beita að- gerðum i peninga- og fjárfestingarmálum og ströngu verðlagseftir- liti. Siðan segir orðrétt. Og það er ákvæðið, sem sjálfur forsætisráðherr- ann Hbraut, og leiddi til falls stjórnarinnar: ,,Til að ná þessu marki vill stjórnin hafa sem nánast samstarf við samtök launafólks og at- vinnurekenda um ráð- stafanir í efnahagsmál- um.” Fjölmenni á fundi J-list- ans á Hótel Borg Samciginlcgur framboöslisti Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og Alþýðuflokksins við borgarstjórakosningarnar i Reykjavik 26. maí 1974, J-LIST- INN bauð cldri borgurum Reykjavikur til kaffidrykkju á Hótel Borg sunnudaginn 12. mai. Mikið fjölmenni var á fundin- um, þannig að sækja varð fleiri stóla i nærliggjandi samkomu- hús svo að allir fengju sæti. Læt- ur nærri að á fundinum hafi ver- ið fimmhundruð manns,- Flutt voru nokkur góð skemmtiatriði á fundinum, m.a. söng Guðmundur Guðjónsson með undirleik Sigfúsar Hall- dórssonar lög eftir Sigfús við' mikinn fögnuð áheyrenda. Karl Einarsson flutti eftirhermur og ennfremur var pianóleikur og söngtrió flutti nokkur lög. Steinunn Finnbogadóttir og Björgvin Guðmundsson, borg- arfulltrúar fluttu stutt ávörp, þar sem þau fjölluðu um hug- myndir sinar i þágu málefna aldraðra hér i borg. M.a. bentu þau á hve mikið væri eftir ógert I málefnum aldraðra, enda hafa þau mál setið á hakanum hjá borgarstjórnarmeirihlutanum um langt skeið. Hvöttu þau fundarmenn til þess að snúa þessu nú við og styrkja J-LIST- ANN fram til sigurs i kosning- unum 26. mal, og var gerður góður rómur að máli þeirra. Fundarstjóri var Alfreð Gislason. Fundinum var slitið með fjöldasöng, sem Guðmund- ur Magnússon skólastjóri stjórnaði.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.