Þjóðmál - 22.05.1974, Blaðsíða 3

Þjóðmál - 22.05.1974, Blaðsíða 3
ÞJÓÐMÁL 3 Hannibal Valdimarsson formaður SFV: Þingrof með þessum hætti á sér ekkert fordæmi í sögu lýðræðisins Miklu varðar, að kjósendur fordæmi verknaðinn svo að þetta fordæmi myndi ekki nýja stjórnarfarsreglu í fyrri grein minni um að- draganda þeirra ótiðinda, sem nú hafa gerzt d stjórnmála- sviðinu, sannaði ég það með óhrekjandi rökum, að Ólafur Jóhannesson sjálfur, og enginn annar, þverbraut grund- vallarákvæði stjórnarsátt- málans um náið samráð við verkalýðshreyfinguna, og rauf einnig sjálfur þannn þriggja flokka grundvöll, sem stjórnin var byggð á. 1 þessari grein mun ég leitast við að gera grein fyrir þingrof- inu, eins og það var framkvæmt nti. Þá mun sannast, að það á sér ekkert fordæmi i þingræðissögu lýðveldisins, að þing sé rofið nema frá næsta kjördegi, svo að aldrei verði þinglaust. Hér skal samkvæmt 1. gr. stjórnarskrár- innar, vera þingbundin stjórn. Ég mun sýna fram á hversu fáránlegt það er i lýðræðislandi, að forsætisráðherra, sem er i minnihlutaá Alþingi, geti rekið meirihluta þings frá störfum. Auðvitað verður það ekkert annað kallað með sönnu en ger- ræði, ofbeldi — valdarán. Þetta eru ekki stóryrði, heldur rétt- nefni þess, sem gerst hefur. Ég mun sýna fram á, að enginn getur svipt Alþingis- menn umboði sinu, nema sá, sem umboðið veitti, en það eru kjósendur. Það umboð var veitt til næsta kjördags, og er enginn aðili þess umkominn á nokkrum réttargrundvelli að fella það umboð niður fyrr. Þess vegna ber ávallt að miða gildistöku þingrofs við kjördaginn sjálfan. Ég mun sýna fram á, að vegna þess stórkostlega vanda i efnahagsmálum, sem nú steðjar að, bar stjórninni i stað þingrofs að segja af sér, strax er hún sá, að hún hafði ekki þingstyrk til að koma tillögum sinum i efna- hagsmálum fram. Með þingrofi var hlaupist frá Vandanum, lausn hans látin hiða, þar til eftir kosningar og meira að segja eftir myndun nýrrar stjórnar þar á eftir. En með þvi að biðjast lausnar strax, var hægt að ganga úr skugga um möguleika fýrir myndun þingræðislegrar stjórnar innan þriggja daga eða svo, og ráðast þegar að vandan- um. Og það var það, sem var skýlaus skylda þings og stjórn- ar, eins og á stóð. Ég mun sýna fram á það, að Ólafur Jóhannesson, sem nú ætlar að stjórna um sinn með tilskipunum, reglugerðum og bráðabirgðalögum, hefur ekki þingmannsumboð fremur en aðrir alþingismenn, og hefur þvi ekkert umboð frá þjóðinni til forræðis i málum hennar — þannig t.d. engan rétt tii útgáfu bráðabirgðalaga. Hvaðan ætti hann að hafa fengið vald til sliks? Ekki frá löggjafarsam- komunni, Alþingi Islendinga, svo mikið er vist. En hvaðan þá? Svari þeir, sem geta. Ég mun sýna fram á, að þing rof, eins og Ólafur Jóhannesson hefur framkvæmt það, þ.e. með gildistöku frá birtingardegi, en ekki miðað við kjördag eins og vera ber, er alvarlegt tilræði við þingræðið, og það er alvarlegri hlutur, en menn gera sér grein fyrir i fljótu bragði. Ef kjós- endur viðurkenna i kosningum, að forsætisráðherra með minni- hluta á bak við sig i Alþingi, geti lagt þingið niður, þótt um tak- markaðan tima sé i þetta sinn, hvilikt fordæmi er þá ekki skapað fyrir einræðissinna og öfgamenn. Sjá menn ekki, að þarna er vegið að rótum þing- ræðisins, og einræðisseggjum visaður vegurinn til auðtekinna valda, án meirihlutastuðnings þjóðarinnar? Þessar kosningar verða þvi prófsteinn á það, hvort kjós- endur kunna að meta gildi þing- ræðisins, eða hvort þeir láta sér á sama standa, þótt einræði sé lætt að þjóðinni og þvi siðan opnaðar allar gáttir. Fái Ólafur Jóhannesson og flokkur hans aukið fylgi kom- andi kosningum, yrði það talinn traustur grundvöllur og for- dæmi þeirrar stjórnarfarsreglu, að forsætisráðherra, sem þá stóð frammi fyrir vantrausti meirihluta Alþingis, sen flýði undan þvi, geti lagt þingið til hliðar.hvenær sem er og hrifsað til sin rikisvaldið i eigin hendur. Ef þetta gerðist i komandi kosningum, segi ég, þá væri lýð- ræði og þingræði ekki iengur grundvöllur islensks stjórnar- fars og þjóðfélags. Svo mikið er i húfi, að islensk- ir kjósendur skilji rétt það, sem gerst hefur. IJtum nú nokkru nánar á hvert þessara atriða fyrir sig. Það er þá fyrst, hvort hér sé ekki um einsdæmi að ræða alla tið, siðan lýðveldið var stofnað. Við athugun kemur i ljós, að sið- an 1944 hefur þingrof orðið þrisvar sinnum, þ.e- árin 1953, 1956 og 1959. Og I öll skiptin er þingið að sjálfsögðu rofið frá og með kjör- degi.þegar nýtt þing verður til. Þannig, og aðeins þannig er þingræðisreglunni i heiðri haldið, að þing sé alltaf til, og alltaf sé hægt að kalla það til starfa. Nú er ekkert þing til, engir þingmenn. Stjórn Ólafs Jó- hannessonar er þvi ekki þing- bundin. En i upphafsorðum stjórnarskrárinnar segir: ,,ls- land er lýðveldimeð þingbund- inni stjórn.” Getur þá nokkrum dulist, að þar með er 1. grein stjórnarskrárinnar þverbrotin? Einasta fordæmið, sem er nokkurn veginn hliðstætt, er þingrof Tryggva Þórhallssonar 1931. En um það risu lika strax heiftarlegar deilur. Það var talið stjórnarskrárbrot, og hef- ur siðan verið talið viti til varnaðar. — Tryggva var þó nokkur vorkunn, þvi að með valdbeitingu sinni var hann að reyna að bjarga enn um sinn stórkostlegum sérréttindum sveitanna i kjördæmaskipan- inni. ólafur sverst hins vegar i fóstbræðralag við kommúnista um frumvarp, sem traðkar á frjálsum samningsrétti laun- þegasamtakanna.Honum er þvi engin vorkunn. Það stóð eins á 1931 og nú, að fram var komið vantraust á stjórnina.Þá tilkynnti formaður Alþýöuflokksins, Jón heitinn Baldvinsson bréflega, að Al- þýðuflokkurinn greiddi atkvæði með vantrauststillögu Sjálf- stæðismmanna. Auðvitað skilja það allir, að þegar tekist er á um traust eða vantraust á Al- þingi, geta engir staðið ráðlaus- ir þar á milli. Þingið skiptist hreinlega upp i tvær gagnstæðar sveitir. Svo var það einnig nú, og útilokað var, að þingflokkur samtakanna gæti lýst trausti á Ólafi Jóhannessyni eftir það, sem á undan var gengið, bæði málefnalega gagnvart laun- þegasamtökunum, og persónu- lega gagnvart ráðherra flokks- ins, Birni Jónssyni. Arið 1931 gerðu foringjar Al- þýðuflokksins, Jón Baldvinsson og Haraldur Guðmundsson, sér strax ljóst, að þingrofsaðferð Tryggva Þórhallssonar um að rjúfa þingið strax, en ekki miðað viö kjördag, hlaut að leiða til þess, cf'.fordæmið teldist mynda stjórnarfarsreglu, að þingræðið sjálft væri i hættu. Gegn þvi snerust þeir strax til varnar. Þeir töluðu á útifundum af svölum Alþingishússins við hliðina á foringjum ihaldsins, Jóni Þorlákssyni, Magnúsi Guð- mundssyni og Jakob Möller. — Þeir voru að verja sjálft þingræðið, sem alla tið i öllum löndum hefur reynst hinn eini raunhæfi starfsgrundvöllur lýð- ræðisjafnaðarmanna til að um- skapa þjóðfélagið eftir kenning- um þeirra og hugsjónum. Vikjum þá að þvi, hvernig unnt var með skjótustum hætti að einbeita meirihluta þings að þvi bráðaðkallandi verkefni, að lægja verðhækkunarölduna, sem yfir vofði 1. júni. Það átti samkvæmt réttum þingræðisleiðum að gerast þannig: Á þeirri stundu, sem Ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra var ljóst, að hann hafði ekki þingstyrk i Neðri deild til að koma tillögum sinum um lausn efnahagsmála fram, bar honum skylda til að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Og þetta var ljóst fyrir löngu siðan. A sömu stundu hefði forseti Islands beðið stjórn Ólafs Jó- hannessonar að sitja áfram til bráðabirgða, meðan forsetinn kannaði möguleika á myndun þingræðislegrar stjórnar. Sú könnun hefði aðeins tekið nokkra daga. Ef hún hefði borið árangur, var vandi efnahags- málanna strax kominn i hendur rikisstjórnar i umboði Alþingis, en ekki skotið á frest, þar til eft- ir kosningar og eftir stjórnar- myndunarbax þar á eftir — sennilega i júli- eða ágúst- mánuði. Hefði myndun þingræðislegr- ar stjórnar hins vegar ekki tekist, er sennilegt, að em- bættismannastjórn hefði séð um afgreiðslu mála, þar til kosningar hefðu fram farið með venjulegum og eðlilegum hætti. Svona átti þetta einfaldlega að ganga til. 1 stað þess fer ólafur Jó- hannesson að bolast i glimunni. Þrásitur i ráðleysi. Fer sjálfur að kanna, hvort stjórnarand- staðan vilji mynda meirihluta- stjórn undir hans forsæti, og þó með skilyrðum. Siðan segir hann forseta, að ekki sé unnt að mynda þing- ræðislega meirihlutastjórn, og þess vegna verði hann að biðja um þingrof. Þó skal þvi við bætt, að rikis- stjórn, sem þessum bolabrögð- um hefur beitt til að halda völdunum getur setið allt að 8 mánuðum. Og þar sem hún hef- ur, eins og Olafur sagði, losað sig við þingiðog hefur það ekki lengur yfir sér, hvað ætti þá að hindra hana i að framlengja valdatima sinn um aðra 8 mánuði eða nokkra 8 mánuði i viðbót, ef henni biði svo við að horfa? Augljóst er, að i þingræðis- reglunni felst það, að hér skuli alltaf rikja þingræði — ekki bara alla jafna. Þar i skulu engar eyður vera. Enda kom árekstrarnir strax i ljós, þegar þingið er ekki lengur til. Forseti Sameinaðs þings er einn æðsti maður þjóðarinnar. Hann skal ávallt koma fram fyrir þingsins hönd. Nú var Ey- steinn Jónsson i upphafi seinasta þinghalds kjörinn for- seti þess. Hvað er hann nú, þeg- ar ekkert þing er til? Er hann einskis þings forseti!! Þá er forseti Sameinaðs þings lika einn þeirra, sem skuiu vera handhafar forsetavalds. Enginn hefði látið sér til hugar koma, að i landi, þar sem þingræði væri bundið stjórnarskránni, gæti það komið fyrir, að þinglaust væri, og þannig enginn forseti Sameinaðs þings. — En með gerræði Ólafs Jóhannessonar er þetta samt staðreynd um þessar mundir. Um það þarf ekki i grafgötur að fara: Grundvelli sjálfs þing- ræðisins hefur verið rift. ,,Eitt rekur sig á annars horn”. Ég hef áður látið i ljós þá skoðun mina, að undir þessum kringumstæðum hafi að sjálf- sögðu átt að kanna alla mögu- leika til myndunar þingræðis- legrar stjórnar, eins og alltaf ber að gera, áður en umboð er veitt stjórn með minnihluta á bak við sig. Og þó að reynt hafi verið að saka mig um árás á forsetann — Framhald á bls. 10.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.