Þjóðmál - 22.05.1974, Blaðsíða 8

Þjóðmál - 22.05.1974, Blaðsíða 8
8 ÞJÓÐM/ÍL l-listinn - listi Framsóknaflokksins og SFV í Kópavogi Friðum Fossvogsdal Fulltrúar l-listans í bæjarstjórn Kópavogs munu beita sér fyrir friðun Fossvogsdals og að hann verði gerður að útivistarsvæði fyrir bæjarbúa. Þeir munu beita sér gegn því að lögð verði hraðbraut eftir dalnum. Mönnum er að verða það æ ljósara að í þéttbýlisstöðum er brýn þörf á útivistarsvæðum, þar sem fólk getur hreyft sig óhindrað og komizt í snertingu við náttúruna. Fyrir ári undir- rituðu allmargir Kópavogsbúar áskorun til bæjarstjórnar um það að hætt yrði við fyrirhug- aðar hraðbrautarframkvæmdir í Fossvogi og dalurinn yrði frið- aður og gerður að útivistasvæði. Bæjarstjórn tók ekki skýra af- stöðu til þessa máls, en þá þeg- ar höfðu veriö undirbúnar nokkrar byggingarframkvæmd- ' ir sem ekki varð snúið aftur með. Þess vegna þykir rétt að þessi afstaða væntanlegra bæj- arfulltrúa I-listans komi hér skýrt og ákveðið fram. Ljóst er að ekki verður unnt að hefja miklar framkvæmdir við útivistarsvæðið í Fossvogi á komandi kjörtímabili, þvl verk- efnin sem enga bið þola eru svo mörg. Hins vegar munu bæjarfulltrúar listans beita sér fyrir því að á næsta kjörtímar bili verði efnt til samkeppni um framtíðarskipulags svæðis- ins, þar sem höfuðáhersla verði lögð á frjálst útivistarsvæði fyr- ir íbúa bæjarins. Jafnframt þarf að huga að friðun fleiri opinna svæða í bænum, þar sem ungir og gamlir geta átt griðland í frístundum sínum ár- ið um kring. 111 Hárgreiðslu- og snyrtistofa Tilboð óskast i leigu á hárgreiðslu- og snyrtijgtofu i Borgarspitalanum. Upplýsingar gefur skrifstofustjóri Borg- arspitalans. Tilboð sendist sama aðila fyr- ir 25. mai n.k. Reykjavik, 15. mai 1974. BORGARSPÍTALINN TILKYNNING FRÁ yfirkjörstjórn Vestmannaeyjum Af gefnu tilefni, skal tekið fram, að framboðslistar við bæjarstjórnar- kosningar i Vestmannaeyjum sunnudaginn 26. mai n.k. eru sem hér segir: A-LISTINN Borinn fram af Alþýðuflokknum og Samtökum frjálslyndra og vinstri manna Yfirkjörstjórn D-LISTINN Borinn fram af Sjálfstæðis flokknum K-LISTINN Borinn fram af Framsóknar- flokknum og Alþýðubandalaginu Skófínn er annað heimifí nemandans Sigurjón Ingi Hilaríusson, formaður Fræðsluráðs Kópavogs hefur að allra áliti unnið mjög gott starf fyrir bæjarfélagið. Hann skipar 2. sæti á l-listanum. í viðtalinu sem hér fer á eftir fjallar Sigurjón um helstu viðfangsefni fræðsluráðs. — Hvaða mál telur þú merk- ust, sem fræðsluráð hefur haft til meðferðar á liðnu kjörtíma- bili? — Það er af mörgu að taka. öll mál, sem fyrir fræðsluráð koma, eru í sjálfu sér merk mál, þar sem þau snerta mennt- unaraðstöðu í kaupstaðnum. Ef ég tæki að nefna það sem mér er efst í huga nú, þá er það þetta: 1 fyrsta lagi, þegar ákveðið var í fræðsluráði á síðasta sumri að afnema þrísetningu í barnaskólum, en þrisetning hefur verið hér í skólum um áraraðir. Þetta var gert með því að kaupa lausar stofur, þ.e. tvær stofur í einu húsi, sem síðan er hægt að flytja til eftir því sem þörfin kallar á í skól- unum hverju sinni. Þessi að- ferð hefur í ríkari mæli verið notuð, bæði hér á landi og er- lendis, til þess að bæta úr þrengslum í skólum. 1 öðru lagi vildi ég nefna, að á síðasta hausti beitti fræðslu- ráð sér fyrir stofnun sér- kennslumiðstöðva og aukinni hjálparkennslu í hverjum skóla bamastigsins og þessa dagana erum við einmitt að ganga frá nýrri áætlun um mjög mikla aukningu á þeirri aðstoð, sem seinfærum og vanheilum nem- endum verður veitt. Ég tel það skyldu bæði bæjarfélagsins og ríkisvaldsins, að búa þannig að hverjum einstaklingi, að hæfi- leikar hans nýtist til góðs fyrir þjóðfélagið og einstaklíngurinn geti fundið ábyrgðina í þeirri heiidarkeðju sem við öll mynd- uni í íslensku þjóðfélagi. 1 þriðja lagi vildi ég nefna stofnun fyrsta skólabókasafns í skólum hér í Kópavogi. en slíkt bókasafn var stofnað í Ifópa- vogsskóia á sl. hausti. Skóla- bókasöfn gefa nemendum rnögu- leika á að vinna sjálfstætt að ákveðnum verkefnum undir handleiðslu kenr.arans og auka áhuga og þekkingarsvið nem- andans. 1 fjórða lagi vildi ég svo nefna stofnun Menntaskóla 1 Kópavogi. Kennsla i Mennta- skólanum hófst hér haustið 1972 og á s.l. sumri var ráðinn skólameistari, Ingólfur A. Þor- kelsson, mikilhæfur atorku- maður sem gjörþekkir skólamál innanlands og utan. — Getur þú í stuttu máli sagt frá aðdraganda að stofnun skól- ans? — Á fræðsluráðsfundi 1. mars 1972 fluttum við Andrés Kristjánsson tillögu um a5 skora á bæjarstjórn Kópavogs að béita sér fyrir því við menntamálaráðherra að hafist yrði handa um undirbúning að stofnun Menntaskóla í Kópa- vogi. Menntamálaráðherra, Magnús Torfi Ólafsson, ákvað að stofna skólann og hefur hann allt frá upphafi sýnt mál- inu mikinn skilning. Stofnun skólans á eftir að verða bæjar- lífinu hér í Kópavogi mikil lyftistöng á komandi árum. Ákveðið er að skólinn verði með fjölbrautarsniði, þegar oyggt hefur verið yfir starf- semi hans. Slík tilhögun á að geta hamlað gegn því almenna viðhorfi að ókveðnar náms- brautir séu réttiiærri en aðrar. — Hvernig er áformað að leysa skóiamál í hinu nýja Snæ- landshverfi? — Fræðisluráð hefur með samþykki bæjarráðs leitað eftir þvi við Menntamálaráðuneytið, að stofnse.tja Snælandsskóla nú í haust. Stefnt er að þvi að fá færanlegar kennslustofur og þær staðsettar á skólalóðinni sem fyrirhuguð er tii frambúð- ar. Upphaflega var ekki gert ráð fyrir skölastofnun í Snæ- landsliverfi ryrr en haustið 1975, en þegar Viðlagasjóðs- húsin voru rism í hverfinu, þólti okkur nauðsyniegt að yngstu börriin gætu sótt skóla, sem væri ekki alltof fjarri heimiium þeirra. — Ekki megum við ljúka þessu tali okkar, án þess að minnast á byggingu nýju í- þróttahallarinnar. — Nei, — í fræðsluráði höf- um við lagt áherslu á, að byggt verði íþróttahús við alla skóla í kaupsfaðnum, m.a. til þess að auka samfeldni í skólastarfinu. En ekki verða allir hlutir gerð- ir í einu, það má öllum vera ljóst. Framhald á bls. 10.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.