Þjóðmál - 22.05.1974, Blaðsíða 5

Þjóðmál - 22.05.1974, Blaðsíða 5
ÞJÓÐMÁL 5 Einar Þorsteinn Ásgeirsson Stjórnleysi og uppgjöf í skipulagsmálum Reykjavfku rborgar Svar meirihiuta Sjálfstæðismanna við vandanum er GRÆN BLEKKING Stjórnleysi og uppgjöf i skipu- lagsmálum Reykjavíkurborgar Svar meirihluta Sjálfstæðis'- manna við vandanum er: GRÆN BLEKKING! Frá þvi 1962, er undirstöðurn- ar voru lagðar undir Aðalskipu- lag Reykjavikur 1962-83, hefur ekkert af ákvörðunum þess ver- ið endurskoðað. Viðhorf manna til skipulagsmála eru þó ger- breyttfrá þvi fyrir 12árum. All- ir vita raunar,að áætlanir eins og þessi ganga úr sér og þvi er endurskoðun aðalskipulags lög- boðin. Þrátt fyrir þetta hefur ekkert skeð i þessu þýðingar- mikla máli. Er þetta góð stjórn i málefnum Reykjavikurborgar? Þessari spurningu getum við öll svarað I kjörklefanum næsta sunnudag. Aðalskupulagið tók einungis tillit til bilsins Nú er ekki vist að allir geri sér grein fyrir þvi hve þetta er al- varlegt mál. og þvi nefni ég tvö dæmi: Aðalskipulagið tók nær eingöngu tillit til bilsins. Gatna- kerfinu var rutt braut i gegn um hvað sem fyrir varð, jafnt Elliðaár, sem Fossvogsdalinn jafnt Austurvöll, sem Tjörnina. Nú hefur komið i ljós að fólk vill hvorki fórna bilnum svona miklu, né hefur bilafjölgunin orðið neitt nálægt þvi sem aðal- skipulagið gerði ráð fyrir. Aðalskipulagið gerði ráð fyrir að gömlu hverfin i borginni ættu að verða nær algerlega ibúa- snauð. Hvers vegna? Vegna þess að rannsóknir sýndu að þar fór ibúum heldur fækkandi. Hugmyndaflugið var ekki meira en þetta! Nú sjá allir heilvita menn að fjölga þarf ibúum i þessum gömlu hverfum, með þvi að greiða fyrir ibúðabygg- ingu þar, sem tekur þó tillit til útlits umhverfis sins. Unga fólk- ið mun fagna þessu, enda sækir það nú fast i gömlu hverfin og skólarnir og aðrar þjónustu- stofnanir þar nýtast aftur mun betur. Þetta eru aðeins tvö dæmi, en af mörguer að taka! Græna blekkingin Óendurskobað Aðalskipulag stendur i vegi fyrir þessu hvoru- tveggja. Og hvað gerir þá borg- arstjórnarmeirihluti sjálf- stæðismanna? Hann reynir að slá ryki i augu almennings, þvi hann óttast nú mest niðurstöður kosninganna á sunnudaginn og hefur gert lengi. Svar hans er GRÆNA BLEKKINGIN ÖÐRU NAFNI GRÆNA BYLTINGIN En áður en ég fjalla um hana vil ég benda ykkur á annað dæmi um blekkingartilraunir borgar- stjórnarmeirihlutans. I júlimánuð siðastliðnum var Seðlabankamálið ofarlega á baugi hér i borg. Eins og menn muna stóð það um staðsetningu seðlabankans á Arnarhólstúni. Borgarstjórnin hafði veitt sam- þykki sitt fyrir þessu, en al- menningur i Reykjavik reis upp til þess að mótmæla þessari framkvæmd og borgarstjórnin neyddist til þess að endurskoða afstöðu sina, að þvi leiti að nú var boðið uppá sömu byggingu á sama stað en einni hæð lægri oog 10 metrum lengra frá Ingólfi Arnarsyni! Almenningur lét sér það ekki nægja. Nú voru góð ráð dýr. Hverju átti að brydda uppá til þess að málið gleymdist sem allra fyrst? Jú, þann 1. ágúst i beinu framhaldi af mótmælum al- mennings var tilkynnt að Aust- urstræti yrði göngugata. Það var sem sé gripið niður i kosn- ingakandís-skúffuna og spilað út einu helsta og sætasta molan- um. Þann 4. ágúst segir svo Morg unblaðið i leiðara undir fyrir- sögninni: „Græn bylting” i borginni. „Fróðlegt verður að fylgjast með þessari tilraun, en liklegt má telja, að þegar Aust- urstræti hefur verið lokað fyrir bllaumferð verði fáir talsmenn þess, að það verði opnað aftur”. Það var nú svo! Slæmar undirtektir Kosningaáróðurinn með grænu byltinguna byrjaði sem sé 4. ágúst 1973. En ekki varð Morgunblaðinu að þessari frómu ósk sinni, einsog við þekkjum öll svo vel. Borgarstjórinn góði segir sjálfur þann 12. águst, er öllu Austurstærti og hálfu Pósthús- stræti hafði verið lokað: „Þetta er að sjálfsögðu aðeins tilraun og niðurstöður hennar mótast af þvi hverjar undirtektir hún fær hjá borgarbúum.” Undirtektir borgarbúa eru svo kannaðar á næstu tveim mánuðum og 93 af hundraði nitiu og þrir af hverj- um hundrað ibúum borgarinnar eru hlynntir þvi að Austurstræti verði áfram göngugata. Var unnt að fá skýrari svör frá borg- arbúum? Þvert ofan i óskir almennings Framhaldið þekkjum við: Fyrst er rúmlega helmingur af Austurstræti opnaður aftur fyrir bilaumferð. Hinn helmingurinn er undirbúinn fyrir göngugötu- slitlag eins og eðlilegt er. Síðan þegar framkvæmdir við þetta eru vel á veg komnar ákveður borgarstjórn að minnka göngu- svæðið enn frekar. Pósthús- strætið sem þó er búið að grafa allt upp og leggja nýjar leiðslur i er malbikað á ný! Hér skal verða riki bilsins eins og áður. Er það almenningur sem fer fram á þetta? Nei, það eru örfá- ir menn, hagsmunahópur, sem stendur borgarstjórnarmeiri- hlutanum svona miklu nær en borgarbúar allir, að hann fær þessu breytt þvert ofan i óskir almennings. Næstkomandi sunnudag verðr einnig kosið um þetta, samborg- ari góður. Ég er i egnum vafa um hvert svar þitt verður við þessu. Við sem höfum ekki áhrif á þessa háu herra i meirihluta borgarstjórnar nema i kosning- um fjórða hvert ár, verðum að sýna þeim hvert álit okkar er á slikum eiörðum. íhaldið að skreyta sig með byltingu En litum nú á aðra hlið þess- arar blekkingartilraunar. Grænu BLEKKINGUNA . Grænu byltinguna sjálfa. Hvers vegna er þessi áætlun um umhverfi og útivist blekking? Hún er blekking vegna þess, að hér er ihaldsafl að skreyta sig meðibyltingunni, sem hún hefur þó hatast úti áratugum saman. eingöngu til þess að ná til yngstu og nýjustu kjósendanna. Hún er blekking vegna þess, að áætlun- in misnotar og raunar þverbrýt- ur skipulagsgögn og skipulags- reglur einsog sjálfur skipulags- stjóri rikisins hefur staðfest, enda treystir hann sér ekki til þess að samþykkja hana! Sem dæmi um þetta er misnotkun á skipulagslitum. I áætluninni er allt málað grænt, til þess að al- menningi sýnist að hér sé ekkert smámál á ferðinni en sam- kvæmt lögum ættu litirnir að vera amk. þrir! Hér er verið að notfæra sér þekkingarskort al- mennings á skipulagi. Græna byltingin er blekking vegna þess að þörfin fyrir hjól- reiða- göngu- og reiðstiga er alls ekki sú, sem látið er i veðri vaka. Að auki er það hugsana- viila að hjólreiðamenn og gang- andi vegfarendur geti notað sama stiginn. Slikt veldur ein- ungis slysum. Við verðum og að athuga hvaða landi við búum i og hve mikið verður unnt vegna veðurfars að nota þessa stiga, siðan verðum við að gera hæfi- lega hjólreiða og göngustiga áætlun, en ekki teygja hana út um alla borgina þvers og kruss. Slikt er ekki raunhæft. Þessari áætlun hefur verið likt saman við „átakið” i malbikunarfram- kvæmdum. Sá samanburður er óraunhæfur vegna þess að mikil bilanotkun var staðreynd. Bill- inn hentar veðurfari okkar. Menn voru orðnir langþreyttir á þvi að hossast yfir holóttar borgargötur og þvi var það um leð fjárhagslegur sparnaður að malbika göturnar. Slikt er ekki fyrir hendi varðandi útivist i Reykjavik. A þeim stutta tima sem hér er sumar vill fólk ein- faldlega burt úr bænum eftir að vera búið að vera i bænum allan veturinn. Það, að grænka svæði eingöngu fyrir augað álit ég ætti að vera mikið aftar á óskalista Reykjavikurbúa. Það getum við fullyrt sem þekkjum bakhliðar Reykjavikurborgar og það sem þar er ógert. 1 stað þessa væri mun raun- hæfara að lengja sumariðhér i borg heita vatnsins. Minnihluti borgarstjórnar hefur lagt fram tillögur um gerð hvolfþaks hitað með hveravatni i öskjuhlið þar sem framlenging sumarsins yrði að veruleika. Þessar tillög- ur voru felldar af borgarstjórn- armeirihlutanum. Byltingin á að kosta 650 millj. á þremur árum Siðast en ekki sist er græna byltingin BLEKKING VEGNA FJÁRMALANNA. Byltingin á að kosta Reykjavikurbúa 650 milljónir á þrem árum. Það er um 10% af tekjum borgarinnar á ári hverju. Maður sem borgar 100 þúsund i útsvar 1974 borgar þvi 10 þúsund af þvi i gærnu byltinguna. En það sem gleymdist að taka með i reikn- inginn er viðhaldskostnaður grænu svæðanna. Ekkert annað ýfirborð jarðvegs er eins dýrt i viðhaldi og grænt gras. Það þarf stöðugt að endurbæta, slá amk. þrisvar á sumri o.s.frv. Þvi er það alger blekking að þegja um þessa hlið málsins og litill sómi fyrir þá sem telja vinstri menn ekki hafa vit á fjármálum! Allt þetta gerir grænu bylting- una að BLEKKINGU, sem er til þess gerð að breiða grænt tjald fyrir þau vandamál i skipulags og umhverfismálum, sem hvar- vetna blasa við. Hún sýnir þvi aðeins uppgjöf á skipulagsmál- um borgarinnar. Með þvi að kjósa J-LISTANN næsta sumiudag getum við öll átt þátt i þvi að snúa þessu við. Við viljum takast á við raun- veruleg vandaniál borgarinnar, sem niun gera Reykjavik, að raunverulega nianneskjulegri borg en ekki bara, rétt fyrir kosningar. Kjósum öll x-J. Kjósunt öll J- LISTANN á sunnudaginn. x-J Breytum til! Nýtt forustuafl! x-J

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.