Ný þjóðmál - 14.06.1974, Blaðsíða 5

Ný þjóðmál - 14.06.1974, Blaðsíða 5
NY Þ.TÓÐMÁL 5 F-LISTINN1REYKJANESKJÖRDÆMI 1. Halldór S. Magnússon, viö- skiptafræðingur, Smáraflöt 30, Garðahreppi. Fæddur i Vest- mannaeyjum 30. april 1942. Stúdentspróf frá M.R. 1963, próf i viðskiptafræðum frá H.í. 1969. Starfaði á skólaárum við sjó- mennsku og útgerð, var fram- kvæmdastjóri sildarsöltunar- stöðvar á Reyðarfirði 1966-1969, viðskiptastj. Jarðborana rikisins 1969-71, framkvæmdastjóri Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna siðan 1971. A sæti i stjórn Framkvæmdastofnunar rikisins, varaformaður stjórnar Norður- stjörnunnar, Hafnarfirði, i stjórn Bandalags islenskra skáta. Var 1. varamaður landskjörinna þing- manna SFV á liðnu kjörtimabili og hefur tekið sæti á Alþingi sem siikur. Halldór er kvæntur Kristinu Bjarnadóttur og eiga þau þrjú börn. 6. Kristján Bersi ólafsson er fæddur 2. jan. 1938. Hann lauk stúdentsprófi frá M.R. 1957 og fil. kand. prófi frá Stokkhólms- háskóla 1962. Næstu ár starfaði hann við blaðamennsku, fyrst við Tlmann, en siðan Alþýðublaðið og var ritstjóri þess 1968-1970. Hann var einnig formaður Blaða- mannafélags tslands 1967-1968. Jafnframt blaöamennsku stund- aði hann ávallt nokkra kennslu og hvarf alfarið til þeirra starfa haustið 1970. Siðan 1972 hefur hann verið skólastjóri Flensborg- arskóla. Kristján Bersi er kvænt- ur Sigrlði Bjarnadóttur frá Hvestu I Arnarfirði og eiga þau 3 börn. 2. EHas Snæland Jónssoner fædd- ur að Skarði i Bjarnafirði, Strandasýslu, 8. janúar 1943. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Keflavikur árið 1960, og prófi frá Samvinnuskól- anum 1962. Hann dvaldi siðan um árs skeið i Noregi, fyrst I skóla norsku verkalýðshreyfingarinnar en siðar sem blaðamaður við Sunnmöre Arbeideravis, dagblað i Alasundi. 1 ársbyrjun 1964 gerð- ist hann blaðamaður við Timann, og gegndi þvi starfi óslitið fram á siðasta ár. Hann var fram- kvæmdastjóri Sambands ungra framsóknarmanna i vetur, en er nú ritstjóri vikublaðsins Þjóðmál. Elias hefur starfað I SUF og Framsóknarflokknum um langt árabil. Hann var formaður FUF I Kópavogi eitt ár, formaður FUF i Reykjavik 1969-1971, ritari SUF 1964-1966 og formaður SUF frá 1972. Hann hefur einnig starf- að mikið að málefnum blaða- manna, einkum kjaramálum, og verið formaður Launamála- nefndar þeirra. Hann var einnig formaður Blaðamannafélags Is- lands 1972-1973. Nú I vetur hefur Elias m.a. starfað sem einn af umsjónarmönnum sjónvarps- þáttarins „Landshorn”. Elias er kvæntur önnu K. Brynjúlfsdóttur, kennara, og eiga þau þrjá syni. Þau búa að Lund- arbrekku 12 i Kópavogi. 7. Hannes H. Jónsson, iðnverka- maður, Mosfellssveit, er fæddur á Blönduósi 11. júli 1934. Hann ólst upp i Austur-Húnavatnssýslu. Hannes hefur starfað við iðnaðarstörf um margra ára skeið, og vinnur nú við gólfteppa- iðnað. Hann hefur látið félagsmál iðnverkafólks verulega til sin taka. Hannés er kvæntur Hrefnu Magnúsdóttur, og eiga þau þrjú börn. 3. Sigurður Einarssoner fæddur I Reykjavik 17. nóv. 1942 og hefur áttheima i Kópavogi frá júli 1969. Hann lauk prófi i tannsmiðum 1964, og hefur unnið við tannsmið- ar i tæp 15 ár. Hann var formaður Tannsmiðafélags íslands i eitt ár, og hefur verið i stórn skiðadeildar Í.R. á annan áratug. f stjórn F.u.F. i Kópavogi hefur hann átt sæti i rum 4 ár, þar af eitt ár sem formaður og hefur átt sæti i mið- stjórn S.u.F. frá 1972. Ritstjóri Framsýnar, málgagns Fram- sóknarmanna i Kópavogi, hefur hann verið frá þvi i nóv. 1972. Einnig hefur hann gegnt fjöl- mörgum störfum i nefndum á vegum Kópavogskaupstaðar og m.a. verið formaður Þjóðhátiðar- nefndar 1974, i Kópavogi. Eiginkona Sigurðar er Þórhild- ur Guðmundsdóttir og eiga þau þrjú börn. 8. Hannes Einarssoner fæddur 20. júl. 1948 á Neskaupstað, en hefur lengst af átt heima I Keflavik. Hann lauk landsprófi frá Gagn- fræðaskóla Keflavikur 1964 og burtfararprófi frá Iðnskólanum I Reykjavik 1967. Hann tók mikinn þátt i félagsmálum iðnnema og átti þátt I endurstofnun Iðnnema- félags Suðurnesja og átti sæti i stjórnum þess á námstimanum. I stjórn Iðnnemasambands tslands var hann 1967-1969 og formaður annað árið. Hann var varafor- maður F.u.J. i Keflavik 1966-67 og siðan formaður 1967-69. Hannes er kvæntur Laufeyju Steingrims- dóttur og eiga þau eina dóttur. 4. Ilalldóra Sveinbjörnsdóttir er fædd i Ófeigsfirði á Ströndum 10. ág. 1938. Hún lauk landsprófi árið 1955 og var i húsmæðraskóla á Laugum veturinn 1956-57. Sat 3 ár i stjórn F.u.F. i Reykjavik og 2 ár 1 stjórn Félags Framsóknar- kvenna. Hún var kjörin i mið- stjórn S.u.F. 1968 og i fram- kvæmdastjórn S.u.F. á siðasta sambandsþingi 1972. Hún hefur átt sæti i miðstjórn Framsóknar- flokksins i 3 ár. Varafulltrúi i borgarstjórn Reykjavikur var hún siðasta kjörtimabil, og full- trúi i æskulýðsráði Reykjavikur i 2 ár. Halldóra er gift Hrólfi Hall- dórssyni og eiga þau tvö börn. 9. Jón Aðalbjörn Bjarnason er fæddur 26. ágúst 1932. Hann er nú búsettur i Kópavogi. Hann ólst upp á ísafirði og lærði ljósmyndun hjá hinum kunna ljósmyndara Simsson á Isafirði. Hann rak eigin ljósmyndastofu á ísafirði um langt árabil, og er hann fluttist til Kópavogs setti hann upp ljósmyndastofu þar. Hann sinnti mjög félagsmálum bæði á ísafirði og i Kópav. Hann var m.a. formaður fyrsta Alþýðu- bandalagsins á Isafirði, en gerðist siðar stofnfélagi i Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, og er nú formaður SFV i Kópavogi. Jón er kvæntur Lilju Sigurðar- dóttur, hjúkrunarkonu. 5. Sigurjón I. Hilariusson er fæddur 26. mai 1931 á Hesteyri, N- fs. Lauk kennaraprófi 1953. Kennari við barna- og gagnfræða- skólann i Keflavik 1953-54 og ung- lingaskólann og barnaskólann i Kópavogi 1954-58 og Gagnfræða- skólann i Kópavogi frá 1958. Sigurjón hefur starfað mikið að æskulýðs- og félagsmálum, og var æskulýðsfulltrúi i Kópavogi frá 1964 til 1971. Varabæjar- fulltrúi SFV frá 1970-1974. Var kjörinn bæjarfulltrúi i kosningunum 26. mai siðastliðinn. A sæti i fræðsluráði Kópavogs, og er nú formaður þess. Sigurjón er kvæntur Kristinu Þorsteinsdóttur og eiga þau sjö börn. 10. Eyjólfur Eysteinsson er fædd- ur i Reykjavik 8. april 1935. Gagn- fræðingur er hann frá Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar, og lauk siðan námi frá Farmannadeild Stýrimannaskóla Islands árið 1957. Nám i flugumsjón stundaði hann i Bandarikjunum, og lauk þvi 1959. Sjómennsku á farskipum stundaði Eyjólfur i 5 ár til 1958. og ílugumsjón á árunum 1958 til 1963. Framkvæmdastjóri S.u.F. 1963-1966, og starfsmaður Sam- vinnubanka Keflavikur 1966-1971. Forstöðumaður sjúkrahúss Keflavikurlæknishéraðs frá 1971. Eyjólfur átti sæti i stjórn S.u.F. i um 4 ár, formaður fulltrúaráös Framsóknarfélaganna I Keflavik I 4 ár, sæti i stjórn F.u.F. I Kefla- vik i 10 ár, og formaður Fram- sóknarfélag Kelfavikur frá 1972. Einnig hefur hann átt sæti i mið- stjórn Framsóknarflokksins. Eyjólfur er kvæntur Þorbjörgu Pálsdóttur, og eiga þau þrjá drengi. F-LISTINN - FORSENDA VINSTRI STJÓRNAR!

x

Ný þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.