Ný þjóðmál - 14.06.1974, Blaðsíða 6

Ný þjóðmál - 14.06.1974, Blaðsíða 6
6 NÝ PJÓÐMÁL KRISTBJÖRN ÁRNASON, FORMAÐUR SVEINAFÉLAGS HÚSGAGNASMIÐA: Kristbjörn Arnason Launþegar! F-lisúnn er umfram allt YKKAR listi! Magnús Gíslason, Froftastöðum, sem skipar 2. sæti á F-listanum í Norðurlándskjördæmfvestrá: Að byggja landið Magriús Gíslason Ösjaldan heyrast þau orð, að við Islendingar séum fáir, fá- tækir og smáir. Þeirri kenningu er þó hollast að taka meö fullri varúð. Auðvitað erum við fáir. Þjóðin öll er ekki fjölmennari en ein gata i erlendri stórborg. En smá er þjóðin ekki miðað við manndóm og andlegt atgerfi. Þar stöndum við öðrum fjöl- mennari á sporði. Og við eigum gott land, rikt og gjöfult, ef rétt er að þvi bUið. Fiskimið okkar eru ein hin auð- ugustu i heimi, landið er gott og frjósamt til grasræktar, litt nýttir miklir möguleikar til fiskiræktar i ám og vötnum, gnægð ónotaðra orkulinda i fall- vötnum og hverum. Og það, sem ekki er minnst um vert: Við erum enn að mestu lausir við þá mengun sem nU býr öllu lifi vitt og breitt um heimsbyggðina meiri háska en flest óáran önn- ur. „Island er bezta land i heimi”, er haft eftir Tryggva heitnum Þórhallssyni. Þau orð fela i sér meiri sannleik en sum- um kann að virðast i fljótu bragði. En höfum við Islendingar stefnt i rétta átt með nýtingu á landinu og auðæfum þess? Það dreg ég mjög i efa. Mörg undan- farin ár hefur þjóðin, i æ rikara mæli, hnappast saman á suð- vesturhorni landsins. Þangað hefur fólk og fjármagn stefnt i striðum straumi utan af lands- byggðinni. Af þeim sökum hefur legið við landauðn i sumum sveitum og sjóþorpum. Eftir liggja ónotaðir framleiðslu- möguleikar, arðlaus mannvirki. Þannig getur engri þjóð liðist til lengdar að haga sér i landlaus- um og sveltandi heimi. Vinstri stjórnin, sem til valda kom upp Ur kosningunum 1971, ásetti sér að snUa þessari þróun við og hefur sýnt á þvi lofsverða viðleitni. Ber þar hæst kaupin á skuttogurunum, semgerbreytt hafa atvinnuástandi, lifsskil- yrðum og viðhorfi fólks i kaup- stöðum og kauptUnum viða um land. Þar sem áður rikti uppgjöf og vonleysi hafa menn nU á ný fyllst bjartsýni og trU á lifs- bjargarmöguleika á heimaslóð- um. Rekstur þessara þýðingar- miklu atvinnutækja er svo óleyst vandamál og ekki kæmi mér á óvart þótt þar yrði að beita i meira mæli Urræðum samvinnu og sameignar en hingað til. Hjá bændastéttinni rikir einn- igmeiri bjartsýni en áður. Viða er eftirspurn eftir jarðnæði og þess gætir nokkuð, að ungt fólk vill flytja Ur þéttbýli í sveit. En Filistearnir, sem Jónas Jónsson talaði eitt sinn um og sem sótt- ust eftir að véla af bændum álit- legar jarðir, eru enn i fullu fjöri. Þeir bjóða of fjár i hvert góð- býli, sem til sölu er. Ungt fólk, sem hefja vill bUskap, getur Vésteinn Ólason, lektor, sem skipar 2. sætið á F-listanum i Suðurlandskjördæmi: Viðreisnarlandhelgi, Vésteinn ólason Sjaldan hafa islenskir stjórn- máiaforingjar tekið skoplegra heljarstökk en foringjar Sjálf- stæðisflokksins þegar þeir tóku að „berjast íyrir” 200 milna landhelgi. Þeir höfðu setið hjá lafhræddir við Utfærslu land- helginnar i 12 milur á timum fyrri vinstri stjórnarinnar (Þá drattaðist Alþýðuflokkurinn með, nauðugur viljugur). Ekki hafði viðreisnarstjórnin lengi verið við lýði þegar Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðuflokkur gerðu við Breta svikasamningana frægu sem hafa siðan verið beittasta vopn Breta i baráttu þeirra gegn frekari Utfærslu. Allan hinn langa viðreisnartima sýndu þeir enga tilburði til að færa fiskveiöilögsöguna Ut, og viðbrögð þeirra við Utfærslu- stefnu seinni vinstri stjórnar- innar voru söm og áður: Urtölur og viðvaranir. Ekki lét Alþýðu- flokkurinn hjá liða að marka af- stöðu sina skýrt i það sinn, þeg- ar hann gerði það að meginrök- semd fyrir að hafna þátttöku i vinstri stjórn að hann gæti ekki samþykkt vinnubrögöin i land- helgismálinu, þ.e. einhliða Ut- færslu. Það er svo loksins þegar fyrirsjáanleg er kUvending allra helstu fiskveiðiþjóða heims, þar á meðal Breta, til fylgis við 200 milna auðlindalögsögu að is- lensku hægriflokkarnir hrökkva upp Ur hræðslumókinu, berja sér á brjóst og lýsa sjálfum sér sem merkisberum nýrrár stefnu ,200-milna stefnunnar. Þegar þeir tóku nU að reyna að telja fólki trU um að stjórnar- flokkarnir væru andvigir svo mikilli Utfærslu var það þeim Viðreis mun hlægilegra sem viðurkennt er bæði hér heima og á alþjóð- legum vettvangi að einhliða Ut- færsla Islendinga i 50 milur og vaskleg barátta fyrir málinu átti drjUgan þátt i hinni alþjóð- legu stefnubreytingu. Mótsagn- irnar i málflutningi þeirra urðu lika enn augljósari þegar þeir héldu þvi fram I sömu máls- greininni að Utfærslan i 50 milur hefði algerlega misheppnast, en hins vegar væri afskaplega auð- velt að færa Ut i 200 milur. Allir vita hvernig Utfærsla i 200 milur undir forystu Sjálf-

x

Ný þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.