Ný þjóðmál - 14.06.1974, Blaðsíða 3

Ný þjóðmál - 14.06.1974, Blaðsíða 3
NÝ ÞJQÐMÁL 3 Útgefandi: Samtök frjdlslyndra og vinstri manna Framkvæmdastjóri: Hjörtur Hjartarson Ritstjóri og ábm.: Elías Snæland Jónsson Ritnefnd: Einar Hannesson, Andrés Kristjánsson, Vésteinn ólason og Kristján Bersi ólafsson. Ingólfsstræti 18. Sími 19920. Box 1141. FRAMTÍÐAR VERK- EFNI VINSTRIMANNA Núverandi rikisstjórn hefur tekist að koma vinstristefnu i framkvæmd á sumum sviðum und- anfarin þrjú ár, þótt sá árangur hafi hins vegar ekki náðst á sumum öðrum sviðum, eins og til dæmis i efnahagsmálum þjóðarinnar. Það verkefni, sem blasir við i nánustu framtið, er þvi að koma vinstristefnu i framkvæmd á öllum sviðum þjóðfélagsins. Einungis með þeim hætti er hægt að gera þær aðgerðir jafnt i efnahagsmálum sem á öðrum sviðum, sem nauðsynlegar eru, án þess að skerða kjör láglaunafólks. Ef hægri stjórn tekur við völdum á íslandi að loknum alþingiskosn- ingum 30. júni, þá mun nýtt timabil kjaraskerðing- ar og gengishruns taka við. Það er þessi alvarlega hægri hætta, sem nú ógnar islenskri alþýðu. Hljóti F-listinn nægilegt fylgi tii þess.að þing- meirihluti verði fyrir nýrri og öflugri vinstri stjórn, verður sú rikisstjórn umfram allt að leggja áherslu á eftirfarandi framtiðarverkefni: 1. Að leysa þann alvarlega efnahagsvanda, sem við er að eiga, á þann hátt, að áfram verði tryggð full atvinna i landinu, og óskert lifskjör láglauna- fólksins. 2. Að efla efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar með 200 milna efnahagslögsögu og skipulegri upp- byggingu islenskra atvinnuvega um alit land. 3. Að hefja nýja stórsókn í byggðamálum til að tryggja aukinn jöfnuð milli þegnanna- 4. Að vinna þann áfangasigur í herstöðvamálinu, sem felst i tillögum rikisstjórnarinnar frá i vetur. 5. Að auka félagslegt réttlæti með markvissum aðgerðum í tryggingamálum, skattamálum, hús- næðismálúm og réttindamálum margvislegra minnihlutahópa. 6. Að fóstra með þjóðinni nýtt lifsgæðamat, sem setur manngildi, andlega og likamlega heilbrigði, öflugt islenskt menningarstarf og verndun islenskr- ar náttúru ofar gildismati gróðahyggju og peninga- valds. Það er meginverkefni vinstri manna i dag að efla svo samstöðu sina, að mögulegt verði að koma þessari vinstristefnu i framkvæmd. Það verður þvi aðeins að veruleika, að F-listinn fái verulegan þingstyrk i kosningunum 30. júni. Þetta verða vinstrimenn að hafa rikt i huga á kjör- dag, hvaða flokka sem þeir hafa áður kosið. Hvert F-lista atkvæði kemur að fullum notum F-listinn er nú borinn fram i öllum kjördæmum landsins af mun breiðari fylkingu en i siðustu al- þingiskosningum. Samt fékk F-listinn siðast þrjá kjördæmakosna menn, og tvo uppbótamenn. Engin ástæða er til að ætla annað, en að F-listinn hafi nú enn betri möguleika en siðast til þess að fá kjör- dæmakosna menn. Þess vegna kemur hvert einasta atkvæði, sem greitt er F-listanum i hvaða kjördæmi sem er, að fullum notum við úthlutun uppbótaþing- sæta. Eitt atkvæði greitt F-listanum jafnvel i kjör- dæmi, þar sem F-listinn fær ekki kjördæmakosinn mann, getur þvi ráðið úrslitum um það, hvort þing- meirihluti verður fyrir félagshyggjustjórn eftir kosningar, eða hvort hægristjórn tekur við völdum. Nýtum þvi atkvæði okkar til hins itrasta með þvi að kjósa F-listann á kjördag. —EJ ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON RITAR Á DAGSKRÁ F-listinn ræður úrslitum ENGINN KJóSANDI er sennilega I vafa um þaB lengur, um hvaB er fyrst og fremst kosiB I þessum al- þingiskosningum. Kosningarnar snúast um þá meginspurningu, hvort kjósendur vilja raunverulega vinstri stjórn a& kosning- um loknum, e&a hvort þeir vilja hleypa hægrimönnum i stjórnarstólana á nýjan leik. ÞaB hefur jafnframt komiB greinilega f ljós, aB fylgi F-listans i þingkosningunum ræBur úrslitum um svariB viB þessari spurningu. Verulegur þingstyrkur F-listans aB kosningum loknum tryggir þaB, aB ný, öflugri og betri vinstri stjórn verBur mynduB. Hljóti F-listinn hins vegar ekki nægilegan þingstyrk, blasir hægristjórn viB meB öllum þeim hörmulegu afleiBingum, sem slik stjórn mun hafa.I för meö sér fyrir alþýBu manna til sjávar og sveita. Af þessum sökum hefur F-listinn orBiö miBdepill kosningabaráttunnar. öllum er nú oröiB ljóst, aö áróöur andstæöinga F-listans um, aö hann sé vonlaust framboö, hefur ekki viö nein rök aö styöjast. F-listinn hlaut þrjá kjördæmakosna menn i siöustu kosningum, og sföan tvo uppbótaþingmenn. Nú er framboö F-listans á mun breiöari grundvelli en siBast, og aug- ljóst mál, aB hann hefur öll skilyröi til þess aö fá kjör- dæmakosna menn a.m.k. i jafn mörgum kjördæmum og I þingkosningunum 1971. öll atkvæöi, sem greidd eru F-listanum, koma þvi aö gagni. Sérhver kjósandi, sem kýs F-listann, tekur þannig virkan þátt i þvi aö smiöa þá nýju og endurbættu vinstristjórn, sem viö stefnum aö. Tilgangslaust að strika út MEGN ÓANÆGJA er meö marga frambjóöendur á framboöslistum sumra flokka, t.d. hjá Framsóknar- flokknum. Er óánægjan oft mest meö suma þá menn, sem skipa svonefnd „örugg” sæti á listunum, en reynt hefur veriö aö draga úr óánægjunni meö þvi aö fá vin- sælli menn I varasæti. Þannig er reynt aö nota vin- sæla og stefnufasta menn til þess aö koma óvinsælum og stefnulausum mönnum inn á Alþingi. AróBursmeistarar þessara flokka reyna mjög aö fá óánægöa kjósendur til þess a& kjósa framboBslista þeirra þrátt fyrir þetta meö þeirri röksemd, aö þaö sé einfaldlega hægt aB strika hina óvinsælu frambjóö- endur út á atkvæöaseölinum. ÞaB er sérstök ástæöa til þess aö vekja athygli á þvi, aö þetta er algjörlega gagnslaust. Ef kjósendur eru þaö óánægöir með frambjóöendur I „öruggum” sæt- um, að þeir vilja ekki taka ábyrgö á því að styðja þá til þingsetu, þá veröa þeir aö kjósa aöra lista. Þetta kem- ur til af þvi, að gifurlegt magn útstrikana þarf til þess að þær hafi nokkur áhrif til breytinga á röB frambjóö- enda. Þeir, sem strika út nafn þess frambjóöanda sem þeir geta ekki sætt sig viö, eru þvi aöeins aö blekkja sjálfan sig. AtkvæBi þeirra koma eftir sem áöur þeim manni til góöa, sem þeir sist vildu. Kjósendur veröa þvi aö gera þaö upp viö sig, hvort andúö þeirra á stefnu eða stefnuleysi ákveöinna fram- bjóöenda er þaB mikil, aö þeir geta meö engu móti stutt þá. Sé niöurstaöan sú, veröa peir aö kjósa aöra lista, þvi þaö er eina leiöin til þess aö atkvæöi þeirra hafi til- ætluð áhrif. Þetta veröa allir aö hafa rikt i huga, og vara sig á blekkingaráróBri þeirra manna, sem eru aö buröast viB aö koma óvinsælum mönnum á þing. Brottför hersins 1 KOSNINGAAVARPI F-listans segir svo m.a.: — „Ahersla er lögö á baráttuna fyrir brottför hersins. Náist ekki samkomulag viB Bandarikin um fram- kvæmd þess stefnumiös I samræmi viB tillögur rikis- stjórnar Islands, skal varnarsamningnum sagt upp.” Þessi stefna er bæöi skýr og ákveöin. Lýst er yfir fylgi viö þær tillögur, sem rikisstjórninni tókst aö ná samkomulagi um slöastliöinn vetur. Þess skal freistaö til hins itrasta aö fá samþykki Bandarlkjamanna viö það samkomulag, en þeim jafnframt gert ljóst, aö ef ekki næst samkomulag, veröi samningnum sagt upp. Ekki er að efa aö úrslit þingkosninganna 30. júni n.k. munu hafa nokkur áhrif á þaö, hver: • afstaBa Banda- rikjastjórnar veröur. Ef F-listinn hlýtur nægilegt fylgi til þess, aö ný og öflug félagshyggjustjórn hljóti þing- meirihluta á Alþingi, ættu aö vera verulegir mögu- leikar á þvi, aö Bandarikjastjórn sætti sig við tillögur Islendinga. Þingmeirihluti ihaldsaflanna verður hins vegar vafalaust til þess, aö baráttan fyrir brottför hersins biöur mikinn hnekki, og aö sá áfangasigur 1 herstöövamálinu, sem vinstri menn hafa beöiö eftir, næst ekki um sinn. Þaö er þvi mikiö I húfi fyrir alla þá, sem vilja her- laust land á friöartimum, aö þeir kjósi þann lista, sem úrslitum ræöur um meirihluta meö eöa móti hersetu á Alþingi. Gömul flokksbönd mega þar ekki veröa mál- efnunum yfirsterkari. Hver er höfundurinn? HÉR A EFTIR FARAnokkrar tilvitnanir I grein sem rituB var af einum stjórnmálaforingja i landinu á dögunum. Greinin fjallaöi um herstöBvamáliö. „ViB leggjum höfuöáherslu á, að eiga góö samskipti og samvinnu viö Bandarikin, og munum þvi vir.na aö stefnumálum okkar um herlaust land á friöartimum I fullri vinsemd viö Bandarikin, og finna lausn á þvi máli I samræmi viö þaö... Markmiö okkar er aö tryggja sjálfstæöi og öryggi tslands og islensku þjóöar- innar fyrst og fremst meö aöild aB Atlandtshafsbanda- laginu og meö þvi aö tryggja bandamönnum okkar aö- stööu til þess að halda áfram eftirliti sinu I Norður- höfum”. Hver skyldi nú höfundurinn vera? Ráöningu þeirrar gátu má senda til forystu Fram- sóknarflokksins nefnt „VariB land.” Margrét Auðunsdóttir* fyrrr. formaður Sóknur: „LA UNAJAFNRETTIД Á ÍSLANDIIREYND Hin faglega og pólitiska barátta er svo nátengd hvor annarri, að erfitt er að greina þar 5 milli. Og i mörg undan- farin ár, þegar verkalýðs- hreyfingin hefur sett fram kröf- ur til atvinnurekstrar, hefur hún einnig sett fram kröfur á hendur rikisvaldinu. Ekki hef ég alltaf verið sammála þeirri stefnu. Og tel hana oft hafa skaðað baráttuþrek verkalýðs- hreyfingarinnar. Lög um launajöfnuð kvenna og karla, sem samþykkt voru á Alþingi 27. mars 1961, eiga sinn þátt i þvi launamisrétti, sem viðgengst nú i dag, þótt flutningsmenn frumvarpsins hafi flutt þetta i góðri meiningu. A Alþingi 1958, i tið fyrri vinstri stjórnar, var jafnlauna- samþykkt Alþjóða vinnumála- stofnunarinnar i Genf fullgilt fyrir Islands hönd. Oft höfðu veriö flutt frumvörp á Alþingi um launajafnretti á milli karla og kvenna, en alltaf veriö felld af ihaldsöflunum. En við þessa fullgildingu jafnlauna- samþykktarinnar komst rót á hugi kvenna 29. mai 1960 var boðuð verkakvennaráöstefna á vegum ASl. 1 skýrslu forseta (H.V) kom þá fram, að kvenna- kaup var mjög misjafnt (tima- kaup) en hafði þó þokast i rétta átt frá siöustu ráðstefnu, sem haldin var 1953. Það kom fram i ræðu forseta, aö timakaup kvenna i grunn var frá kr. 7.20 niður i kr. 6.00, og mun það þá hafa verið 78% eða minna af karlakaupi. Konur voru mjög einhuga á þessari ráðstefnu að rétta hlut sinn og knýja fram launajafn- rétti, og i lok ráðstefnunnar var efitrfarandi tillaga samþykkt: „Verkakvennaráðstefna ASl haldin 29. mai 1960, beinir þvi til verkakvennafélaganna innan sambandsins, svo og til þeirra verkalýðsfélaga, sem samningsaðild hafa fyrir konur, að nota nú hvert tækifæri sem gefst til að knýja fram kröfuna um sömu laun kvenna og karla eða a.m.k. til að þoka kjara- málum kvenna i þá átt. Ráðstefnan telur aðstöðuna nú góða til launajafnaðar. Samningar eru viðast hvar lausir. Þáttaka kvenna er nú sterkari i atvinnulifinu en nokkru sinni fyrr, og vöxtur dýrtiðarinnr réttlætir mikla hækkun á lægsta kaupinu i landinu.” Og i framhaldi af þessari tillögu voru kosnar fimm konur i framkvæmdanefnd. Og voru það eftirtaldar konur: Herdls Ölafsdóttir, Akranesi, Margrét Auðunsdóttir, Reykjavik, Vilborg Auðunsdóttir, Keflavik, Jóhanna Egilsdóttir, Reykja- vik og Sigurrós Sveinsdóttir, Hafnarfiröi. 19. júni 1960 hélt nefndin sinn fyrsta fund. Þar var samþykkt að beina þvi til sambandsfélaga i samningum, sem þá fóru i hönd, að ekki yrði samiö nema bilið milli kaups karla og kvenna minnkaði verulega. Sömuleiðis að leggja mikla áherslu á það, að þar sem konur og karlar vinna samskonar störf, þar náist algjört launa- jafnrétti. Framhald á bls. 8.

x

Ný þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.