Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.04.1935, Side 3
LJÓS OQ SANNLEIKUR
27
urðu að skilja við Meistarann, huggaði hann þá með
fyrirheitinu um, að hann mundi koma aftur. Les Jóh.
14, 1—3; Matt. 24, 30. Dað var nauðsynlegt að hagn
færi burt; Heilagur Andi skyldi vera staðgöngumaður
hans hér í heiminum; og meðan hann væri í burtu,
skyldi hann búa hinum trúu fylgjendum sínum stað. —
Strax og alt væri tilbúið, hin himneska Jerúsalem búin sem
brúður, mundi hann koma aftur til þess að taka pá til sin.
„Hjarta yðar skelfist ekki; trúið á Guð og trúið á mig“.
Eins og f>að er víst að Jesús hefur verið hér einu
sinni, svo víst er fað, að hann mun koma aftur. Degar
hann var hér í fyrra skiptið, sagði hann: „Ég er stiginn
niður af himni“. Vér trúum orðum hans, og vér vitum,
að hann var tekinn upp til himna; en áður en hann
yfirgaf jörðina, sagði hann afdráttarlaust: „Ég mun koma
aftur“. Dessi orð eru ekkert munnfleipur, heldur eru pau
orð, sem eru áreiðanleg og sönn, pau eru meðal peirra
loforða, sem oftast er talað um í Nýja-Testamentinu, og
sem óhjákvæmilega verða að rætast, svo framarlega sem
alt hið mikilvæga áform, mannkyninu til frelsunar, á ekki
að verða algerlega að engu.
Að Frelsaranum var mjög kær tilhugsunin um end-
urkomu sína, er auðséð, ekki einungis af hinum mörgu
beinu ummælum hans pessu viðkomandi, heldur og af
peim lfkingum, par sem sannleikanum um endurkomu
Krists er haldið fram með miklum krafti. Má hér nefna
líkinguna um meyjarnar tíu (Matt. 35, 1 —13), um talent-
urnar (Matt. 25, 14—30), um illgresið meðal hveitisins
(Matt. 13, 24—30. 36 — 43), um verkamennina í víngarð-
inum (Matt. 20, 1 — 16), um brúðkaup konungssonarins,
(Matt. 22, 2—14) o. s. frv.
Með pessu sama huggaði og Páll söfnuðina, með
pvi að hann minti pá á pað, að föðurland peirra væri á
himnum, „og frá himni væntum vér Frelsarans, Drottins
vors Jesú Krists“ (Fil. 3, 20. 21), sem eitt sinn var
„fórnfærður til að bera syndir margra“, en sem í „ann-