Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.04.1935, Blaðsíða 4

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.04.1935, Blaðsíða 4
28 LJÖS OG SANNLEIKUR að sinn mun birtast án syndar, til hjálpræðis peim, er hans bíða“. Hebr. 9, 28; Tit. 2, 11 —13. Sömuleiðis talar Pétur postuli um pennan mikla viðburð. Quðs börn hafa á öllum ttmum litið fram til endurkomu Krists f mætti og mikilli dýrð, með hinni mestu eftirvæntingu. Um petta spáði Enok, „sjöundi maður frá Adam“ (Júd. 14), og um pað kvað hinn mikli söngvari Israels: „Himininn gleðjist og jörðin fagni, hafið drynji og alt, sem 1 pví er, öll tré skógarins kveði fagnaðaróp, fyrir Drotni, pvt að hann kemur, pvi að hann kemur til pess að dæma jörð- ina. Hann mun dæma heiminn með réttlæti og pjóðirnar eftir trúfesti sinni“. Sálm. 96, 11 —13. Um pennan dag spáði Jesaja og allir spámennirnir, sem práðu að „sjá konunginn f ljóma sínum“. Jes. 33, 17; 52, 7 — 8; 62, 11; Dan. 12, 1—3; Sálm. 50, 1—6. Á HVERN HÁTT MUN KOMA HANS VERÐA? Les sem svar við pessu Post. 1, 9—11; Op. 1, 7; Matt. 24, 30. 31; Lúk. 9, 26. Er Jesús fór til himna, nam ský hann frá augum lærisveinanna; ummæli engils- ins um að Frelsarinn mundi koma aftur á sama hátt og hann fór til himna, kenna oss, að pað fyrsta, sem hinn bfðandi hópur sér, er ský — sem auðvitað myndast af dýrð englanna, sem eru í fylgd með honum. Allir skulu sjá Frelsarann, pegar hann birtist pannig, „hvert auga“! Sumir munu pola að sjá dýrð hans, en aðrir munu hylja sig í hömrum og hellum (Op. 6, 16); Hann kemur í prefaldri dýrð — Föðurins, sinni eigin og englanna. — Englarnir koma með honum sem kornskurðarmenn, til að safna hinum proskuðu kornbundinum; pvf að pað er herra uppskerunnar, sem kemur með „bitra sigð“ í hendi sér. Les Op. 14, 14—16. Sú hugmynd, sem sumir hafa, að endurkoma Krists eigi að skiljast andlega, er algerlega óbiblfuleg og röng. Allir peir ritningarstaðir, sem til er vitnað hér að framan,

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.