Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.05.1935, Blaðsíða 6

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.05.1935, Blaðsíða 6
38 Ljós og Sannleikur seigasti byg'gingameistari, sem mannkynssag- an getur um“. Höfuðstaður hans, Babýlon, var helmingi stærri en hin risavaxna Lundúna- borg, og telst, með hinum skrautlegu og há- reistu höllum sínum, musterum, hengigörðum o. s. frv., með undraverkum fornaldarinnar. Öll þessi dýrð skyldi þó líða undir lok. Risa- borg fornaldarinnar slcyldi verða að „grjót- hrúgu, að sjakalabæli, að skelfing og háði, og enginn búa þar“. Jer. 51, 37. Les viðkomandi þessu ríki og örlögum þess eftirfarandi: Jes. 13, 17 -22: 47, 5; Jer. 51, 13. 41. 37. 11. MEDÍA-PERSÍA Ríkið sem kemur á eftir Babýlon og koll- varpar henni, er tnedeo-persneska ríkið, sem og ofan-tilfærðar tilvitnanir og mannkynssagan yfirleitt sanna. Arið 538 vann Kýrus Persa- konungur Babýlon, (Jes. 45, 1. 2.), og þessi sami duglegi herforingi gerði þetta ríki, sem Medar og Persar höfðu sameinað, að voldugu heimsríki, „silfurbrjóstinu“, sem stóð þangað til orð Daníels rættust. GRIKKLAND „Og því næst hið þriðja ríki af eiri, sem drotna mun yfir allri veröldu“. Það var Alex- ander, sem reisti heitnsríki Hellena á rústum hinna áður nefndu ríkja í Asíu.

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.