Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.10.1935, Blaðsíða 4

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.10.1935, Blaðsíða 4
94 Ljós og Sannleikur Vér skulum hugleiða lítið eitt nánar það verk, sem ver'ð- ur að gerast í hjarta hvers manns, sem vill verða hólpinn. Skulu nefnd fimm hinna mikilvœgustu atriða, sem eru spor í áttina til vors himneska heimkynnis: AFTURHVARF eða breyting hugarfárs vors. Þegar maður hefur komizt i skilning um það, að hann gengur á vegi, sem liggur til dauðans, þegar hann fer að þekkja sjálfan sig sem syndara og heyrir hina kallandi röddu Guðs Anda í hjarta sínu, þá á hann um tvennt að velja •— annaðhvort það að halda áfram á vegi syndarinnar eða vilcja af honum og ganga á Guðs vegum. Afturhvarfið er því fólgið í þvi, að hinn óguðlegi lætur af breytni sinni og illvirkinn af vélráðum sinum og snýr sér til Drottins (Jes. 55, 7.); það þýðir það, að snúa frá syndinni með föstum ásetningi um að þjóna Guði. Sjá Jes. 45, 22; Post. 14, 15; 3, 26; 1. Þess. 1, 9. Áminningin um afturhvarf er gefin öllum mönnum al- staðar (Post. 17, 30), og Guð hefur margvíslegar aðferðir til að draga syndara til sín. Stundum birtir hann gæzku sína og langlundargeð ((Róm. 2, 4; 2. Pét. 3, 9), stundum ávitar liann og agar (Op. 3, 19) til þess að koma til leiðar þeirri hryggð, sem verkar aftur hvarf hjá syndaranum (2. Kor. 7, 10). Það er óttalegt að þrjózkast, Jiegar Guð kallar, ]>vi að án afturhvarfs kemst enginn inn í liimnariki. Matt. 18, 3. I sambandi við afturhvarf stendur þekking syndar (Sálm. 51, 5), játning syndar (Orðskv. 28, 13; Sálm. 32, 5; 1. Jóh. 1, 9) og trú á þau fyrirheit, sem fagnaðarerindið hefur að geyma (Mark. 1, 15; Post. 20, 21). Sá sem hefur gert aftur- hvarf byrjar að biðja, Post. 8, 22; 1. Kon. 8, 33, breytir lif-

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.