Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.10.1935, Blaðsíða 8

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.10.1935, Blaðsíða 8
98 Ljós og Sannleikur ekki einungis réttlæta og lielga, hann vill einnig gera sín hörn dýrðleg. „Til þess kallaði hann yður fyrir fagnaðar- boðskap vorn, að þér skylduð öðlast dýrð Drottins vors Jesú Krists“. 2. Þess. 2, 13—18. Og það er „eilíf dýrð“. 1. Pét 5, 10. Hinn hólpni verður dýrðlegur gerður við endurkomu Krists i sambandi við hina fyrri upprisu, þegar öll Guðs hörn um- breytast, þvi að „þá munum vér verða honum (Guði) likir". 1. Þess. 4, 13—18; Kól. 3, 3; 1. Jóh. 3, 1—3; Fil. 3, 20. 21. Kristur fer þá með hina endurleystu upp til föðurhúsanna til hinna eilífu bústaða, sem hann er nú að húa þeim. Þar i hinni himnesku horg er Paradís og lífsins tré, sem vorir fyrstu foreldrar voru reknir hurt frá. Sjá Op. 22, 1—5. Kristur liefur með dauða sínum keypt manninum aftur hina glötuðu Paradis, og nú eiga þeir eilíflega aðgang að henni, sem í trú hafa veitt viðtöku hinni miklu fórn Jesú, og sem í hans krafti hafa barizt trúarinnar góðu baráttu og eru álitnir þess maklegir, að öðlast lífsins kórónu. Guði séu þakkir, sem i sínum óendanlega kærleika hefur til vegar komið slíku frelsi fyrir sinn eingetna son! Látum oss heyra þegar Drottinn kallar, snúa oss frá heiminum til hans og sem endurfædd börn lians ganga veg helgunarinn- ar, svo að vér á hinum mikla degi fáum hlutdeild í hinni eilífu dýrð! \ Herbertsprent, Bankastræti 3. prentaði.

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.