Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.10.1935, Blaðsíða 1

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.10.1935, Blaðsíða 1
iJOS OG Aaiuiuleikur FRÁHINNI HELGU BOK „Send ljós þitt og sannleika þinn, að þau leiðbeini mér, að þau leidi mig til ':^£: fjallsins þíns helga og til bústaða þinna". (Dönsk þýð.) Sálm. 43, 3. Nr. 10 ENDURLAUSNIN. VEGURINN FRÁ DAUÐANUM TIL LÍFSINS. I'egar Guö hafði skapað jörðina, var allt harla gott. Ekk- ert merki syndar, sjúkdóms eða dauða var nokkursstaðar að finna í hinu fagra heimkynni vorra fyrstu foreldra. Það var brot á hinu fullkonma Og óbreytanlega lögmáli Guðs, sem leiddi af sér ]jað ástand, sem nú er ríkjandi um heim allan. Þetta hrœðilega, sem nefnist synd, átti upptök sín hjá hinum volduga engli Lucífer, syni Morgunroðans, sem var verndarkerúb við hásæti Guðs og gekk næst sjálfum Kristi að tign. Með þvi að rannsaka bækur spámannanna Esekiels og Jesaja, komumst vér í skilning um það, að í hjarta Lúcí- fers vaknaði löngun til meiri heiðurs og valda. Hann fór að öfunda Krist, vildi verSa „likur hinum hæsta" og „reisa veldisstól sinn ofar stjörnum Guðs". Þetta orsakaði upp- reisn á hininum, þar eð margir af englunum drógu taum Lúcifers. Öllum uppreisnar-englunum ásamt foringja þeirra var varpað niðtir á jörðina, og liafa þeir síðan verið afvega- leiðendur og kærendur mannanna.

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.